Leita í fréttum mbl.is

Þetta fer nú að vera brandari.

Ég held að það verði aldrei sátt um þennan veg héðan í frá. En þessi fundarhöld og hver sé velkominn á hann og ekki og hver hafi verið boðaður og ekki er nú orðinn að brandara.

Frétt af mbl.is

  Mosfellsbær boðar opinn kynningarfund um HelgafellsvegAlafoss
Innlent | mbl.is | 10.2.2007 | 17:15
Mosfellsbær boðar til opins kynningarfundar um Helgafellsveg, sem mikill styr hefur staðið um undanfarið, á þriðjudaginn klukkan 17, og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn, að því er segir í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og VG í Mosfellsbæ nú síðdegis.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Vegna fundar Varmársamtakanna um Helgafellsveg inn í Helgafellshverfi.

Í vikunnu boðuðu Varmársamtökin til „almenns borgarafundar“ um málefni Helgafellsvegar inn í Helgafellshverfið. Fundurinn átti að eiga sér stað í dag, laugardaginn 10. febrúar kl. 14:00. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fengu hvorki tilkynningu né boð um að mæta á fundinn og sitja í pallborði, fyrr en að morgni fundardagsins. Vegna annars fundar og þessa skamma fyrirvara sáu þeir sér því ekki fært að mæta.

Í vikunni var fólki meinað á fund á vegum bæjarinns og svona heldur þetta áfram.


mbl.is Mosfellsbær boðar opinn kynningarfund um Helgafellsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Enda ekkert athugavert við þennan veg drengir Bráðnauðsynleg framkvæmd á svæðinu ykkur að segja sem fer framhjá Álafosskvosinni en ekki í gegnum hana eins og haldið er fram. Þið sjáið þetta mjög vel á yfirlitsmyndinni. Þarna er nú vegur fyrir og s vo beygir nýji vegurinn af honum og upp í Helgafellshverfið. Mjög vel hannað mannvirki ykkur að segja

Guðmundur H. Bragason, 10.2.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta í sjálfusér kemur mér ekki við. En hefði haldið að hægt væri að semja um svona framkvæmd við fólkið sem býr þarna sem og fólkið í Mosfellsbæ þyrfti að vera sammála þessu. Mér skilst að það sé ekki nema svona 20 til 50 metrar frá því sem vegurinn er næst húsunum. Hefði ekki verið hægt að hnika þessum vegi til og fá þá um leið frið um þessa framkvæmd? Eða taka þennan veg inn í þetta nýja hverfi annarstaðar frá?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.2.2007 kl. 19:02

3 identicon

Það er ekki til siðs að taka mark á skoðunum fólksins þegar ákvarðanir eru teknar.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband