Leita í fréttum mbl.is

Þetta heitir að reyna að klóra sig út úr vana

Þetta er nú ekki boðlegt að heyra frá þingflokksformanni:

Gunnar Bragi sagði að þingflokkurinn þyrfti að manna átta þingnefndir og fjögur sæti í alþjóðanefndum þingsins og eitt sæti í forsætisnefnd. Þessu þyrfti að skipta á milli þingmanna og það hefði orðið niðurstaða þingflokksins að færa menn til. Í því fælist alls ekkert vantraust á störf Sivjar.

Gunnar Bragi sagði óeðlilegt að það yrðu engar breytingar á kjörtímabilinu. Þingmenn legðu fram óskir um sæti í þingnefnd og það væri ekki hægt að uppfylla óskir allra.

Held að raunveruleg skýring sé þessi hér á eyjan.is 

Forysta Framsóknarflokksins hefur tekið Siv Friðleifsdóttur úr forsætisnefnd alþingis gegn eindregnum mótmælum hennar. Þá situr Eygló Harðardóttir ekki lengur í viðskiptanefnd þingsins, en hún sóttist eftir áframhaldandi setu þar.

Og síðar

 Siv, sem hefur setið lengst á alþingi allra þingmanna flokksins, er mjög ósátt við þessa ákvörðun og hefur talað um „refsiaðgerðir“ við heimildarmenn Eyjunnar.

Og fréttinni lýkur svoan:

Siv hefur verið á öndverðum meiði við forystu flokksins síðan Sigmundur Davíð var kjörinn formaður, ekki síst í Evrópumálum, en þær Eygló bökuðu sér reiði formannsins á nýliðnu septemberþingi. Þá lögðu þær sameiginlega fram málamiðlunartillögu í deilum um stjórnarráðsfrumvarpið. Það var gert í óþökk Sigmundar Davíðs, sem reiddist þeim mjög.

Sú tillaga kom fram viku áður en málið var afgreitt og var samþykkt eftir margra daga þóf.

 

 

 


mbl.is Siv hættir sem varaforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband