Leita í fréttum mbl.is

Kosningavíxill - 34 milljarðar á ári að meðaltali í samgöngumál næstu 11 ár

34 milljarðar á ári  að meðaltali í samgöngumál næstu 11 ár. Ef að þetta er ekki kosningavíxill þá veit ég ekki hvað. Allt í einu bara tilbúnir peningar í Sundabraut bara hægt að byrja á þessu ári.

Ég er nú annsi fáfróður um efnahagslíf, en ég held að þetta sé ávísun á frekari þennslu. t.d. held ég að  verktakar komi ekki til með að draga úr umfangi sínu þegar leiðin hefur verið mörkuð næstu 11 ár. Sem leiðir til innflutnig á tækjum sem aldrei fyrr fyrir jarðgöng og stór vegaverkefni.  Og ruðningsáhrif verða hér viðvarandi. Þetta kemur svo ofan í virkjanaframkæmdir og annað sem ég taldi upp í þessari færslu.

Þetta er líka ógurleg loforð að koma með á síðustu vikum sem ráðherra situr í Samgönguráðuneyti.

Sammála Ingibjörgu og Steingrími:

www.visir.is

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna gagnrýna að áætlunin sé lögð fram þremur mánuðum fyrir kosningar og segja kosningalykt af öllum saman. Formaður Samfylkingarinnar bendir á að ríkisstjórnin hafi frestað mikilvægum samgöngubótum til að slá á þenslu vegna stóriðjuframkvæmda. Þar vilji ríkisstjórnin halda áfram á sömu braut og því engin ástæða til að ætla annað en að nauðsynlegum vegaframkvæmdum verði áfram frestað.

Frétt af mbl.is

  Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum
Innlent | mbl.is | 12.2.2007 | 15:00
Gert er ráð fyrir að 381 milljarði verði varið til... Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018. Þar er gert ráð fyrir að heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verði 381,4 milljarðar króna á þessu tímabili og af þeirri upphæð renni kringum 324 milljarðar króna eða 85% til vegamála. Til flugmála renna kringum 35 milljarðar og siglingamála 22 milljarðar.


mbl.is Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

Jú, jú................ hvort sé einhver helvítis kosningafnykur, má vera, en...... er ekki kominn tími til, að nútímavæða vegakerfið, af alvöru? Heiti þér því, hér með, að verði kominn almennilegur VEGUR yfir Kjöl, nái hugmyndir skörulegasta þingmanns Suðurkjördæmis, Kjartans Ólafssonar fram að ganga, fyrir árin 2008/9, þá mun ég bjóða þér; persónulega yfir til frænda minna Húnvetninga, í kaffisopa, það væri nú lágmarkið. Vona, að Sturlu frænda mínum vaxi ásmegin, í þeirri baráttu, sem framundan er, ekki veitir af, sívaxandi bruðl í utanríkisþjónustuna og hið héralega óþarfa forsetaembætti, að Bessastöðum. Ófáir milljarðar þar, Magnús minn.

Brýt í blað, staðfestu þína við stórfrænku mína; Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi, á hverjum fjandanum sem yfir hana dynur, í daglegri orrahríð stjórnmálanna.

Ríður ekki við einteyming, lánleysi stjórnarandstöðunnar þessi dægrin, en..................... fögnum, vonandi og viðvarandi; hruni Framsóknarflokksins, mál til komið.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband