Leita í fréttum mbl.is

Alveg makalaus málflutningur þessa hóps.

Held reyndar að þarna fari 10 til 20 leikmenn sem þykjast vita allt betur en nær allir sérfræðingar og samtök hér á landi.

Ef fólk les þessa fréttatilkynningu þeirra þá er þar all margar fullyrðingar sem standast ekki skoðun. Svona eins og að innistæðutryggingarsjóðir Breta og Hollendinga eigi í krafti þess að Icesave var á þeirra svæði að borga lágmarks innistæður. Þetta er náttúrulega útí hött. Icesave var Íslenskur banki. Hann starfaði á leyfum frá FME. Það voru engar innistæður borgaðar út fyrr en að Ísland hafði gefið út yfirlýsingar um að það myndi standa við skuldbindingar sínar.  En þessi yfirlýsing Kjósum er auðsjáanlega skrifuð af Lofti Þorsteinssyni því hann hefur haldið þessu fram. Heldur Loftur og fólk í Kjósum virkilega að þetta hafi ekki verið skoðað? Þetta er svo mikið bull að við höfum engan sérfræðing í þessum málum halda þessu fram.  

Og eins þá vill ég leyfa mér að benda á að málflutningur "NEI" sinna er farin að verða þannig að það virðist vera núna kominn í þann gír að allt sé leyfilegt í baráttunni og lygi og afbökun sannleikans sé réttlætanleg til að hræða fólk til að segja "NEI"þ

Ég hinsvegar bendi fólki á að nær öll samtök landsins, nær allir sérfræðingar og þeir sem virkilega hafa þekkingu á þessu máli hvetja okkur til að samþykkja þennan samning sem fólk þarf að átta sig á að er ábyrgð á að Tryggingarsjoður borgi innistæðutrygginar eins og honum ber skv. tilskipun.  


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbjóðslegasti verknaður hrunsins var framinn af stjórnvöldum þegar þau settu á neyðarlög fyrir 2% þjóðarinnar á kostnað hinna 98% sem áttu ekki innistæður umfram tryggingar. Í raun var landið gert gjalþrota með þessum ólögum.

2% elítan fékk allt sitt greitt í topp og pöpullinn borgar fyrir það næstu 40 árin. Borgar hærri skatta, borgar stökkbreyttar skuldir. Borgar meira fyrir mikið skerta opinbera þjónustu. Borgar meira fyrir annars flokks heilsugæslu. Borgar meira fyrir annars flokks skóla og borgar meira fyrir stórlega skert tryggingakerfi. Borgar meira fyrir ónýtan lífeyri. Næstu 40 árin, borga meira fyrir minna. Í 40 ár eða svo fyrir 2% elítuna.

Og nú skal pöpullinn greiða viðbjóðinn erlendis líka á meðan 2% elítan hlær alla leið í bankann. Sömu ólög gerðu Hollendinga og Breta brjálaða því eins og eðlilegt er vilja þeir fá sömu fyrirgreiðslu.

Að samþykkja Icesave er að borga fyrir viðbjóð 2% elítunnar. Samþykkja skerðinguna næstu 40 árin eða svo. Það er að samþykkja neyðarlegasta viðbjóðin í hruninu og er þó af nógu að taka.

Að samþykkja Icesave er viðbjóðslegur verknaður og aðeins neyðarlögin frá haustinu 2008 eru viðbjóðslegri. Hafnið Icesave og hafnið viðbjóði 2% elítunnar.

sr (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 16:32

2 identicon

Sæll nafni,

Fullyrðingar þínar um að nær allir sérfræðingar og samtök landsins standi að baki "JÁ" hópsins á sér engar stoðir. Þarna ert þú að gera nákvæmlega það sama og undirritðair í tilkynningu sinni.

Í öðru lagi væri ekki þetta fjaðrafok í gangi ef öruggt væri að Tryggingasjóður ætti að borga innistæður í Bretlandi og Hollandi. Mönnum greinir á um þetta og því varasamt að fullyrða um þetta.

Annars ákváðu Bretar og Hollendingar að borga sínum þegnum innistæður, ekki íslensk stjórnvöld! Það hefur aldrei verið undirritað eða staðfest með lagalegum hætti að Íslendingar eigi að greiða þessar innistæður.

bkv. Maggi

Magnús Júlíusson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Málflutningur okkar er ekki verri en þinn Magnús því segi ég með stolti NEI við IcesaveIII.

Sigurður Haraldsson, 2.4.2011 kl. 16:42

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg veit hvað oft Loftur hefur verið að hringla með þetta - líklega til að rugl fólk í ríminu því eg stórefa að hann trúi þessu sjálfur.

þetta er mjög einfalt.  Ísand bara og ber ábyrgð á lágmarkinu. 20.000 evrum sem þá var.  Ekkert mjög flókið neitt.  Síðan var top up trygging það sem fyrir ofan það var upp að ákv. marki o.s.frv.  Alveg óskilt lágmarkinu sem Ísland bara ábyrgð á.

Eg sé þó að hann hefur tekið sönsum arðandi það, að hann er búinn að átta sig á því að breska ríkið borgaði það sem var umfram top up trygginguna.  (Og sennilega hefur breska ríkið borgað það sem bretar lánuðu íslandi, þ.e. lágmarkið.  Man það ekki alveg í augnablkinu.

Svo er það líka rangt hjá honum að enginn í Hollandi hafi átt yfir 100.000 evrur.  Voru nefnilega nokkrir.  þó upphæðin sé ekkert svo mikil.  Einhverjir milljarðar minnir mig.   þeir eru enn að vinna í sínum málum.

Heilt yfir er þetta út í hött málflutningur.  Þetta er vo vitlaust að manni fallast nánast hendur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 17:18

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér má lesta greinina sem að Kjósum er að gera athugasemd við. Sé bara ekkert að henni

http://asi.is/Portaldata/1/Resources/frettaefni/FB_0311_Nokkrar_lykilspurningar_og_svoer.pdf

 og hér er greinagerð frá hagdeild ASÍ. Því ólíkt málflutningi "Nei"sinna þá byggir ASÍ á faglegri úttekt.

http://asi.is/Portaldata/1/Resources/frettaefni/FB_0311_Greinager__hagdeildar_AS__um_Icesave.pdf

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2011 kl. 17:42

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ómar Bjarki þú segir Ísland bara og ber ábyrgð á lágmarkinu 20,000 evrum...

Innistæðutryggingasjóður segi ég að beri ábyrgð en ekki Ísland vegna þess að það var ekki ríkisábyrgð...

Staðreyndir eiga að tala í þessu máli og ekkert annað en blákaldar staðreyndir, og þær eru þær að það var ekki og er ekki Ríkisábyrgð á þessu...

Þetta voru áhættureikningar og það var vitað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.4.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland bar og ber ábyrgð á því að tryggingarkerfi þess sinni hlutverki sínu.  Greiði bætur ef á reynir.  það er þannig sem þetta virkar.  Ríkin leiða í lög þau réttindi til handa einstaklingum að þeir skuli fá lágmarksbætur. þ.a.l. ef tryggingarkerfið sinnir ekki hlutverki sínu þá leiðir sá brestur beint til ríksins!  Þráðbeint.  Rakleiðis og lóðbeint alveg hreint.

það er svona sem þetta virkar.  Trúið mér.  Það hefur enginn rannsakað þetta eins vel og ég. 

það að sgja eða bera fyrir sig þá lagatækni, að ríkið hafi aðeins átt að koma upp útveggjum að nánast tómum sjóði - það jafngildir því að segja, að  ríkið hafi alltaf ætlað að svíkja skuldbindingar sínar.  Hafi aldrei ætlað að tryggja einstaklingum umrædd réttindi.  Og hafi sent bankana sína til annara landa undir þeim svikaformerkjum!

Hvernig heldur fólk að svona málflutningi verði tekið?  Svona drullusokkamálflutningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 17:57

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki nóg að mótmæla, Magnús Helgi, en hafa engin rök. Það er margt, sem stjórnvöld hér hafa þagað um lengi vel, jafnvel reynt að dylja, og enn á síðustu vikum hafa verið að koma fram upplýsingar sem nýjar eru í hugum flestra og leiðrétta ranghugmyndir.

Það ert ekki þú, Magnús, sem hefur rannsakað þessa hluti, m.a. með bréfasambandi við FSCS (brezka tryggingasjóðinn), DNB (hollenzka seðlabankann, sem jafnframt starfar sem tryggingasjóður þess lands), FSA (brezka fjármálaeftirlitið) o.fl. viðkomandi aðila og sérfræðinga erlendis. En slíkar upplýsingar búa að baki því plaggi frá Samstöðu, sem hér er um að ræða.

Þú reynir að standa þig í aðhrópan, en saman sagan verður ekki sögð um þá 10 liða yfirlýsingu, sem hér er um að ræða frá Samstöðu. Eftirfarandi liðir þar hafa beina þyðingu fyrir það, sem þú hefur verið að ræða hér:

2. Trygginga-vernd hjá eigendum Icesave-reikninganna var tvöföld, því að auk

tryggingar hjá TIF voru þeir með fulla tryggingu hjá FSCS og DNB. Þegar þessir

sjóðir höfðu greitt þær fjárhæðir sem þeim bar, var búið að uppfylla tilskipun

Evrópusambandsins um trygginga-markið EUR 20.887. Samtrygging heimaríkis og

gistiríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins er ekki uppsöfnuð trygging, heldur

samsíða. Sá tryggingasjóður sem leysir til sín kröfur innistæðu-eigenda á einn kröfu

á endurgreiðslu úr þrotabúi Landsbankans. TIF á engar kröfur á þrotabúið því að

hann hefur ekki ennþá keypt neinar bótakröfur.

3. Sú regla að erlendir bankar í Bretlandi og Hollandi séu með tvöfalda tryggingu fyrir

það lágmark sem gildir í heimalandinu er eðlilega ekki sérsniðin fyrir Icesave-

reikninga Landsbankans. Þetta er algild regla, öllum aðgengileg á Netinu og

vonandi flestum auðskilin. Í handbók FSA (Fjármálaeftirlit [Bretlands, Financial Surveillance Authotity]) segir:

„FEES6.1.17: Erlendir bankar frá EES-ríkjum sem veittur er réttur til aukatrygginga í

samræmi við COMP14 eru fjármála-fyrirtæki sem koma frá heimaríki þar sem

trygginga-kerfið veitir enga eða takmarkaða bóta-vernd, ef til þess kemur að þau

lenda í greiðsluþroti. Í samræmi við FEES6.6 ber FSCS (tryggingasjóður Bretlands)

að meta hvort þessir EES-bankar eigi að fá afslátt af því trygginga-iðgjaldi sem þeir

ættu annars að greiða og þannig að fá metna trygginga-verndina sem þeir njóta í

heima-ríkinu. Allur afsláttur sem þannig er veittur af fullu iðgjaldi, er gjaldfærður á

aðra banka í sama fyrirtækjaflokki og erlendi EES-bankinn.“

PS.

Nei, við trúum þér ekki, Ómar Bjarki, þú talar sífelldlega gegn þjóðarhagsmunum, hæðist jafnvel að þjóðinni í sumum skrifum þínum, og eins og Magnús Helgi mæltir þú ákaft með Icesave-I (Svavarssamningnum hrikalega) og Icesave-II, sem þjóðin hafnaði. Jafnvel á Eyjunni eru flestir þumal-einkunnagjafar farnir að þumla þig langt niður fyrir flesta eða alla aðra álitsgjafa – þvílíkur árangur áróðursviðleitni þinnar!

Jón Valur Jensson, 2.4.2011 kl. 22:18

9 identicon

Mér finnst bestu rökin fyrir því að segja nei er sá hópur fólks sem vill endilega að við segjum já. Hinn svokallaði Áfram hópur sem og fyrrum ráðherrar og núverandi stjórn svo ekki sé talað um sjallana sem  endurspegla, fortíðina og það sem hún stóð fyrir. Fyrir mig skiptir engu máli hvernig samningurinn er, "góður" eða slæmur, sem alltaf  kemur til með að endurspegla hagsmuni einhverra. Ég tel einfaldlega að við eigum EKKI að semja um eitt eða neitt, bretar og hollendingar eiga einfaldlega að hirða þrotabúið og ef þeir telja sig eiga rétt á einhverju meira verða þeir einfaldlega að fara lögboðnar leiðir. Hvort það verður hagkvæmara fyrir okkur þegar upp er staðið  skiptir ekki máli heldur, það er einfaldlega bara rétta leiðin, og ég ætla að halda í þá trú að kerfið sé ekki orðið enn svo rotið að það dæmi ekki á réttlátan hátt.

Ég kýs því NEI

(IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:59

10 identicon

Einfalt er það

(IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:00

11 identicon

Sæll Magnús og þakka góða grein. Sagan er ólygnust. Við höfum ekki gengið frá þessum samningi í rúm tvö ár og staðan er óbreytt á Íslandi. Engin uppbygging, engin fjárfesting, sama atvinnuleysið. Viljum við hafa þetta svona áfram ? Ekki ég. Því segi ég já við icesave þó Davíð Oddson bera ábyrgð á málinu og borga fyrir hann þessar krónur eins og aðrar sem landsmenn þurfa að borga fyrir íhaldið. Við þurfum atvinnu og fjárfestingu, ekki íhaldsmenn með Ríkistryggingu eins og flestir þessir náungar eru.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 08:55

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Tryggvi, Jóhanna var kosin út á kosningaloforð, frjálsar handfæraveiðar,

búsældarlegt væri í dag hjá Íslenskum almeningi hefði hún efnt þetta fyrir

2 árum.

FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota þjóðar,

nýtum auðugustu fiskimið í heimi á sjálfbærann hátt, ekki eins og í dag,

er miðin gefa aðeins lítið brot af eðlilegum afla!

Aðalsteinn Agnarsson, 3.4.2011 kl. 11:23

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki heil brú í þessu hjá köllunum.  Nú var verð að lesa þessa speki upp í Bylgjufréttum.

Eg hef lesið alla handbók FSA og COM14.

Málið er að fyritæki geta gerst aðilar að top-up tryggingu þar sem útibúið er staðsett.  þ.e. ofan áevrópska neytendaverndarlágmarkið.

Alltaf legið fyrir.

Maður er alveg hættur að skilja hreinlega hvað sumum getur dottið í hug og hve mikið og ítrekað þeir geta snúið öllu á haus og lesið afturá bak.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband