Leita í fréttum mbl.is

Halló bátar, halló skip!

Lilja, Sigmundur, indefence og fleiri hafa haft sviðsljósið í mánuði og misseri og fengið að fabulera um Icesave lon og don. Lilja síðast nú í janúar með ræður um að Ísland verið gjaldþrota og gott ef ekki að við myndum bara hverfa af yfirborði jarðar. Og ríkisstjórnin sagði varla nokkuð hvað þá samninganefndin. En nú þegar samninganefndin er að kynna samningin eins og hún sér hann og hefu jú mesta þekkingu á þessu þá mál það ekki. Og ríkisstjórn og Alþingi eiga að berjast á móti samningnum líka sem þó 70% þingmanna samþykktu. Þetta er út í hött.

 Minni á það sem forsetinn sagði þegar hann synjaði lögunum staðfestingu Hann sagði eitthvað á þá leið að: nú ættu bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningsins að kynna sín sjónarmið á næstu vikum og vinna sínum sjónarmiðum fylgis.

Lilja, Sigmundur Davíð og co hafa fengið að ræða þetta mál alveg nóg takk fyrir.

 


mbl.is Kynning á Icesave ekki nógu hlutlæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglissýkin á sér engin takmörk hjá þessari skrýtnu konu.

Getur ekki einu sinni unnt þjóðinn þess að henni séu sagðar jákvæð tíðindi.

Skora á hana að ganga í félagið með Vigdísi, Sigmundi og Höskuldi, 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er nú ekki flókið. Íhaldið í þessu landi er gjörsamlega að klikkast, sama hvar í flokki það stendur. Það er ljótt að hæðast að veiku fólki, en öll framkoma íhaldsins er orðinn þannig að maður getur ekki annað en skellihlegið að öllu saman. Og munið að þetta er fólkið með fjármálavitið! Sjá nánar á síðu minni ef áhugi er á því. Af nógu að taka!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 21:32

3 identicon

Allir sem vildu samþykkja Icesave I, vinsamlegast haldi sér til hlés.

marat (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 22:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hefði verið komið í veg fyrir fleiri fleiri milljarða skaðakostnað ef Ísland hefði hagað sér sem siðuðu samfélagi sæmir og klárað þetta mál 2009.

það hefur allt gengið eftir sem skynsamir menn sáu fyrir. Að ekkert kæmi útúr fiflaganginum. 

Og í raun er bara fyndið hvernig það kemur sífellt betur í ljós, að fólk yfirleitt hefur eigi hundsvit á því um hvað þetta mál er ígrunninn og ekki heldur kattavit á því um hvað málið snýst núna.

Fólk er ekkert að átta sig á því,  að það sem hefur breyst er innheimta eigna.  það sem lá í raun alltaf fyrir að fyrrverandi mat var byggt á afar varlegri áætlun um innheimtu eigna og  frestun afborganna.  Jafnframt var alltaf bent á að möguleikar væru til staðar og það opið ef allt færi þokkalega að greiða skulda fyrr o.s.frv. 

það sem skeður síðan að þróunin verður þokkaleg.  Meiri innheimta og fyrr á eignum.  þal. verður skuldin auðveldari viðfangs.  það minkar í sama hlutfalli það lendirá ríkinu.  Og skiptir ekki síður innheimtur mun fyrr en áður var sett upp. 

Eftir situr fleiri fleiri hundruða milljarða skaðakostnaður og ennfremur það að algjört glapræði er að einhver útá götu eða uppá bessastöðum fari að hringla í slíkum málum með slíkum skaðakostnaði fyrir land og þjóð og framtíðarkynslóðir - og er alveg nóg að hlusta á vitleysingana sem blaðra á Útvarpi sögu sem og tröll allskyns á netinu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband