Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn verður að passa sig á að segja rétt frá?

Nú segir hann skv. þessari frétt að

Bretar og Hollendingar fá á næstu mánuðum 7-9 milljarða bandaríkjadala úr þrotabúi Landsbankans.

Held að enginn hafi talað um að þetta verði á næstu mánuðum. Það hefur verið talað um nokkur ár. Þó vissulega séu stórar upphæðir strax á lausu. En að segja að þessar greiðslur komi á næstu mánuðum er nú bara held ég ekki rétt. Sbr. 500 milljarða dala  fjárfesting Rio Tinto sem hann talað um  í gær við Bloomberg. en reyndist vera 500 milljónir dala sem er nú dálítið minna. Og um stuðning við okkar málstað út um allan heim. Sem er nú ekki eins mikil og hann fullyrti.


mbl.is Hæsta greiðsla í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Held að enginn hafi talað um að þetta verði á næstu mánuðum.

Jú það var einmitt hljóðið sem ég heyrði í Steingrími og Jóhönnu í viðtölum og á fundum í síðustu viku. Hversu marga slíka viðburði hefur þú hlýtt á?

En að segja að þessar greiðslur komi á næstu mánuðum er nú bara held ég ekki rétt.

Ertu að gefa í skyn að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi verið að reyna að blekkja okkur? Forsetinn sagði þó einungis að fyrsta greiðsla væri væntanleg í sumar, hann lofaði engu umfram það hvað tíma varðar.

500 milljarða dala fjárfesting Rio Tinto sem hann talað um í gær við Bloomberg. en reyndist vera 500 milljónir dala sem er nú dálítið minna.

Ólafur er nú með fullri virðingu svolítið nefmæltur og hljómaði eins og hann væri jafnvel kvebbaður. Þegar svo ber undir getur milljón auðveldlega hljómað eins og billjón. Annars verður hann að svara fyrir það sjálfur, kannski mismælti hann sig bara, en þetta var alls ekki aðalatriði.

Og um stuðning við okkar málstað út um allan heim. Sem er nú ekki eins mikil og hann fullyrti. 

Hefurðu gert skoðanakönnun á því? Það væri forvitnilegt að sjá einhver dæmi þar sem málstaður okkar nýtur ekki stuðnings, ef hann fær að heyrast á annað borð. Ég mæli með að skoða t.d. hvað ZeroHedge og Max Keiser segja um þetta, og bendi á að lesa sérstaklega athugasemdirnar frá lesendum. Báðir þessir vefir eru mikið lesnir af netverjum af ýmsu þjóðerni. Þar eru auðvitað ýmis sjónarmið á lofti en yfirgnæfandi meirihluti okkur hliðhollur.

Kynning á málstað Íslands út á við var þegar hafin á vegum einstaklinga og grasrótarsamtaka á meðan íslensk stjórnvöld voru ennþá að reyna að sannfæra okkur um að samþykkja ólöglega ríkisábyrgð. Fólkið sem hefur verið að halda uppi málsvörn fyrir Ísland lengur en aðrir hefur einnig verið í samskiptum við hliðstæðar einingar og einstaklinga erlendis. Málsvörnin er löngu hafin og gengur bara nokkuð vel takk fyrir, þeir einu sem hafa grenjað undan okkur eru breskir og hollenskir stjórnmálamenn, sem keppast nú um að gera sig að athlægi með tilhæfulausum og jafnvel óviðfelldnum yfirlýsingum.

Já var ég nokkuð búinn að nefna víðlesnasta dagblað heims, Wall Street Journal, og önnur eins og Financial Times, Die Zeit, Fankfurter Allgemeiner Zeitung, Telegraph, Irish Left-Review, bara svo nokkur séu nefnd?

Sjáðu til, hvort þú nýtur stuðnings fer bara eftir því hvar þú leitar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband