Leita í fréttum mbl.is

Væri nú ekki hægt að biðja um almennilega fréttamennsku?

Hvernig væri áður en fjölmiðlar gleypa upp svona upphrópanir frá öfga verkalýðsforingja á Akranesi og svo ELkem að kanna hvernig þeir reikna sig að þessari niðurstöðu. Bendi á vangaveltur Ingimars Karls Helgasonar http://blogg.smugan.is/ingimarkarl/

Þar segir hann:

Um hvað er verið að tala?

Fram kemur í umhverfismatsskýrslu kísilverksmiðjunnar í Helguvík að þar standi til að nota 3.000 tonn af kolarafskautum á ári. Ef málið snýst um þetta, eins og ritstjóri Fréttablaðsins fullyrðir í leiðaranum, hversu hár er þá hinn árlegi skattur?

Skatturinn á að nema 3,4 krónum á kíló af rafskautum árlega. 3.000 tonn eru 3.000.000 kíló. Reiknum nú: 3,4 kr./kíló x3.000.000 kíló =10.200.000 kr.

Tíu milljónir króna og tvö hundruð þúsund á ári.

Þetta er sumsé skatturinn sem setur kísliverksmiðju Helguvíkur í uppnám. Þessar tíu milljónir setja 17 milljarða fjárfestingu í uppnám. Fjárfestingu þar sem ætla má að árleg velta verði mæld í einhverjum milljarðatugum, mv. yfirlýsingar stjórnarformanns fyrirtækisins í viðtali á vef Reykjanesbæjar.

Hann fær þarna út að Kíslmálmsverksmiðja í Helguvík hefði þurft að borga 10,2 milljónir.

Svo hvernig fá Elkem það út að þeir þurfi að borga mörghundruð milljónir á ári? Megna þeir svona rosalega?

Elkem á Grundartanga, sem er í eigu fyrirtækjakeðju sem endar í Kína, segir ekki mikið um rekstur sinn eða kolaskautanotkun á vefnum. En þar segir aftur á móti að framleiðslugetan sé 120 þúsund tonn á ári. Það er um tvisvar sinnum það sem þeir ætla að framleiða þarna í Helguvík. Svo ég slumpa á að rafskautaskatturinn þeirra verði kannski 21 milljón, miðað við skilning ritstjóra Fréttablaðsins.

Thorsil á Húsavík þyrfti kannski að borga eitthvað svipað, líklega minna.

Einn leikskóli borgar meira

Ef málið er vaxið eins og ritstjóri Fréttablaðsins segir, þá eru þessar skattgreiðslur allt að því hlægilegar þegar umfang þessara fyrirtækja er haft í huga. Í tilviki Elkem er þessi skattur líklega álíka mikill og kostnaður þess við laun forstjórans á hálfu ári, ef marka má tekjublað Frjálsra verslunar. Einn starfsmaður í hálft ár!

Væri gaman að allir "rannsóknarblaðmenn" færu nú í stað þess að gleypa bara fréttatilkynningar af netinu óbreytta upp í fréttir hjá sér könnuðu málið. Hvað er rétt í þessu tilfelli?


mbl.is Afleiðingar skattsins skelfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér að skatturinn er ekki hár eftir þessu að dæma. Dugar ekki fyrir dagpeningum Guðbjarts Hannessonar '' velferðar'' ráðherra á einu ári.

Einar Guðjónsson, 23.11.2011 kl. 18:02

2 identicon

Að mínu mati er mengunarskattur alveg sjálfsagður. Hann virkar hvetjandi til að koma upp sem bestum mengunarvörnum. Að vísu mætti samræma slíka skatta öðrum sköttum sem fyrir eru, svo ekki verði um tvísköttun að ræða. Þetta væl sem við höfum verið að heyra er samskonar og dynur yfir þjóðina frá LÍÚ.

Það væri sterkur leikur hjá Steingrími að opinbera rafkaupaverð stóriðjunnar svo þjóðin geti borið það saman við allment raforkuverð í landinu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En hvaða fyrirtæki eru það sem borga þá 800 milljónirnar sem ríkið gerir ráð fyrir því að þessi skattur skili árið 2012.  Nú er það álit flestra að skatturinn leggist ekki mjög þungt á álver, en þyngra á þau fyrirtæki sem eru í kísilvinnsu (sjá t.d viðtal við Sigmund Erni hér)  Það er nokkuð langur vegur frá þessum 30 millum eða svo sem talað er um hér og svo þeim 800 sem ríkið gerir ráð fyrir.  Hvaðan koma 770 milljónir?

G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 21:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því má bæta við að reiknað er með að tekjurnar verði 1.5 milljarður árið 2013.

G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband