Föstudagur, 1. apríl 2011
Alveg mögnuð grein um Icesave
Vildi benda á þessa grein eftir Þorberg Stein Loftsson sem heitir Ætla Íslendingar að verða drullusokkar". Þar segir hann m.a.
Í allri ICESAVE umræðunni virðist algerlega hafa gleymst að Íslendingar áttu líka innistæður í Landsbankanum (LB) við hlið Breta og Hollendinga.
Við gjaldþrot LB haustið 2008 voru innistæður í útibúum hans hér á landi samtals um 470 milljarðar og um 1319 milljarðar íslenskra króna á ICESAVE reikningum í erlendum útibúum eða samtals um 1789 milljarðar. Við gjaldþrotið voru allar þessar innistæður færðar framfyrir almennar kröfur í bönkunum með neyðarlögunum sem breyttu leikreglum eftirá með lagasetningu alþingis að næturlagi.Nýjustu áætlanir segja að miðað við núvirði vanti um 370 milljarða til að þrotabú LB eigi fyrir öllum innistæðum, þó almennir kröfuhafar fái ekki krónu. Það vantar því um 20% uppá að þrotabúið eigi fyrir öllum forgangskröfum. Því töpuðu innistæðueigendur á Íslendi í raun um 94 milljörðum (470*0,2=94) af innistæðum sínum við fall LB þrátt fyrir breytta forgangsröðun.
Þ.e. Hvernig stendur á því að það vantar ekki 92 milljarða af innistæðum Íslensdinga?
Þorbergur heldur síðan áfram:
Allir vita að innlendar innistæður í LB töpuðust ekki, þrátt fyrir hrunið. Hvaðan komu þá þessir 94 milljarðar? Fjölmargir hafa haldið því fram að íslenska ríkið hafi lagt fram fjármuni til að tryggja innlendar innistæður. Það er þó fjarri öllu sanni því ekki ein einasta króna hefur runnið úr ríkissjóði vegna innistæðutrygginga. Almennir kröfuhafar greiddu innistæður Íslendinga í Kaupþingi og Glitni. Varðandi LB dugðu ekki eignir heildareignir bankans fyrir öllum innistæðum, þó almennir kröfuhafar fái ekki krónu. Restin til að tryggja innlendu innistæðurnar var tekin úr þrotabúinu, því þegar nýi Landsbankinn (NBI) var stofnaður voru öll innlend innlán, 470 milljarðar, tekin úr þrotabúinu og færð yfir í nýja Landsbankann (NBI) en nákvæmlega jafnmikið var síðan tekið af eignum (útlánum) yfir í nýja bankann. Ríkissjóður lagði síðan eingöngu til fjármagn sem nam nauðsynlegu eigin fé bankans (um 20% eða 112 milljarða) og á bankann að fullu. Þetta fé sem ríkið lagði fram, var því ekki tapað fé heldur eign sem hefur væntanlega ávaxtað sig vel, miðað við hagnað íslenskra banka.
Vegna þess að innistæðueigendur í LB hér á landi fengu allar sínar innistæður, án þess að ríkið legði fram eina krónu var 94 milljörðum minna eftir í þrotabúi LB. Það eina sem breskir og hollenskir innistæðueigendur fá upp í forgangskröfur sínar er það sem Íslendingar skildu eftir í þrotabúinu eftir að hafa greitt sér innistæðurnar að fullu. Því er það alveg ljóst að milljarðarnir 94 sem þurfti til að tryggja innistæður í LB hér á landi, umfram það sem hægt var að taka af almennum kröfuhöfum, koma allir frá ICESAVE reikningseigendum, þ.e.a.s þeir fá þessu minna upp í sínar innistæður.
Áætlaðar skuldbindingar Íslendinga vegna nýjasta ICESAVE samkomulagsins eru metnar núvirt á um 40 til 60 milljarða eða jafnvel lægri upphæð. ICESAVE skuldin dugar því aðeins fyrir um helmingi af þeirri upphæð sem tekin var úr þrotabúinu til að tryggja innistæður Íslendinga. Bretar og Hollendingar fá því ekki krónu af ICESAVE greiðslunum, og þurfa auk þess að borga um helming af þeim 94 milljörðum sem Íslendingar tóku úr þrotabúinu! Ótrúlega hljótt er um þessa mikilvægu forsendu í allri umræðunni.
Þorbergur lýkur svo greininni með:
Auðvita er hægt að fara með ICESAVE málið fyrir íslenska dómstóla og láta á það reyna með málarekstri í nokkur ár að neyðarlögin heimili Íslendingum að láta breska og hollenska innistæðueigendur sitja uppi með allt sitt tap og láta þá jafnframt borga allt tap innlendra innistæðueigenda í Landsbankanum en ekki bara helming okkar taps eins og þeir hafa boðist til. Myndu einhverjir virkilega gleðjast yfir slíkum sigri?. Að halda því fram að nýjasti ICESAVE samningurinn sé ósanngjarn gagnvart Íslendingum eru öfugmæli og þeir sem halda því fram leggjast ansi lágt til að reyna að spila á þjóðrembu óupplýstra kjósenda.
Margir Íslendingar berja sér á brjóst og segjast ekki ætla að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum. Spurninginn 9. apríl er hinsvegar ekkert um það heldur eingöngu hvort íslenskir eða erlendir skattgreiðendur borgi innistæður Íslendinga í Landsbankanum . Ef meirihluti þjóðarinna segir nei er það yfirlýsing um að við séum drullusokkar. Þá verður erfitt að vera stoltur af því að vera hluti af þessari þjóð.
Úrskurðir styrkja forsendur Icesave-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ef kröfuröðinni hefði ekki verið breytt hefðu Bretar og Hollendingar aldrei fengið meira en 20.888 Evrur pr. reikning. Setning neyðarlaganna tryggir þeim 600 milljarða umfram það miðað við endurheimtuspá skilanefndarinnar.
Mikið ofboðslega voru Íslendingar vondir að gera þetta. Við hefðum auðvitað frekar átt að leyfa Deutsche bank og bandarískum vogunarsjóðum að hirða mismuninn. Það hefði miklu frekar samræmst sjónarmiðum Evrópusambandsins um neytendavernd, eða hvað?
Hlýtur að vera því sömu tilskipanir eru í gildi hér á landi um neytendavernd. Samt er verið að rukka mig um miklu hærri vexti af bílaláninum mínu en ég samdi um þegar skrifað var undir samninginn. Á endanum verð ég búinn að borga jafnvirði sportbíls fyrir venjulegan skutbíl.
Grunar sterklega að IceSave yrði svipað... Alveg eins og japanir segja að plútóníum geti valdið krabbameini en aðeins ef maður kyngir því. Þá held ég að IceSave geti sprungið í andlitið á okkur, en aðeins ef við kyngjum því.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 20:28
Jú Magnús ! greinin er góð að því marki að Þorbergur kann að halda á "penna".
En svo fellur hún um sjálfa sig á því sem oft einkennir slíkar greinar og fullyrðingar, og það er að forsendurnar eru rangar.
Strax í upphafi notar hann "'Íslendingar" þó svo hann seinna breyti yfir í innistæður á Íslandi, þetta er búið að vera mikið notað til slá ryki í augu fólks varðandi hina svokölluðu mismunun milli Íslendinga og/eða Breta/Hollendinga annarsvegar, meðan sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða innistæður (óháðar þjóðerni innistæðueiganda) á Íslandi annarsvegar og B/H hinsvegar.
Það hefur ekki verið birt hvernig þessar innistæður skiftust svo milli þjóðernis, en ekkert í vegi fyrir því að Breti hafi haft innistæðu á Íslandi alveg eins og Íslendingur hafi átt tilsvarandi í Bretlandi, skiftir enda ekki máli þar sem mismununin sem um ræðir, er svæðisbundin en ekki þjóðernisbundin, þetta er og verður kjarninn í væntanlegu dómsmáli.
það mun svo aftur verða byggt á réttmæti neyðarlaganna, gagnvart mismunun á tryggingu innistæðna milli svæða, ESA er þegar búið að staðfesta lögmæti neyðarlaganna gagnvart kröfuhöfum sbr. HÉR en eru með fyrirvara um "álitamálið" um innistæðureikningana.
Þorbergur snýr upp á sannleikann aftur, þegar hann heldur fram að innistæðueigendur hjá LB í Bretlandi og Hollandi (hann kallar þá Breska og Hollenska svona til að dramtísera þetta aðeins) hafi ekki fengið neitt vegna mismunarins sem neyðarlögin lögðu milli svæðanna, RANGT !
Innistæðueigendur í þessum löndum eru búnir að fá sitt, Bresk og Hollensk yfirvöld stuðluðu að því og eru því núna orðnir "kröfuhafar" vegna þess, vísa þar með aftur á "linkinn" hér ofar.
Þar með er "drullusokka" stimpill Þorbergs fallinn um sjálfann sig, enda snýst þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl ekki um að afla sér vinsælda hjá Breskum né Hollenskum yfirvöldum (mikið bendir til að fólkið í þessum löndum sé að meirihluta á bandi Íslendinga) heldur afkomu komandi kynslóða á Íslandi, réttlátri og löglegri meðhöndlun deilunnar, sem aftur fæst aðeins með því að segja NEI 9 apríl.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 2.4.2011 kl. 13:13
Kristján þetta er misskilningur hjá þér. Ég segi að þeir sem áttu innistæður í B+H fái ekkert umfram það sem breytt forgangsröðun tryggði þeim þó við samþykkjum ICESAVE uppá 40 milljarða því við erum búnir að taka af þeiim 94 umfram það sem breytt forgangsröðun gaf okkur.
Ef það er í lagi að mismuna með lögum eftir staðsetningu hefgðum við þá ekki bara átt að taka almennar kröfur hérlendis framyfir erlanda (Seðlabankann og lífeyrissjóðina framyfir Deutche bank). Er eitthvað réttlátara að mismuna milli staðsetningu útibúa innistæðueigenda frekar en almennra kröfuhafa.
Þorbergur Steinn Leifsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 21:41
Nei Þorbergur ég misskil ekki neitt, bara les það sem er skrifað og er þar með grundvöllur þinn fyrir "drullusokks" stimpli þeirra sem hafa tekið afstöðu gegn og munu greiða atkvæði gegn Icesave III.
Ég hef t.d. ekkert verið að draga í efa útreikninga þína heldur, þeir mega og geta verið réttir eða rangir, skiftir engu máli í þessu samhengi, það sem ég er að gera athugasemd við er hvernig þú notar rangar forsendur til að gefa útreikningum þínum meira vægi og ástæðu til að kalla andstæðinga samningsins "drullusokka" reyndar "alla" þjóðina ef því er að skifta ?? í "Alvöru Þorbergur" ??
En nóg um það hendi hér inn 4 málsgreinum úr grein þinni, sem að mínu mati innihalda nefndar rangfærslur, merki með rauðu það sem ég tel rangt, bláu þar sem ég fann eitt orð sem hefði átt að standa víðar, og feitletrað svart sem mér finnst það ópassandi og virðingalaust ásamt "drullusokks" stimplinum, að manni rennir í grun að sé þarna einungis til leiða huga lesanda frá rangfærslunum:
Kristján Hilmarsson, 3.4.2011 kl. 12:42
Forsendur mannsins eru kolrangar og vitlausar og nenni ekki að skilja útreikninga hans í samhengi við kúgunarsamnig. Maður með æru og fullu viti semur ekki um ólöglega kröfu. ALDREI. Hann getur líka ekkert vitað hver endalok málsins verða. Og hann getur verið DRULLUSOKKUR sjálfur. Við hin segjum NEI VIÐ GLÆP, NEI VIÐ KÚGUN.
Elle_, 3.4.2011 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.