Laugardagur, 5. mars 2011
Getur einhver skýrt fyrir mér eftirfarandi:
Nokkur atrið varðandi þessa ferð Forsetans til Páfa.
- Ólafur Ragnar segir Guðríði fyrstu hvítu konuna sem kom til Ameríku? Hvað hefur hann fyrir sér með það að hún hafi verið sú fyrsta?
- Ólafur segir að hún hafi gengið síðan niður alla Evrópu að flytja Páfa sögu sína af ferðum sínum ´verstur veg. Hvernig veit hann það? Það sem stingur mig er að hún konan á tímum sem konur voru í flestum löndum útilokaðar frá háum stöðum finnst manni hæpið að hún hafi bara gengið á fund Páfa bara sí sona.
- Nú var hún Guðríður frá Norðulöndum/Íslandi. Talaði hún rómversku eða hvaða tungumál sem notað var þarna niður frá.
- Hvernig stóð á því að Páfagarður gerði ekkert með þessar upplýsingar hennar?
- Hvernig fór kona að því að ferðast alla leið frá Íslandi niður alla Evrópu á þessum tímum? Þetta er væntanlega margra mánuði sigling, ganga eða hvaða ferðamáta sem hún notaði. Um allskonar lönd og ríki þar sem ólík tungumál eru notuð. Á hverju lifði hún á þessari ferð. Væntanlega ekki mikill farangur sem hægt var að flytja í einu gangandi eða hvernig sem menn hugsuðu þetta.
Nú er þetta nefnt í þeim fáu setningum sem til eru um þessa konu a hún farið í Suðurferð. Hvernig er síðan kominn allur þessi bálkur um að hún hafi farið til að segja Páfa ferðasögu sína? Gat hún ekki verið að fara allt annað. Nú hefur maður m.a. heyrt að víkingum í Konstantínópel þar sem þeir ferðuðust eftir ám. En kona labbandi til Páfa finnst mér frekar ótrúlegt.
Ætli Páfinn og stafsmann hans siti enn og hlæi að okkur eftir fundinn? Ætli páfinn eigi ekki í sjala - og bókasafni sínu einhver gögn um það ef hún kom þangað. Mér skilst að Bókasafn Vadikansins sé bæði mikið að vöxtum og ítarlegt.
Forsetinn á fréttastöð páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það er greinileguröfundartónn í þessum pistli Magnús. Veistu að ég skil það því forseti vor ber af öðrum ráðamönnum þjóðarinnar.
Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2011 kl. 02:10
Sæll Magnús. Guðríður er fyrsta hvíta konan sem vitað er með vissu að hafi komið til Ameríku, og jafnvel fyrsta sögusögnin um slíka konu. Það getur vel verið að kona hafi komið þangað frá Evrópu 3000 fyrir Krist, en hvorki mannfræðingar né sagnfræðingar hafa neinar vísbendinga um neitt eldra en Guðríði, nema getgátur sem fáir vísindamenn taka mark á. Hillary Clinton hefur talað mjög mikið um Guðríði þessa og segir hana sína persónulegu fyrirmynd. Hún hefur haldið ræður um hana á femískum ráðstefnum víða um heim, en hún og Bill eru miklir Íslandsvinir líka. Hún er ekki sú eina sem vitnar í þessa konu. Ólafur var ekki að segja neitt frumlegt eða nýtt...
Það voru til túlkar á þessum tíma, og í öllum löndum þar sem voru til prestar og lærðir menn voru líka til menn sem töluðu latínu. Snorri Sturluson virðist til dæmis hafa talað latínu og fleiri mál. Hann virðist jafnvel hafa lesið La Divina Comedia, en það er lengri saga og ekki alveg sönnuð. Írar töluðu margir latínu. Latína var enska þess tíma.
Páfagarður á heimsins stærsta og leyndasta bókasafn. Flest það sem páfar hafa séð og upplifað ratar aldrei fyrir augu almennings. Leynd er bara þeirra policy, hefð og siðvenja. Þú getur ekki einu sinni orðið múnkur nema hjá flestum reglum nema samþykkja að leyna því ferli sem fer í gang til að þú fáir að gerast slíkur, og múnkar hafa mismunandi tign og aðgang að þekkingu. Bara þeir sem komast lengst allra eru hafa aðgang að allri þekkingu páfagarðs. Páfagarður á youtube er eitthvað algjörlega nýtt og tilheyrir bara okkar eigin undarlegu tímum, ekki sögu þeirra. Og þeir leyna alls konar litlum hlutum af ástæðum sem við skiljum flest seint.
Hvernig fór hún til Ameríku? Hefurðu lesið Íslendingasögurnar? Heldurðu menn hafi ekkert ferðast á þessum tíma?
Það er enginn að hlægja að neinum nema þér sjálfum...ef það væri ekki of sorglegt að svona fáfróður maður sitji hér útvarpandi "þekkingu" sinni sem kemur bara upp um hvað hann er illa lesinn og fáfróður, úthrópandi forseta vorn af öfund og flokkshundahætti.
PS: Ég hef farið gangandi milli landa, eða svo segi ég, þó ég hafi tekið tvo báta á leiðinni. Þetta er málvenja, og gerir afrekið engu minna að hafa stytt sér erfiðustu leiðina með bát. Og maður er miklu lengur á leiðinni til Konstantínópel en Ítalíu væni.
Víðförli (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 02:21
Villtu svo ekki bara vera sjálfum þér samkvæmur og sanna fyrir þér og öðrum þú sérst ekki að skrifa þessa grein af tómri óvild til forsetans með að skrifa sagnfræðingum bréf um að þeir séu klikk að segja þetta fyrstu konuna sem kom til Ameríku, og senda Hillary Clinton eitt stykki bréf að lesa fyrir Obama, um að hún sé bara rugludallur að vera að röfla um þessa konu.
Villtu svo ekki bara sýna hvað þú ert stór kall með að fylgja fordæmi Guðríðar og forsetans og fara bara sjálfur að tala við páfan um þetta, væni minn?
Víðförli (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 02:25
Víðförli, það má vel vera að Snorri Sturluson hafi kunnað latínu en að hann hafi lesið La Divina Commedia er hæpið. Talið er að Dante hafi samið það verk einhvern tímann á árunum 1308 til 1321. Snorri Sturluson var drepinn í september 1241, eða 24 árum áður en Dante fæddist.
Guðríður er ekki fyrsta konan sem vitað er með vissu að hafi komið til Ameríku. Það er ekki vitað með vissu að hún hafi komið þangað eða yfir höfuð að hún hafi verið til. Það eru skiptar skoðanir á því hvert sannleiksgildi Íslendingasagnanna er og nánast enginn lítur á þær sem einhvers konar sagnfræði.
Það eina sem skráð er um Rómarferð Guðríðar er þessi setning í Grænlendingasögu:
“Og er Snorri var kvongaður þá fór Guðríður utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra sonar síns og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ.”
Sem sagt “fór utan og gekk suður”. Hvaðan forseti vor hefur þá vitneskju að hún hafi gengið á fund páfa og gefið honum skýrslu um ferð sína til Ameríku hefur mér vitanlega ekki komið fram. Því miður virðist hann enn vera í útrásargírnum sem einkenndi hann svo mjög fram að hruni.
Gísli (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 03:45
Ég vinn í söluturni. Er ég þá betri en aðrir? Nei, einmitt. Hélt ekki. Enda skiptir það engu máli.
Keli (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 05:18
Mikill er áhugi ykkar vinstrimanna í ólafi ragnari og allt á neikvæðu hliðina - hversvegna ætli það sé
Óðinn Þórisson, 5.3.2011 kl. 09:23
það er auðvitað ekkert vitað með vissu um meinta Guðríði.
það er ekki einu sinni hægt að fullyrða að hún hafi verið raunveruleg persóna.
Og enn síður er hægt að fullyrða að hún hafi gert hitt og þetta eða farið hingað og þangað.
Og þó maður gefi sér að hún hafi farið til rómar, þá er hæpið að setja = við að hún hafi hitt páfa þáverandi.
þetta sem Ólafur er með er gamla 19.aldar trúin á íslandi varðandi þessar sögur. Íslendingar voru þá mestanpart bókstafstrúar á þessi fornrít og svo skálduðu þeir bara inní sem þeim þótti hæfa best og færðu fram sem fullkomin og endanleg sannindi. (svipað og bókstafstrúarmenn lesa Biblíu eða Kóran)
Í dag þykir túlkun eins og Ólafur er með bara brosleg og hallærisleg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2011 kl. 09:25
Það er ekki vitað með vissu að Móses, Abraham né Jesús Kristur hafi verið til, kæri Ómar, né um það bil fimmtungur dýrlinga kaþólsku kirkjunnar, margir telja þá einungis gamla guði í nýjum gerfum, Saint Birgit, verndardýrlingur Írlands, sem minnir skuggalega á gyðjuna keltnesku Bridget er ein af þeim ótal dýrlingum sem enginn hefur getað sannað hafi verið til. Það þýðir ekki páfinn hafi ekki áhuga á þessu fólki og taki mark á því að það sé ekki hægt að sanna það hafi verið til, frekar en meirihluta frægra manna í eldgamla daga. Og það þýðir ekki heldur að öfundsjúkir menn séu ekki að stunda árásir á forsetan á bloggi þessu af tómri flokkshundamennsku og undirlægjuhætti við sína yfirmenn. Sumir eru bara vanþakklátir.
Kári (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 22:07
Og það má bæta við það er auðveldara að "sanna" tilvist Guðríðar, við komust nær því, en meirihluta dýrlinga og Biblíulegra persóna sem kaþólska kirkjan trúir á. Svo má taka fram að það eru ekki bara trúarbrögðin sem eiga við þetta vandamál að glíma. Það er alls óvíst Shakespeare hafi verið til, svo dæmi séu nefnd, þó hann sé mikilvægasti rithöfundur Englands, mögulega skrifuðu margir menn verk hans, en hann sjálfur gæti verið að eins goðsögn, um þetta deila sagnfræðingar, sem rýrir engan veginn gildi hans. Við VITUM nefnilega nánast ekkert um fortíðina, þetta eru allt mest getgátur. Ég ætti að vita það. Ég er sagnfræðingur!
Kári (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 22:09
Er Ólafur Ragnar raunveruleg persóna? Maður efast stundum.
marat (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 01:46
Þessi grófa efahyggja gagnvart fornum frásögnum á lítinn sem engan rétt á sér. Og Jesús Kristur er söguleg staðreynd.
Maggi ætti að kynna sér skrif afar upplýsts læknis (ókaþólsks) sem ritað hefur margar greinar á síðustu árum í Merki krossins, tímarit kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, um suðurferðir manna frá Íslandi o.fl. löndum á miðöldum, pílagrímaferðir. Það er mjög mikið kunnugt um leiðirnar, sem menn fóru helzt, og um gististaði, einkum í klaustrum, og þar finnast jafnvel nafnalistar um norræna menn sem þar höfðu gist.
(Ég get bætt við meira seinna.)
Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.