Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir punktar um Icesave!

Síðunni hefur borist bréf frá aðila sem þekkir mjög vel til Icesave og vinnu Alþingismanna við að taka ákvörðun varðandi hvort samþykkja skildi Icesave samninginn. Auk þess að fræða mig á hversu mikið bull er í gangi varðandi Icesave þá sendi hann mér smá punkta um hvað sérfræðingar telja í raun um vægi og stöðu landsins vegna Icesave samningsins:

Hér koma þeir:

 

GAM Management: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1079&nefnd=fl

bls. 40: „Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess, enn sem komið er, að veruelg breyting hafi átt sér stað í hreyfanleika íslenskra ríkisborgara þar sem brottflutningur fólks á síðustu tveimur árum er ekki úr samhengi við það sem gerðist í fyrri niðursveiflum."

bls. 45: „Samkvæmt þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir verður ekki annað séð en að greiðslur af samkomulaginu séu tiltölulega smáar í samhengi við aðrar þjóðhagsstærðir."

bls. 53: „Niðurstaðan er því að núverandi skuldir íslenska ríkisins séu innan við skuldaþol þó komið sé að efri mörkum skuldsetningar."

 

IFS greining: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1125&nefnd=fl

bls 27: „Niðurstaða okkar er að nýi samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóða að neinu marki nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif s.s. betra lánshæfismat, og að það séu aðrir þættir sem vega þar mun þyngra í efnahagslegu tilliti."

 

Seðlabanki Íslands: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1077&nefnd=fl

bls. 11: „Erfitt er að meta kostnað við endurreisn íslensks atvinnulís sem rekja má til þess að ósamið hefur verið um Icesave-skuldbindinguna. Hinsvegar er líklegt að frekari tafir verði því kostnaðarsamari sem möguleikar Íslands til þess að sækja fjármagn á erlendan markað batna að öðru Leiti. Þegar við bætist að úrskurður EFTA-sómstólsins gæti fallið Íslandi í hóhag, þrátt fyrir þau rök sem komið hafa fram í innlendri umræðu, virðast vera sterk rök fyrir því að leysa deiluna um uppgjör vegna Icesave-reikninga Landsbankans."

 

Þess má svo geta að InDefence hópurinn seti tvö skilyrði fyrir samþykki sínu við málinu. Annað var að lögfræðihópur sem vann fyrir fjárlaganefnd (sameiginlega skipaður af allri nefndinni) kæmist að sameiginlegri niðurstöðu um helstu mál og hitt skilyrðið var að sk. Ragnars H. Hall ákvæði væri sett inn í samninginn. http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1080&nefnd=fl

 

Bæði þessi skilyrði voru uppfyllt enda hefur ekki heyrst frá InDefence hópnum að þessu sinni.

Hér er lögfræðiálitið sem í stórum dráttum var þannig að lögmennirnir voru sammála um alla þætti málsins - nema um hugsanlega niðurstöðu í dómsmáli. Þó það nú væri. Þeir telja að málið geti farið á þrjá vegu: Fulkomið tap með a.m.k. tvöfalt hærri kostnaði, sem þeir telja frekar ólíklegt, fullkomin sigur en enginn kostnaður, sem þeir segja frekar ólíklegt og að við verðum dæmd til að borga það sem við erum að semja um, sem þeir telja líklegustu niðurstöðuna. En þá á eftir að semja um vexti og greiðsluskilmála en staða þess dæmda er aldrei góð.

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1074&nefnd=fl

Hér má sjá  hvernig Rangar H Hall afgreiddi það ákvæði sem kennt hefur verið við hann (honum til mikillar armæðu) en fjárlaganefnd fól honum að koma ákvæðinu fyrir í samningunum með þeim hætti sem hann taldi best að gera. Hann vann málið með samninganefndinni og þeir skiluðu svo sameiginlegri tillögu sem farið var eftir í einu og öllu.

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1474&nefnd=fl

 

 

---------------------------------------

 

bls. 9: http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/0546.pdf

 

Eins og áður var nefnt er skuldbinding Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum samtals 595 milljarðar kr. að teknu tilliti til gengisþróunar krónunnar. Samkvæmt því ætti tryggingarsjóðurinn að endurheimta 8 milljarða kr. umfram þá höfuðstólsfjárhæð sem ríkið ábyrgist að greiða breskum og hollenskum stjórnvöldum og gengur sú fjárhæð upp í áfallna vexti. Eftirfarandi töflur sýna umræddar tölur.

 

bls. 12

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016 . . . . . . . . . . . . . . . 50 milljarðar kr.

c. Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -8 milljarðar kr. (fæst greitt umfram höfuðstól)

d. Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011 . . . . . . . . . . . . . . . -20 milljarðar kr.

e. Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 milljarðar kr.

 

 

Hér má svo sjá  nýjustu áætlun um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans - munum að skuldin verður greidd með eignum bankans sem munu standa undir öllum höfuðstólnum eins og sjám á hér að ofan. Heimtur úr búinu eru nú þegar mun meiri en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. http://lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Q4%20Financial%20Information%20-%20open%20side.pdf

Á bls. 4 eru súlurit sem sýna þróunina í heimtum þrotabúsins. Síðustu tvær súlurnar sýna stöðuna um áramót, svarta súlan (1175 mia.kr.) sýnir að heimtur eru rétt tæp 90% af stöðunni eins og hún er á uppreiknuðu gengi en sú appelsínu gula (1263 mia.kr.) sýnir að heimtur eru um 95% af höfuðstól eins og hann var festur í 22. apríl 2009 þegar málið var fest og er sú staða sem uppgjörið fer fram í.

 

Hér er svo góð síða sem nær yfir flesta þætti málsins: http://thjodaratkvaedi.is/2011/index.php


mbl.is Ríkisábyrgðir aukast um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Heimsbygðin mun líta upp til Íslendinga, segi þeir nei!

Aðalsteinn Agnarsson, 5.4.2011 kl. 09:21

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Magnús ! gott og blessað svo langt sem það þetta nær, ekkert nýtt sem "ólatir" ekki hafa lesið og heyrt áður, en vel unnið frá því sjónarmiði séð að safna saman á einn stað rökum með Icesave.

En það er einkum tvennt sem er látið "fljóta" þarna, og það fyrsta er óvissan um hugsanlega útkomu í dómsmáli, EF af slíku verður við höfnun samnings, og svo annað, gengisþróunin, sem enginn treystir sér að sjálfsögðu til segja eitt eða neitt um, svo þar með er þetta fast í sömu sporum og verið hefur.

það er einmitt vegna þessarra óvissuþátta, að Icesave III ber að hafna , þó fyrst og fremst vegna óvissunnar um lögmæti krafna B/H, svo lengi sem hvorugur samningsaðilinn veit með vissu hvort það er lagalega rétt að gera þennann samning, þá á ekki að gera hann, fyrr en skýrari upplýsingar um lögmætið liggja fyrir.

Og þar sem báðar samninganefndir hafa sagt að dómsmál geti farið á hvorn veginn sem er, er það auðvitað undirstrikun á vankunnáttu þeirra á lagalega gildinu, sama hvað allir "besservissarar" JÁ sinna og/eða NEI sinna þessvegna, halda fram.

Þriðji möguleikinn sem aldrei eða sjaldan, er talað um í karpinu um dómsmál, er nefnilega einmitt sá, er leyfilegt að gera samning af þessu tagi ?, þjóðréttarlega, gagnvart EES samningi og gagnvart lögum viðkomandi landa yfirhöfuð ?, bara þráttað um útkomuna, þessum eða hinum í hag.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 09:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er skrýtið að halda því fram að aukalega 670 milljarðar á ábyrgð ríkissjóðs muni bæta lánshæfismat hans og hvað þá hagkerfisins.

Geir Ágústsson, 5.4.2011 kl. 10:00

4 identicon

Varðandi InDefence er er rétt að benda á að skilyrði hópsins um Ragnar Hall ákvæðið hefur ekki verið uppfyllt, andstætt því sem haldið er fram hér.

Ragnar Hall ákvæðið er ekki fest inni í samningnum, heldur gilda jafnstöðuákvæðin (Pari Passu) þess í stað ennþá eins og í Icesave I og II.

Jóhannes Þór Skúlason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 11:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, það er meira að segja sérstakur Parri Passi hliðarsamningur við Hollendinga sem kveður einmitt á um afnám túlkunar Ragnar Hall á kröfuforgangi. Þar með eru allar kostnaðargreiningar fallnar um sjálfar sig.

Engin þeirra gerir heldur ráð fyrir gengisáhættu af því að eignir þrotabúsins skuli að stóru leyti vera í dollurum. Eins og allir vita sem hafa hundsvit á efnahagsmálum er USD frjálsu falli gagnvart evrópskum gjaldmiðlum, en kröfur Breta og Hollendinga eru í Evrum og Pundum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband