Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason um skoðanakönnun Blaðsins

Ég hef líka mínar efasemdir um gildi svona kannana. En Egill segir m.a.:

Vísir, 06. feb. 2007 12:28


Hæpnar skoðanakannanir

Skoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu - til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Er ekki ástæða til að biðja þá sem gera skoðanakannanir að vanda sig, eða sleppa því ella? Það eru að koma kosningar - og á þeim tíma er viss ábyrgðarhlutur að framkvæma skoðanakannanir. Því þær eru að vissu leyti skoðanamótandi. Sjálfur er ég nokkuð hrifinn af þeirri hugmynd að banna birtingu skoðanakannana síðustu vikuna fyrir kosningar.

Menn hljóta líka að gera kröfu um að vinnubrögðin séu almennileg, ekki bara hippsum happs. Meðan þau eru ekki betri lætur maður sér nægja að taka mark á könnunum Gallup - í nýbirtri könnun þaðan voru niðurstöðurnar mjög ólíkar því sem er hjá Blaðinu.


Þetta ætti fólk að hafa í huga enda held ég að hann viti hvað hann er að segja. Líka hefur verið rætt um hverjir eiga Blaðið og fólk ætti að skoða þessa könnun með því tilliti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ hæ,

þetta er einmitt mjög góður punktur því afar auðvelt er að hafa áhrif á skoðanir fólks eftir því hvað fjöldinn ætlar að gera og þá missir fólk af tækifærinu að t.d. kjósa eftir sinni sannfæringu og freistast jafnvel til að kjósa eftir því hvað aðrir ætla að gera og það eru jafnvel ótryggar upplýsingar. Mjög varasamt og mjög auðvelt að villa um fyrir fólki með talnaleikjum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 6.2.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já alveg sammála. Ég til nauðsynlegt að fjölmiðlar vandi mjög til þessara kannana. Eins og t.d. með því að hafa eftirfylgdar spurningar þar sem óákveðnir eru spurðir um líklegan kost þannig að úrtakið virki. Niðurstöður í dag eru byggða kannski á svörum 300 manna. Aðrir eru óákveðnir eða neita að svara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband