Laugardagur, 19. mars 2011
Ég legg til að Vigdís Hauksdóttur verði gert að yfirgefa Alþingi
Konan bullar bara stöðugt. Hvaða manneska lætur hafa svona eftir sér í fjölmiðlum án þess að kanna málið
Maður hélt að þetta væri bara í svörtustu Afríku, en svona hefur þessi ríkisstjórn hagað sér. Og í raun og veru, í þessum málum sem eru búin að vera fyrir dómstólum, að þá hefur ríkisstjórnin verið að hóta dómstólum með ýmsum hætti óbeint í gegnum fjölmiðla," segir Vigdís. Þetta megi ríkisstjórnin ekki gera.
Verður manneskjan ekki að nefna nein dæmi til að styðja við málflutning sinn. Það þýðir ekki að styðjast við orð einhvers embættismanns sem er sár þar sem hann var settur af sem ríkissaksóknari í málefnum eigenda bankanna vegna þess að sonur hans var það í innsta hring.
En Vigdís ríkur í fjölmiðla af minnsta tilefni sem og í ræðustól Alþingis og þar sér maður skelfingar svip á öðrum alþingismönnum þegar það gerist því að yfirleitt fer hún þar með fleipur, misskilning og hreinlega eitthvað sem hún les á bloggum einhverstaðar og ræðir málin eins og þarf fari einhver sannleikur.
Hún er oft leiðrétt en nú á síðustu mánuðum finnst mér eins og menn leyfi henni bara að röfla og hlusti ekkert á hana.
Hún er nú fræg fyrir að gjaldfella orð eins og "landráð" og kenna starfsmönnum þingsins um mistök sín við frumvarpsgerð. Og málflutningur hennar í ESB umræðum á Alþingi voru náttalega til skammar þegar hún kom upp í tugum andsvara og sagði nákvæmlega sama hlutinn aftur og aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Vigdís er langleiðinlegasti þingmaðurinn og þá er mikið sagt.Það er margt neyðarlegt á Alþingi en þetta er það neyðarlegasta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 19:48
Þú gætir þess vandlega að þegja um þá frétt frá í gær, að Valtýr Sigurðsson, fráfarandi ríkissaksóknari, gat þá ekki lengur þagað yfir þeirri gagnrýni sinni á forsætisráðfrúna, að hún hafi ítrekað skipt sér af dóms- eða réttarrannsóknarmálum með þeim hætti, sem óviðeigandi væri af hálfu framkvæmdavaldsins.
Ég hygg að lögfræðingurinn Vigdís sé miklu betur heima í þessum málum en þú, Magnús Helgi. En þú heldur náttúrlega áfram að stunda þína Samfylkingar-meðvirkni, unz yfir lýkur, geri ég ráð fyrir, þ.e.a.s. þar til síðasti Samfylkingar-geirfuglinn er horfinn af þingi. Það tekur ekki nema 6–10 ár, ef þeim tekst með sínum þjóðsvikum að gabba Icesave-klafann upp á þjóðina. Það kann ekki fótum sínum forráð, þetta fólk, en vera má, að það eygi nokkra von í því að komast á eitthvert velsældar-eftirlaunahælið fyrir aflóga stjórnmálamenn í Brussel.
Margt af því, sem frá Vigdísi kemur, er leiftrandi snilld. Þannig var t.d. um viðtal við hana á Útvarpi Sögu á 5. tímanum einhvern daginn í síðustu viku.
Þú kemst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana, sú valkyrja.
Jón Valur Jensson, 19.3.2011 kl. 19:49
Svo mættu Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða-Móri fylgja henni........
Jóhann Elíasson, 19.3.2011 kl. 19:50
Hrafn er svo annar í bleika liðinu, sem tekur hér þátt í að rægja Vigdísi.
Jón Valur Jensson, 19.3.2011 kl. 19:53
Hvað segir Sigurður Líndal um málið?ndi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að saksóknarar eigi ekki að þurfa að láta ummæli ráðherra hafa nein áhrif á sig. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði í gær að Jóhanna hefði haft óbein áhrif á ákæruvaldið með ummælum sínum meðal annars um handtökur útrásarvíkinga og í máli nímenninganna.
„Ráðherrar og pólitíkusar segja nú margt og ég sé ekki að það eigi að hafa nein áhrif á ákæruvaldið eða dómarana hvað þeir eru að segja. Þeir fylgja bara sínum reglum," segir Sigurður. „Ég sé ekki alveg hvernig það hefur áhrif þó að forsætisráðherra segi eitthvað," segir Sigurður. Ríkissaksóknari og dómarar eiga að láta það sem vind um eyru þjóta. „Þeir bara gera það sem þeir telja rétt að gera og hafa stjórnskipulega heimild til þess, segir Sigurður.
Sigurður Líndal segir að full harkalegt hafi verið að ákæra fólkið fyrir árás á Alþingi í máli nímenninganna. Þó hafi verið eðlilegt að ákæra í tilfelli þeirra sem hafi verið sakaðir um að hafa bitið lögreglumenn.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 19:54
Magnús:
Það átti að vera löngu búið að leggja til að Vígdís H yfirgæfi þinghúsið, ég hef marg oft lagt það til, bæði beint við hana og óbeint, en hún skilur það ekki, verðum við bara ekki að taka okkur til og bera hana út Magnús ?
Að öðru þjóðinni til heilla: Köstum Krónunni og tökum upp USA Dollar strax og göngum í EU og tökum upp € innan sex til tíu ára eða um leið og hægt er og að síðustu; massíft NEI við Iceslave 3
Kristinn J (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 19:55
Sæll Jón Valur! Hvað segir þú um rök Sigurðar Líndals? Mér finnst Vigdís drepleiðinleg og það er ekki rógur að segja það.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 19:58
Ég var að segja Jón Valur að Vigdís ætti að kanna málið sjálf. Valtýr hélt þessu fram í gær en nefndi engin dæmi. Bendi þér á orð Sigurðar Líndals á www.visir.is í dag. þar sem hann segir m.a.
Veist Jón Valur að miðað við að hún sé lögfræðingur þá finnst mér með ólíkindum það sem kemur frá henni. T.d. þegar hún þrástagaðist á "Kaupmannahafnarviðmiðum ESB í umræðu um umsóknina um ESB sem hún taldi valda því að við gætum ekki sótt um því værum ekki að uppfylla þau. Þar til henni var bent á að þetta kom málinu ekki við. Bendi þér líka á þessar ályktanir sem hún dregur eftir orð Valtýs. Þ.e. að þetta sé eins og svörtustu Afríku! Og gefur í skyn að Jóhanna sé að stjórna Dómsstólum. Þetta er náttúrulega bull og þingmaður á að skammast sín fyrir þetta. Og þegar haft er eftir Valtý að "Jóhanna hafi ærst af fögnuði" þegar úrrásarvíkingar voru teknir til rannsóknar. Þá bið ég um dæmi og sýnir að Vigdís getur ekki tekið orð þessa manns það marktæk að rjúka með þau í fjölmiðla. Hún er jú Alþingismaður.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2011 kl. 20:01
þessi þingmaður virkar sem hálfgerður bjáni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2011 kl. 20:03
Vigdís Hauks einn að okkar FÁU þingmönnum við viti á Alþingi í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2011 kl. 20:07
Jú, Magnús Helgi, Valtýr nefndi víst dæmi.
Hrafn, þú ert hér enn í þinni stjórnarþægð.
Svo ætti Magnús að hugleiða þessar greinar í X. kafla almennra hegningarlaga (ég tek aðeins það með, sem hann þarf sérstaklega að ígrunda ... og hugsa um leið til harla vafasamra tiltækja sumra stjórnmálamanna):
"86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
91. gr. Hver sem [...] skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem [...] kemur undan skjali [...], sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi."
Magnús getur spurt Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, hvað þessi X. kafli hegningarlaganna kallast.
Jón Valur Jensson, 19.3.2011 kl. 20:20
PS. Svo segir maður:
Ég legg til, að Vigdísi Hauksdóttur verði gert ...
ekki: ... Vigdís Hauksdóttir ...
Jón Valur Jensson, 19.3.2011 kl. 20:23
Góðan daginn! ég hlýt að verja Vigdísi Hauksdóttur í hvívetna, þar sem að hún er að mínu viti sú eða sá þingmaður sem virkilega lætur menn hafa það óþvegið, og rétt er hjá Jóni V að ekki minntist síðuhöfundur á að óhæfi Valtýs í málinu!!
Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 20:40
Komið þið sælir; hér,, á Kópavogs búans síðu !
Magnús nafni - Hrafn - Kristinn J. og Ómar Bjarki !
Vitaskuld; mættuð þið þakka fyrir, að hafa, þó ekki væri, nema snefil þeirra mannkosta, sem Vigdís Hauksdóttir (Gíslasonar, Jónssonar), frá Stóru- Reykjum í Hraungerðishreppi (einum; nágranna Hreppa minna), hefir til að bera.
Vigdís er ódeig; að standa fyrir sinn Skjöld, í málafylgju allri - annað; en sagt verður, um ykkur krata luðrurnar, þegar á Hólminn er komið.
Þið eruð; ekki meiri menn en svo, að fylgja leiðsögn Elli ærrar kerlingar, sem fátt hefir til okkar samfélags lagt, nema til bölvunar einnar, ágætu drengir.
Skoðið nú ögn; hvor meira hefir til brunns að bera, hin stórláta sonar dóttir Gísla Hreppstjóra, að Stóru- Reykjum - eða kerlingar skarn það, sem ráfast, fyrir flokks nefnu ykkar, piltar.
Með beztu kveðjum; öngvu að síður - úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 20:46
Hlýt að klára það sem ég ætlaði að segja (var freklega truflaður af gestum og ýtti þá óvart á send takkan, en svo ég klári:
"og rétt er hjá Jóni V að ekki minntist síðuhöfundur á að óhæfi Valtýs í málinu, eðli málsins samkvæmt, hvarf á braut, og gerði það að verkum að hann til lengdar gat ekki þagað yfir málinu og sagi sitt álit á gerðum ráðherra,"
Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 21:49
Ekki er verra að Vigdís er falleg í ræðustól Alþingis!
Aðalsteinn Agnarsson, 19.3.2011 kl. 22:05
Óskar, snýst ekkert um að ,,fylgja hinum eða þessum þingmanninum."
Snýst um að orðræða þingmanna verður að vera í þokkalegu lagi þekkingarlega og vera haldinn sæmilegu raunsæi og meika lágmarks sens. það er alveg átakanlegur skortur á því þrennu hjá nefndum þinganni. Hann er þinginu til stórskammar. Og skil eg tæplega hvað sunnlendingum gekk til með þessari sendingu inná háttvirt alþingi. En það eru svo sem ekki allar fagrar sendingarnar frá þeim sunnlendingum inná áðurnefnt þing. það er eins og það sé eitthvað sérstakt markmið hjá þeim að toppa sig í ruglsendingunum.
Ok. svo þetta landráða-fetish hjá fuglum allrahanda, þá er þetta nú komið útfyrir öll velsæmismörk, þó það þyki hipp og kúl hjá apaköttunum sem hafast við á Útvarpi Sögu.
En ef menn hafa svo gaman af að bera slíkt orð á tungugóma þá - jú jú þá get eg alveg verið landráðamaður. Alveg eins og hvað annað.
Ef landráð eru td. að fylgja þokkalegu raunsæi pólitískt og hafa skynsemi að leiðarljósi til að hagur lands og þjóðar geti verið sem best tryggður á komandi árum og í framtíðinni etc.. - þá er eg einn landráðamaður. Nó probleimó.
Ómar Bjarki Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 22:21
Komið þið sælir; að nýju !
Ómar Bjarki !
Svo vel; þekki ég til Stóru- Reykjafólks, að það er ekki vant því, að láta frá sér fara, neinn orðhengilshátt, í allri orðræðu, svo fram komi.
Vigdís er; að öllum líkindum, of hreinskiptin og einörð, fyrir þessa sam kundu, sem Alþingi nefnist, og geldur þess, vafalaust.
Tek fram; að ég hefi ekki stutt flokk hennar, fremur en þá hina þrjá, sem ráðandi hafa verið, áratugunum saman, heldur; studdi ég þá Guðjón Arn ar, og sjóhunda- og þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, svo;, einnig fram komi.
Þann 9. Apríl; mun ráðast, hversu fara mun, um framtíð og heill Íslend inga, Ómar Bjarki, og enn hefir þú kost á, að turna þinni skoðun, til okkar hinna, sem ekki viljum spila djarft, með fjöregg barna okkar - barnabarna, sem annarra afkomenda, ágæti drengur.
Það er; heilmikil list, að kunna að horfa til áratuga - sem alda, eins og Kínverjar, bræður mínir hafa gert, með þeim hætti, sem kunnur er.
Ekki; að falla í skammtíma hyggju Vesturlandabúans, Ómar Bjarki, sem reynst hefir afleitlega, sem við þekkjum svo glöggt.
Þess vegna; og með tilliti, til ALLRA kringumstæðna, í nútíð - sem og framtíð, verðum við, að hafna offorsi Breta og Hollendinga, á okkar hendur, Ómar Bjarki.
Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 22:41
Eg skal ekkert leggja mat á Stóru-Reykjarætt út af fyrir sig en hitt er augljóst að umræddur þingmaður er eigi hæfur til setu á því því há þingi.
Með þessar kosningar tilvonandi þá snúa þær að því að forsetakjáni nokkur sem desperat var vegna óvinsælda, datt í hug að poppa upp lúkkið með því að höfða til þjóðrembingsdrullu sem ríkjandi er hjá sumum íslenskum og í því skyni sendi hann atriði er snúa að alþjóðlegum skuldbindingum landsins í þjóðaratkvæði. Alveg útúr kú.
Og umræddar alþjóðlegar skuldbindingar varða það að ríki ábyrgjast það að innstæðueigendur fá bætur ef á reynir og hefur það verið við líði í áratugi og óumdeilt fyrirkomulag. Og jafnframt snýr það að því að Jafnræðis skuli gætt í hvívetna millum manna.
Ennfremur er þetta atriði pínötts í samhengi við skaðakostnað þann er hlaust af rústalagningu þeirra sjalla á landinu. þetta er bara algjört nó case. En sjallarnir hafa notað þetta sem rauða dulu framan í
þjóðremuheilkenni íslands og þannig beint augum innbyggjara frá afglapa og óreiðuhætti sjalla sjálfra - og þetta svínvirkar svona alveg hreint! Íslendingar kolfalla fyrir vitleysisgangi sjalla. Sem svo skellihlæja að kjánaskap ykkar. Skellihlæja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2011 kl. 23:06
Það er drephlægilegt, að útnesjamaðurinn Ómar Bjarki með ESB- og Icesave-öfgaskoðanir sínar skuli telja sig færan um að leggja dóm á Vigdísi frænku mína og forsetann sjálfan með stráklegum hætti. Honum væri nær að draga fisk í soðið hvern virkan dag, þegar til þess viðrar, og flagga íslenzka fánanum um helgar.
Vigdís ber enga sök á þátttöku Framsóknar í fyrri stjórnum. Voru þær þó margfalt skárri en þessi amlóðastjórn sem nú er við völd og sífellt biður stjórnarandstöðuna að hjálpa sér um rétta stefnu ... fyrir utan þær einu ær og kýr, sem allt gengur út á í stjórnarbúskapnum, en þar er átt við ESB og evru. Sjá um það í 1. viðauka við þessa færslu mína.
Jón Valur Jensson, 19.3.2011 kl. 23:26
Og ennfremur er allt, nákvæmlega allt, sem menn og kvinnur hafa verið að babúa um varðandi ,,ábyrgðarleysi ríkis á innstæðum" bara það. Babú.
Sem dæmi orð norska Hyttenes um að ríkið þyrfit ekki að koma að norska sjóðnum - að það er ósköp eðlilegt. Nojarar hafa etv. sterkasta slíkt fyrirkomulag í víðri veröld þar sem trygging er tugi milljóna og allt vaðandi í slíkum sjóðum. þeir safna endalaust í sjóði. Safna korni í hlöður.
Hann var bara að meina að ríkið mundi ekki þurfa að koma beint að þessu þannig séð. Svo sterkt væri kerfið. En etv. óbeint.
Enda gera nojarar sér alveg grein fyrir að kerfið muni þurfa að taka lán ef í harðbakkann slær eins og þeir steita á heimasíðu sinni:
,,The Norwegian Banks' Guarantee Fund does not have sufficient personnel resources to handle crisis situations unaided. Accordingly, binding agreements have been concluded with Finance Norway (the Norwegian Financial Services Association and the Norwegian Savings Bank Association), under which access to additional resources can be provided should a crisis arise."
Þetta ,,Finance Norway" er samtök allskyns banka, sjóða og trygginga, líf og slysatrygginga og ég veit ekki hvað og hvað, í noregi og óhugnalega sterkt apparat augljóslega og ríkið mundi aldrei láta það verða fjár vant. Enda apparatið sennilega ígildi ríkisins uppá norska mátann.
Fólk verður að fara að átta sig á því að framsjallar rústuðu landinu hérna á allan hátt.
Að það er alveg vandræðalegt að sjá ísl. suma halda því fram að innstæðutryggingar snúist aðeins um að koma upp útveggjum að sjóði. þeta er kerfi. Halló. Scheme. Kerfi sem samkv.evrópulögum ríki eru skuldbundin til að sjá svo um að uppfylli markmiðin. Greiða bætur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.3.2011 kl. 00:00
Stæði Jóhanna við frjálsar handfæraveiðar, færu Ómar Bjarki ofl. á skak og
leystu byggðavanda, fátæktarvanda, fjárhagsvanda og atvinnuvanda Íslendinga, engar lántökur, málið leyst og allir sáttir.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.3.2011 kl. 01:01
Komið þið sælir; sem fyrr !
Ómar Bjarki !
Fremur; forherðist þú, í þínum aumkunarverða einleik.
Ég gaf þér heilræði; og hugði þig mögulega ígrunda, það.
En; viljir þú ekki; víkka þinn sjóndeildarhring - og skoða betur; hjá hverjum hin raunverulega ábyrgð liggur, er það þinn vandi, ekki okkar, sem sjáum við vélum Stjórnarráðs og Alþingis; annarrs vegar - og hins vegar, Evrópusambandsins.
En; kannski skipta orðræður okkar öngvu máli, sé Þriðja Heimstyrjöldin jafnvel, í farvatninu, ágæti drengur.
Það eru nefnilega ekki; allir dagar í böggli - eins; og gamla fólkið kvað, forðum, Ómar Bjarki.
Með; þeim sömu kveðjum samt, sem fyrr /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 01:34
Já, Ómar Bjarki er orðstór að vanda, segir:
"þessi þingmaður virkar sem hálfgerður bjáni."
Þessi athugasemd hans segir meira en mörg orð!
Framsókn á engan sérstakan sess í sögunni ef tekið er tillit til ástand þess sem þjóð okkar er komin í, þeir eru sekari en margir, en það kemur núverandi þingmönnum ekkert við, allra síst Vigdísi Hauksdóttir eða aðrir þingmenn flokks hennar í dag.
Jón Valur er greinilega í essinu sínu í kvöld þegar hann svo skemmtilega tekur til orða, og ég "kvóta"
"Honum (Ómari Bjarka) væri nær að draga fisk í soðið hvern virkan dag, þegar til þess viðrar, og flagga íslenzka fánanum um helgar"
Vel sagt og sýnir orðsnilld Jóns þegar hann er í ham.
Guðmundur Júlíusson, 20.3.2011 kl. 01:50
VIÐ ÞURFUM FLEIRRI SVONA JAXLA EINSOG VIGDÍSI HAUKSDÓTTUR Á ALÞING.
Númi (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.