Leita í fréttum mbl.is

Innlegg í umræðuna

Var að lesa þennan pistil Áhættuhegðun og Icesave eftir Oddnýju G. Harðardóttur formann fjárlagnefndar þar sem hún segir einmitt það sem fólk hætti að hafa í huga:

Með dómstólaleið tækjum við mikla áhættu.  Gleymum ekki að það var einmitt áhættusækni hluta þjóðarinnar sem kom okkur í þau vandræði sem við glímum nú við. 

Og hér kemur góður kafli úr þessari grein frá konu sem hefur ólíkt Íslendingum fengið allar upplýsingar um þetta mál. 
Forsenda þess að íslenskir bankar fengju að starfa innan Evrópu var að hér á landi væri lögbundinn tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta sem tryggði innstæður einstaklinga að lágmarki um 20.887 evrur. Við fall Landsbankans hf. greiddu Bretar og Hollendingar innstæður til einstaklinga að fullu og gerðu þá kröfu á tryggingasjóðinn íslenska að hann greiddi lágmarkstrygginguna til baka, eða um 660 milljarða. Íslensk stjórnvöld höfðu staðfest fyrir og eftir hrun að þau mundu standa að baki sjóðnum svo hann gæti mætt skuldbindingum sínum. Eignir Landsbankans ganga upp í höfuðstólinn og samningar um greiðslur vaxta og eftirstöðva ef einhverjar verða liggja fyrir og bíða samþykkis íslensku þjóðarinnar.

Með samningunum vitum við hvar við stöndum. Á borðinu liggur endurgreiðslu- og skaðleysissamningar um lágmarksinnstæður sem eru tryggðar samkvæmt lögum. Bretar og Hollendingar taka á sig annan skaða vegna Icesave reikninganna. Kjörin eru góð, 3,2% vextir til 2016. CIRR vextir eftir það og efnahagslegir fyrirvarar taka gildi ef einhverjar eftirstöðvar verða. Á því eru litlar líkur því varlega áætlað verða heimtur úr búi Landsbankans yfir 90%. Annað hvort samþykkjum við samningana eða bíðum þess að eftirlitsstofnun EFTA fari í mál við íslenska ríkið fyrir brot á EES samningnum.

Leggjum þar með deiluna um Icesave að baki. Þá munu skapast aðstæður sem styðja við það að gjaldeyrishöftum verði aflétt og við náum einnig sáttum við aðrar þjóðir og aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum. Þetta eru mikilvægar forsendur þess að við getum komið okkur upp úr lægðinni og unnið á atvinnuleysi.

mbl.is Fjörugar umræður um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband