Leita í fréttum mbl.is

En þetta er nú líka bara orðaleikur

Eftir að bílalánið mitt var leiðrétt kem ég út á mjög svipuðum stað og ég var fyrir hrun. Margir eiga skuldlitlar eignir. Auðvita hefur verðlag hækkað, og eignir lækkað í virði enda var eignarbóla hér sem sprakk. Þar sem að engin innstæða var fyrir því.

En hvernig halda menn að hefði farið ef að bönkunum hefði verið leyft að hrynja með allar innistæður fólks. Sér í lagi aldraðra. Séreignarsparnaðurinn, eignir lífeyrissjóða og svo framvegis? Þetta eru jú leiðin sem fólk er að tala um sem segir að allt sé gert fyrir fjármálafyrirtæki.

Þá sætum við upp í dag með tug þúsunda í viðbót sem hefðu bæði tapað lífeyri sínum nær öllum og sem og séreignarsparnaði. Gamla fólkið sæti uppi með að allar innistæður þeirra væru farnar og hefði því ekkert í að ganga til að framfleyta sér umfram ellilífeyri sem væri skertur. Þá væri hér búið að hækka skatta umtalsvert meira bara til að þetta fólk fengi nauðþurftir.  Sem og að fólk hefði nú engan séreignarsparnað til að ganga á til að bjarga sér. Meirihluti þjóðarinnar væri þá sennilega upp á greiðslur frá Ríkinu komin og Ríkið hefði enga leið til að fjármagna það nema með sköttum.


mbl.is Allir urðu fyrir eignabruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kíktu við á Læknavaktinni á Smáratorgi nafni, það er stutt að fara og opið um helgar.

Magnús Sigurðsson, 21.5.2011 kl. 12:39

2 identicon

Hlutirnir hverfa ekki þó maður stingi hausnum í sandinn Magnús Helgi. Opnaðu augun, því fyrr því betra!

assa (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að það eru engir aðrir til að borga þetta! Fólk talar alltaf eins og ríkið sé sér fyrirtæki. Ríkið erum við! Það eru skattar sem við greiðum sem borga fyrir þær byrgðar sem lenda á ríkinu. Og halda menn að náðst hefðu samninga við kröfuhafa án þessa ákvæða sem voru gerð um eignarsöfn þeirra.  Nei og það hefði leitt til gjaldþrots þeirra með tilheyrandi kostnaði á ríkið vegna innistæðna sem síðan hefði orðið að innheimta með hærri sköttum sem og að framfærsla sem fólk hefur af lífeyrir í dag hefði lent á okkur líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.5.2011 kl. 13:10

4 Smámynd: Davíð Pálsson

Þegar ég á sínum tíma spurði þá í Kaupþingi um öryggi séreignasparnaðar hjá þeim þá svöruðu þeir því til að þó að bankinn færi á hausinn þá væri séreignasparnaðurinn öruggur enda væri hann á sérkennitölu sem að ekki yrði fyrir tjóni þó að bankinn færi á hausinn. Kannski veist þú eitthvað meira um þetta Magnús?

Davíð Pálsson, 21.5.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband