Leita í fréttum mbl.is

Allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush

Það eru allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush. Jafnvel vinir hans í Íran sem og Bandaríkjaþing:

Frétt af mbl.is

  Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush
Erlent | mbl.is | 8.2.2007 | 14:30
Íranskar konur með myndir af Ali Khameini, æðstaklerki... Ajatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að Íranar muni ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjanna hvar sem er í heiminum verði ráðist á þá vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. „Óvinurinn ætti að vita að hvers konar árás mun kalla Is Bush notsá viðbrögð frá öllum hliðum íransks samfélags, gegn árásaraðilunum og hagsmunum þeirra um allan heim” sagði Khamenei í ávarpi sem sjónvarpað var í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

.ruv.is

BNA: Þingið gagnrýnir Íranstefnuna

Bandaríkjaþing gagnrýnir Bandaríkjastjórn fyrir ásakanir í garð Írana. Þingmenn segja að fullyrðingar um að Íranar smíði kjarnorkuvopn beri svip af röngum staðhæfingum sem notaðar voru til að réttlæta stríð gegn Írak.

Repúblikanar í hópi þingmanna hafa gengið hart fram gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Einn þeirra, þingmaðurinn Ron Paul, segir að fullyrðingar um að Íranar séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum minni óhuggulega mikið á lygar sem beitt var gegn Írak áður en Bandaríkjamenn réðust á landið.

Þingmaðurinn efast ennfremur um að fótur sé fyrir því sem Bandaríkjastjórn haldi fram að Íranstjórn styðji uppreisnina í Írak. Þegar beðið er um sannanir fyrir þessum alvarlegum fullyrðingum um sök Írans í Íraksstríðnu þá sé svar Bandaríkjastjórnar að unnið sé að því að safna þeim saman. Þetta minni á Íraksstríðið, þar komu ásakanirnar fyrst og sannanirnar áttu að koma síðar. Gallinn var sá að sannanirnar komu aldrei fram því ekki var fótur fyrir ásökununum.

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði því í dag að ríkistjórnin færi með ýkjur um hlutverk Írans í Íraksstríðinu og að það væri gert til þess að réttlæta hugsanlega árás Bandaríkjahers á Íran. Hún segir að Bandaríkin hafi engar áætlanir gert um árás á Íran.

Íransher hóf heræfingar í dag. Tilraunir voru m.a. gerðar með flugskeyti sem skotið var á Omanhafi í Persaflóa og á norðanverðu Indlandshafi. Yfirmaður í hernum segir að flugskeytin séu svo öflug að þau geti grandað stórum herskipum. Bandaríkjastjórn sagðist í dag ekki álíta þetta ógnun við bandarísk herskip en stjórnin hefur nýverið sent flugvélamóðurskip inn á Persaflóa og hefur nú tvö slík skip í flota sínum á flóanum. Litið er á þetta sem lið í þrýsting á Írana en Bandaríkjamenn hafa ekki útilokað að hervaldi verði beitt til þess að stöðva kjarnorkuáætlun Írans.



mbl.is Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband