Leita í fréttum mbl.is

Afhverju er lögð áhersla á að þetta sé hægra lungað?

Maður óskar Birni náttúrulega góðs bata. EN svona til að vera meinlegur þá gæti maður velt fyrir sér hvort að það sé einhver dulin meining um tilkynna  sérstaklega að það hafi verið það hægra. Gæti náttúrulega spurt hvort að Birni sé þrotið þol í hægri baráttu sína og fari því að mildast?

En svona á maður ekki að láta og ég hefði ekki gert það nema að skv. bloggi Björns þá virðist þetta allt að komast í lag aftur.

Frétt af mbl.is

  Hægra lunga Björns Bjarnasonar féll saman
Innlent | mbl.is | 6.2.2007 | 10:57
Björn Bjarnason Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, greinir frá því á vefsíðu sinni að hann hafi þurft að leita sér læknisaðstoðar í gær. Hann segist hafa átt erfitt með andardrátt og hafi í framhaldinu haft samband við lækni. Skömmu síðar hafi hann verið kominn á bráðamóttöku Landsspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem í ljós kom að hægra lunga hans hafði fallið saman.


mbl.is Hægra lunga Björns Bjarnasonar féll saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægra lungað en stærra en það vinstra vegna þess hvernig hjartað liggur. Ætli það sé því ekki minni loftun ef hægra lungað fellur saman.

Bergþóra (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þannig að þið haldið að þetta séu ekki dulin skilaboð um breytingar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er kannski svipað og þegar SJS slasaðist, enda náði hann ekki hægri beygjunni. Hann virtist ekki vera fær um að beygja til hægri.

Snorri Bergz, 6.2.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Snorri góður þessi!

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjúkk, eins gott hann er ekki Framsóknarmaður. Þá hefðu bæði fallið saman!

Þorsteinn Siglaugsson, 6.2.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er bara gott grín í mönnum í dag

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 12:32

7 Smámynd: Hjalti G. Hjartarson

Hann skrifar jú með hægri hendi ekki satt?

Hjalti G. Hjartarson, 6.2.2007 kl. 12:51

8 identicon

Það er svo sannarlega ljóst að það er kominn tími á Björn. Þetta er skólabókardæmi og sýnir vel að kallinn er á hraðri leið til Heljar. Ég skora á Björn að segja sig nú frá allri pólitík meðan hann er enn uppistandandi og sæmilega málfær.

Bjarni Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:24

9 Smámynd: Bragi Einarsson

efast um að hann viðurkenni að hafa vinstra lunga

Bragi Einarsson, 6.2.2007 kl. 19:33

10 identicon

Sælir !

Hva......... Björn Bjarnason á vonandi margra ára tíma enn, í stjórnmálum. Man ekki betur (þið leiðréttið mig þá), en miðnefndarmaður; í Kínverska kommúnistaflokknum, hafði verið gamall vopnabróðir Maós heitins, hafði beðist lausnar frá endurkjöri í nefndina, var ögn farinn að reskjast, að honum fannst.

Í fréttinni, líklega árið 2000, eða 2001; var þess getið, að piltur væri orðinn 110 ára gamall ! Þess vegna gæti Björn haldið út, í a.m.k. 47 ár enn, enda veitti ekki af, hún er nú þvílík, unglingadýrkunin í Sjálfstæðisflokknum.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Góður að vanda Óskar Helgi þó ég sér ekki allaf sammála þér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband