Leita í fréttum mbl.is

Ekki er þetta lausnamiðaður ráðherra.

Þó hann hafi flutt um það lærðar ræður á Alþingi 2008 sér í lagi 2009 að menn eigi að ræða sig niður á heppilegar lausnir.

Nokkrir punktar:

  • Ögmundur alveg búinn að gleyma því að það eru 6 einstaklingar sem eiga 75% af Grímsstöðum á Fjöllum og Ríkið 25%. Þannig að hann er að sýsla með land sem Hann hefur ekki yfir að ráða.
  • Skv. lögfræðiingum þá skiptir það ekki höfuð máli hvort það er hlutafélag eða einstakingum sem sækir um undanþágur frá þessum lögum.
  • Hefði það ekki verið sterkara hjá honum að reyna að vinna út þessu vandamáli t.d. með því að bjóða honum hluta ríkisins að leigu og undanþágu um leið því að útlendingar mega ekki leigja land nema með undanþágu.
  • Hefði ekki verið sterkara hjá ráðherra sem er í ríkisstjórn sem er að skera niður vegna lækkaðara tekna að leita eftir því hvort að um hugsaleg kaup  mætti semja þannig að kalla að borðinnu alla eigendur og svo Nubo og ræða um hugsanlega langtímaleigu og skilyrði. Í stað þess að liggja á þessu í nærri 3 mánuði og koma svo fram með neitun með skýringum sem standast ekki. Því sérfræðingar í eignarrétti og lögum segja að ráðherra sé sett í lögum sjálfdæmi um svona undanþágur þannig að þær skapi ekki fordæmi.
  • Heldu hann virkilega að þetta útspil hans hjálpi ríkisstjórninni eitthvað.
  • Hefur hann gert sér grein fyrir því að erlendir Fjárfestar hlutsta á og lesa fréttir nú eru kominn 2 mál Magma og svo þetta. Og næsta víst að þetta er ekki hvetjandi fyrir fjárfesta að koma með peninga inn í land þar sem þeir mæta óvild og þurfa að berjast í mánuði við að fá svar frá ráðherra sem talar þvert á aðra ráðherra.

Hélt að maður sem var vanur að leiða séttarfélag í samningaviðræðum gerði sér betri heildarmynd af hagsmunum okkar nú. 

  • Á Íslandi þarf að skapa um 5000 þúsuns ný störf á ári vegna þess að árgangar komandi á atvinnumarkað eru svo stórir og Íslendingar vinna lengi.
  • Við getum ekki ráðist í margar stórar framkvæmdir á eigin spýtur þar sem við höfum ekki almennilegt lánstraust.
  • Við höfum brennt okkur á því að halda hér uppi lífskjörum á lánum. 
  • Íslenskar krónur hér í bönkum gagnast okkur lítið þegar engum er treyst til að taka stórarupphæðir að láni.
  • Við þurfum hingað nýtt fé sem aðrir taka ábyrgð á.

Hefði Ögmundi ekki verið í lófa lagið að reyna að ræða við þennan fjárfesti um lausnir sem snéru að t.d. minna landsvæði, hugsanleg leigu, hugsanleg skilyrði sem Nubo hefði skirfað undir varðandi endursölu, nýtingu og fleira. 

Hvað hefði Ögmundur sagt ef hann hefði boðið í aðra Jörð minni? Hefði hann ekki komið með sömu svör. Minni samt á að frá 2007 hafa 24 útlendingar fengið svona undanþágur. Er Ögmundi illa við Kínverja sérstaklega. 


mbl.is Ekki hlutverk ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með þessari ákvörðun hefur Ögmundur aukið fylgi Vg um ca. 5%. Mest á kostnað Samfylkingarinnar.

Sigmundur Ernir ætti að fara að þreifa fyrir sér um nýtt djobb.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 17:22

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hann orðaði þetta hárrétt.

Ef þú kemur með spurningu þá færðu vonandi svar, ekki satt?

Það er ekki verið að búa til samningaviðræður með spurningu.

ef þú kemur með tilboð, þá má búast við gagntilboði.

Það er bara eitthvað sem þið þurfið að átta ykkur á sem viljið selja landið til útlendinganna...

Sem betur fer eru lög sem stoppa svona gjörninga, að auki er spurning að fara að opna landráðakafla hegningarlaganna og skoða hvað samfylkingin er búin að fara nálægt landráðakaflanum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.11.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haukur, Með þessari ákvörðun hefur Ögmundur þurrkað út VG eða svo gott sem.

Jón Frímann Jónsson, 27.11.2011 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband