Mánudagur, 28. febrúar 2011
Hér er smá pakki varðandi Icesave sem gott er fyrir fólk að kynna sér
Sá frábæri Baldur Mcqueen bloggari tekur hér saman nokkur loforð og yfirlýsingar okkar varðand stöðu bankana og Icesave sem við gáfum m.a Bretum. Stel hér hluta af pisli hans.
3. mars, 2008
Davíð Oddsson fullyrðir, í viðtali við Channel 4, að lítið mál yrði að endurgreiða breskum innistæðueigendum ef allt færi á versta veg.
Þessir bankar eru svo sterkir að ekkert slíkt gæti nokkurn tíma gerst - og ef eitthvað gerðist, værum við ekki að tala um alla upphæðina. Þannig er það aldrei. En jafnvel þó svo færi, íslenska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum.
(Davíð Oddsson, Channel 4 - 03.03 2008 - myndband hjá Láru Hönnu)
---
4. mars, 2008
Daily Telegraph fjallar um málið í kjölfarið og sagði Davíð hafa fullvissað innistæðueigendur um að Ísland myndi ekki bregðast ef á reyndi.
Í gær hughreysti Davíð Oddsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, breska innistæðueigendur og sagði "þið eruð örugg í þessum bönkum. Lausafjárstaða íslenskra banka, samanborið við aðra banka með svipuð möt, er nokkuð góð."
(Telegraph vitnar til Davíðs Oddssonar, 04.03 2008)
---
1. apríl, 2008
Íslenska fjármálaeftirlitið staðfestir við vefinn Money Saving Expert (moneysavingexpert.co.uk), að ef svo ólíklega vildi til að íslenska ríkisstjórnin gæti ekki greitt allar kröfur, myndu Norðurlöndin koma til aðstoðar samkvæmt samkomulagi þar að lútandi.
Ef svo sérdeilis ólíklega vill til að íslenska ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til að mæta öllum kröfum, hafa Norðurlöndin gert með sér samkomulag sem þýðir að þau myndu ganga inn í málið og aðstoða það land sem ætti í vandræðum, svo þar er annað lag af öryggi og tryggingu.
(Úr bréfi FME til moneysavingexpert.co.uk, 01.04 2008)
---
25. apríl, 2008
Geir Haarde hittir Gordon Brown í Downingstræti 10. Brown hvetur Geir til að leita til IMF, en það ráð var hundsað.
Fréttastofu Channel 4 hefur verið sagt þeir ræddu vandamál íslenska bankakerfisins og að herra Brown ráðlagði Íslandi að leita eftir aðstoð frá IMF.
(Telegraph 31.10 2008)
---
Lok apríl, 2008
Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, hringir ævareiður í Davíð Oddsson seðlabankastjóra, og hótar að grípa til aðgerða vegna gerviviðskipta íslensku bankanna.
...hann hafi krafist þess, að fulltrúar íslensku bankanna kæmu til fundar í Lúxemborg strax eftir þá helgi og að með þeim kæmu fulltrúar frá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Engar afsakanir yrðu teknar gildar og framferði þeirra gæti leitt til þess, að bankarnir færu á hausinn innan tíu daga.
(Eyjan.is 18.11 2009)
---
29. maí 2008
Icesave reikningar opna í Hollandi.
---
Júní 2008
Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformaður FME segir fjármögnun íslensku bankanna að mestu trausta og taldi aukinn hlut innlána í fjármögnun af hinu góða.
Hann taldi það gott að Landsbankanum hefði tekist að fjármagna sig í auknu mæli með innlánum, en á þeim tíma hafði bankanum gengið vel að laða til sín innlán á Icesave-reikninga í Bretlandi og hafði nýbyrjað að bjóða sömu reikninga í Hollandi.
(AMX 20.12 2009)
---
25. júni, 2008
Geir Haarde segir í viðtali við Economist, að CDS álagið á íslensku bönkunum sé allt of hátt, og jánkar því að skuldlaus ríkissjóður gæti bjargað bönkunum ef á þyrfti að halda.
Í sama viðtali fullyrðir Geir að líkurnar á að Ísland greiði ekki skuldir sínar séu 0% og að gefa annað í skyn sé fráleitt.
Við erum hér með lýðveldið Ísland, og ríkissjóður nálgast það að vera skuldlaus....líkurnar á því að Íslendingar myndu ekki borga skuldir sínar eru 0% - og að gefa annað í skyn er fráleitt.
(Geir Haarde, Economist, 25.06 2008 - tvær stuttar hljóðskrár hér)
---
31. júlí 2008
Fundur þriggja ráðuneyta, FME og Seðlabanka. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytis, ályktar að sannleikurinn um Tryggingasjóð innistæðueigenda megi ekki leka út, því það yrði banabiti fyrir bankanna.
---
7. ágúst, 2008
Breska fjármálaráðuneytið ritar bréf til íslenskra stjórnvalda, óskar eftir svörum um eitt og annað varðandi Tryggingasjóð innistæðueigenda.
Ég yrði þakklátur ef þú gætir staðfest, sérstaklega, að íslensk stjórnvöld myndu útvega nauðsynleg lán undir slíkum kringumstæðum, svo tryggt væri að innistæðueigendur fengju greitt upp að lágmarkinu (20.887 evrur)?
[...]
Gætir þú vinsamlegast staðfest að, burtséð frá gengisskráningu krónu/evru, sé lágmarkstrygging innistæðna 20.887 evrur per innistæðueigandi?
(Bréf H.M. Treasury til ísl. viðsk.ráðuneytisins, 07.08 2008)
---
20. ágúst, 2008
Viðskiptaráðuneytið svarar ofangreindu erindi og vísar jafnframt í ítarlegri svör sem áður voru veitt.
Verulega ólíklegt verður að teljast, að okkar mati, að TIF myndi nokkurn tíma lenda í þeirri aðstöðu að geta ekki aflað sér nægilegra fjármuna á fjármálamörkuðum, en ef svo færi vil ég fullvissa þig um að íslensk stjórnvöld myndu gera allt það sem ábyrg stjórnvöld myndu gera í slíkri stöðu, þar á meðal aðstoða sjóðinn við að afla nægilegra fjármuna svo hann fengi staðið undir lágmarksgreiðslum til innistæðueigenda.
[...]
Sérstaklega vil ég taka fram að íslenska ríkisstjórnin er fullkomlega meðvituð um þær skyldur sem EES samingurinn leggur á herðar hennar varðandi innistæðutryggingar og mun standa við þær skuldbindingar.
(Svar ísl. viðsk.ráðuneytisins til H.M. Treasury, 20.08 2008)
---
4. september, 2008
Ingibjörg Sólrún ritar grein í Fréttablaðið og hvar hún hvetur bankanna til áframhaldandi söfnun innlána erlendis.
Bankarnir þurfa sjálfir að halda áfram að afla sér erlends lausafjár og losa um eignir þar sem það er hægt. Þeir þurfa að halda áfram að afla sér innlána á erlendum mörkuðum.
(Rannsóknarnefnd alþingis, 18. kafli, bls: 32 - 2010)
---
05. október, 2008
Viðskiptaráðuneytið ítrekar í bréfi til breskra stjórnvalda að íslensk stjórnvöld muni aðstoða TIF í að afla fjármuna til að gera upp við innistæðueigendur, ef á þarf að halda.
Ef á þarf að halda mun íslenska ríkisstjórnin aðstoða Tryggingasjóð innistæðueigenda við að afla nauðsynlegra fjármuna, svo tryggingasjóðurinn geti staðið undir endurgreiðslu lágmarkstryggingar ef Landsbanki og útibú hans í Bretlandi fara í þrot.
(Bréf ísl. viðsk.ráðuneytisins til H.M. Treasury, 05.10 2008)
---
04. október, 2008 (heimild 06.10.08)
Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, fullvissar breska innistæðueigendur um að peningar þeirra væru í góðum höndum.
Klárt mál að við myndum bjarga banka - klárt mál.
[...]
Við eigum ekki í slíkum erfiðleikum. Við erum aðilar að hinu evrópska regluverki um innistæðutryggingar og erum skuldbundin af alþjóðlegum lögum.
(Tryggvi Þór - BBC 4, 06.10 2008)
---
08. október, 2008
Íslenska ríkisstjórnin fagnar því sérstaklega í yfirlýsingu að Bretar hyggist greiða innistæðueigendum út.
Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.
[...]
Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.
(Annáll efnahagsmála 2008, 08.10 2008)Tekið af bloggi Baldurs Mcqueen
Finnst svo mönnum skrítið að Bretar telji að við höfum ábyrgs þessa Icesave reikninga. Annars hvet ég fólk til að kíkja reglulega eftir bloggum frá Baldri. Hann hefur það t.d. fram yfir blaðamenn hér að hann er t.d. mun klárari en þeir í ensku og hefur reglulega bent á að menn hér eru að þýða erlendar upplýsingar rangt.
Krefst óháðra upplýsinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 969591
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sæll. Takk fyrir bestu grein sem þú hefur skrifað. Ef við ættum hins vegar að dæma þjóðir eftir ráðamönnum þeirra myndum við komast að þeirri niðurstöðu að Afríkumenn eigi allar þær skuldir sem eru að drepa þá meira en nokkuð annað skillið, en það er bara ekki rétt: http://www.makepovertyhistory.org Barbaranir fara að koma til Róm. Þriðji heimurinn á sitt back-up og við munum lögð í rúst og öll okkar menning ef við förum ekki að breyta heiminum. Því aðeins ef við sínum þá yfirbót að breyta því sem breyta þarf, og það þarf hugrekki og þor til þess, eigum við skilið áframhaldandi tilvist. Velmegun okkar er greidd með blóði þriðja heimsins. Við ættum enga farsíma ef þúsundir þriðja heims manna létu ekki lífið fyrir þá (googlaðu heimildarmyndina "blood mobile...eða var það mobile in the blood?" hún er á youtube og er um blóðmjólkun skandinavískra símfyrirtækja á þriðja heiminum)
Davíð og Ingibjörg hafa hvort um sig sýnt nokkra yfirbót í sínu máli. Íslendingar verða að gera það sama. Hagsmunir Afríku skulu ríkja ofar hagsmunum peningafyrirtækja. Peningafyrirtækin gætu nefnilega öll verið farin á morgunn, en Afríka hverfur ekki nema við hverfum með þeim, og það er stríð í nánd og reikningsskil, og ótrúlegasta bandalag þjóða er tilbúið að hjálpa í stríðinu gegn hinum Vestræna heimi ef til þess kemur.
Stríð í nánd. (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:30
Við afstírum stríðum og stórslysum aðeins með því að hætta að setja hagsmuni peningafyrirtækja ofar hagsmunum almennings, hvort sem er hér á landi eða í þriðja heiminum. Tilvist okkar er í hættu. Það eitt ætti að vera nóg fyrir hugsandi menn að breyta rétt. Talvan þín, farsíminn þinn, bílinn þinn, ekkert af þessu væri til ef lítil börn væru ekki að láta lífið í námum stórfyrirtækja. Fötin þín eru flest keypt fyrir blóð, aðeins þau dýrustu eru það kannski ekki. Þúsundir barna dóu í vinnu hjá Nike, sama gildir um fleiri íþróttafyrirtæki, og hið vinsæla H og M sem virkar svo Skandinavískt og saklaust liggur líka undir grun. Allt ódýrt er venjulega illa fengið, rétt eins og ránsfengur innbrotsþjófa, voru ódýru fötin þín illa fengin og eru borguð með blóði. Við erum þjófsnautar sem íbúar hins fyrsta heims og þjófsnautum ber að refsa sem þjófum. Ef við snúum ekki blaðinu við þá verðum við öll farin héðan á morgunn, og menning okkar, sem samt var sú fallegasta menning sem nokkru sinni var til, og fæddi af sér hugsjónir um mannréttindi, frið og jöfnuð og bræðralag manna, ásamt óréttlæti sínu, eins og tvö gerólík börn, verður upprætt með öllu ef við sönnum ekki við ætlum að snúa blaðinu við og séum tilbúin í hugrakkan bardaga fyrir það.
Ég ætla að sýna hugrekki og kjósa NEI. Ég veit það er áhætta, en með því sýni ég samstöðu með brærðum mínum og systrum í Afríku. Ef okkur tekst að vinna þetta fyrir dómsstólum, hafa þau varanlegt fordæmi sem mun hjálpa þeim að greiða úr skuldavanda sínum. Ef okkur tekst það ekki en tekst samt að komast vel út úr málinu höfum við líka hjálpað til.
Ef þjóðin kýs aftur á móti Já og er ósammála mér, og vill ekki sýna hugrekki í þessum málum, heldur leitar frekar í ótryggt og ímyndað öryggi, er það heldur alls ekki alslæmt. Þá hefur lýðræði hér á landi samt sem áður sigrað, því lýðræði snýst um að þegnarnir ráði, sama hversu hugrakkir þeir eru eða hversu leiðitamir og auðvelt að hræða þá til að þjónkast hagsmunum billjónera.
Og sigur lýðræðisins skiptir mestu, því lýðræði mun á endanum fæða af sér fólk sem er þess vert að vera lýðræðisþegnar, þrátt fyrir að sá dagur sé ekki enn kominn, en þeir miklu vitringar sem sköpuðu lýðræðið, sem er flókin hugsmíð af öðrum rótum runnin en almenning grunar, vissu þetta, að það yrði mjög langt í land og lengi þess að bíða að lýðræðið eignaðist verðuga erfingja. En það mun gerast, þó það taki árhundruð eða árþúsund í viðbót. Allt sem er gott er planað langt, langt, langt fram í tíman. Og Grikkir ræddu það margt sem enginn fær að sjá á bókasöfnum og þeirra hugmyndir eru eldri en Grikkland. Sú pæling geymist en ég trúi því lýðræðið sé gott og muni bíða fullkominn sigur þá fyrst mannkynið verður verðugur eigandi þessarar hugmyndar. Þess er langt að bíða og þangað til eru allir smásigrar lýðræðis takmarkaðs og ófullkomins mannkyns vel þegnir.
Það eina sem hefði verið óviðunandi með öllu í þessu máli er ef þjóðin hefði ekki fengið að velja. Þá hefði lýðræðið að vísu ekki beðið ósigur um aldur og æfi, en mannorð landsins væri aftur á móti flekkað og illa yrði um okkur talað og skrifað eftir 500 ár...og lengur.......Þetta mál er nefnilega stærra og merkilegra en Íslendingar gera sér grein fyrir nú í dag, blindaðir af hagsmunum staðar og stundar.
Takið rétta ákvörðun. Hún getur verið nei eða já. Rétt ákvörðun er sú sem þú tekur einn með sjálfum þér og er ekki ávöxtur áróðurs annarra manna, hvaða skoðun sem þeir hafa.
Stríð í nánd...nema við breytum rétt. (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.