Leita í fréttum mbl.is

Hefði ekki verið betra fyrir Alþingi og ríkissjórn að kynna málið betur fyrir fólki

Nú er svo mikið bull komið í gang. T.d. hvað vill fólk sem skrifaði undir þessa áskorun til forseta? Veit að þeir sem stóður að henni telja að við eigum ekkert að semja. Þeir telja að við eigum ekkert að borga. En allir lögfræðingar sem um þetta mál fjalla segja að við tökum mikla áhættu með því. Því í þessum samnngum erum við þó með allt að 30 ára greiðslufrest. En við vitum ekkert hvað kæmi út úr dómsmáli. Þar gætum við hugsanlega:

  • Verið dæmd til að borga allar innistæður einstaklinga
  • Á grundvelli þess að allar innistæður bæði einstaklinga og fyrirtækja voru tryggaðar með yfirlýsingum ríkisstjórna frá hruni, gætum við verið dæmd til að borga bæði einstaklingum, sveitarfélögum, lögaðilum og félögum í Bretlandi og Hollandi en það voru um 4000 milljarðar á reikningum Icesave minnir mig.
  • Við gætum kannski sloppið með innistæðutrygginar en þurft að borga þær strax og þyrftum því að taka lán til þess.

Veit að einhver hluti þeirra hugsar eins og forsetinn reyfaði í dag að Bretar og Hollendingar myndu hringja í okkur og bjóða enn betri kjör á samningum. En ég bara trúi því ekki að Bretar og Hollendingar myndu láta það spyrjast út að þeir myndu gefa frekar eftir. Þeir eru jú búnir að draga stórkostlega úr kröfum frá því að þeir komu fyrst með kröfur um allt að 10% vexti og allar innistæður einstaklinga upp á 1300 milljarða. Vextir sem nú eru í boði eru jú 3% og margir fyrirvarar þannig að þetta verði okkur bærilegt.

Menn skildu átta sig á að allar upplýsingar um að við eigum ekkert að greiða eru komnar frá einhverjum öðrum en lögfræðingum. Þetta eru m.a. hagfræðingar og leikmenn sem hafa takmarkaðan skilning á lögum og samningum milli ríkja.

En því er það að ég hefði vilja sjá fjölmiðla ræða t.d. fyrr við Lee Buchheit, Lárus Blöndal og fleiri. Og eins hefði ég viljað að einhver hefði spurt Ólaf þegar hann talar um að þjóðaratkvæði komi á sátt milli þjóðarinnar. Hvað ef t.d. að lögin verða feld með 50,1% atkvæða eða samþykkt með slíkum mun þ.e. 0,2% heldur hann virkilega að það stuðli að friði eða endurspegli vilja mikils meirihluta þjóðarinnar?


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband