Leita í fréttum mbl.is

Nokkuð ljóst að með inngöngu í ESB myndi kaupmáttu almennings aukast.

Það er nokkuð ljóst að við það að gerasta aðili að ESB þá myndi vöruverð lækka. Um leið myndi þá verðbólga lækka og svo við upptöku evru þá fengjum við minni sveiflur sem og verðtrygging yrði óþörf þannig að verðbólguáhrif á lán almennings myndu hverfa að mestu. Sérstaklega bendi ég á þetta:

Ef litið er til þeirra liða sem hafa hækkað mest undanfarna tólf mánuði hafa búvörur og grænmeti hækkað um 8,4% og innlendar vörur og grænmeti um 6,7%.


mbl.is Verðbólgan 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt!

Það gerist ekki fyrr en Evran er tekin upp og m.v. bestu aðstæður er áætlað að þó að við gengjum í ESB á morgun tæki 7-10 ár að taka upp Evru og við föst í Limbó á meðan.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 13:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur þú einhver almennileg rök fyrir þessari fullyrðingu þinni, eða er þetta bara upphrópun frá örvæntingarfullum INNLIMUNARSINNA?????

Jóhann Elíasson, 27.1.2012 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar Hollendingar tóku upp evru þá hækkaði allt vöruverð.

Veit ekki hvaðan Maggi hefur sínar upplýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 13:22

4 identicon

Sæll Magnús, með því að slá inn einfalda google leit fann ég á fimm mínútum þessar þrjár greinar/ritgerðir um hvernig verð þvert á móti HÆKKAÐI í Evrópu eftir inngöngu og upptöku Evru. Er ekki rétt að skoða þarna einfaldlega reynslu Evrópuþjóðanna? Þá eru Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og fyrrum austantjaldsþjóðirnar sem eru inn í Evrunni í stórvandræðum af því að Evran faldi vandamálin; þ.e. gjaldmiðillinn veiktist ekki (vegna þess að styrkur Evrunnar stjórnast mest af Þýska hagkerfinu) þrátt fyrir gegndarlausan fjárlagahalla.

Þetta fær menn örugglega ekki til að skipta um skoðun hygg ég en vonandi a.m.k. að taka því ekki sem gefnu að vörur lækki. Þær gætu sem best hækkað.

Með bestu kveðju,

 Björn.

Björn Þórisson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 13:28

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

verðtrygging yrði óþörf þannig að verðbólguáhrif á lán almennings myndu hverfa að mestu

Maggi, verðtrygging án takmarkana er búin að vera bönnuð á Íslandi síðastliðin 12 ár. Það eina sem þarf er að fara að íslenskum lögum, og þá myndu verðbólguáhrif á lán almennings verða takmörkuð. Kröfur Hagsmunasamtaka Heimilanna væru með því uppfylltar, svo ekki þyrfti lengur að þræta um verðtryggingu á Íslandi þar sem sátt hefur skapast um að afnema hana á nýjum lánum.

Við þurfum ekki að ganga í ESB til þess heldur bara að læra að fara að lögum, alveg eins og á eftir að framfylgja lögum varðandi gengistrygginguna.

Svo væri óskandi að fara að fá einhverja vitræna umræðu hérna á Íslandi um peninga- og efnahagsmál, í stað þess að snúa umræðunni upp á einhverskonar trúarbrögð. Það hefur aldrei reynst vel í mannkynssögunni að samtvinna peningamál og trúarbrögð. Í eina skiptið í allri Biblíunni sem Jesú kristur missti stjórn á skapi sínu, var þegar hann henti borðum víxlaranna um koll í musterinu og rak þá út með skömmum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 15:43

7 identicon

Það er rétt, að þegar evran var tekin upp þá hækkaði margt vöruverð, en ekki allt. Öll þjónusta hækkaði og mörg verulega mikið eins og t.d. hárgreiðslu-og rakarastofur, kaffiteríur, veitingastaðir og ýmislegt smátt og gott sem tilheyrir túrisma. Heimamenn neituðu að taka við þessum hækkunum og margir lækkuðu verð hjá sér aftur. Fasteignir og almenn þjónusta hækkaði ekki!. En þessar hækkanir komu bara einu sinni og síðan skapast jafnvægi því í Evrópu er ekkert verðtryggingar bullshitt eins og á Íslandi.

Hefur verðlag á Íslandi verið eins stapílt og í nágrannalöndunum og þá hvers vegna?( djók). Eða hvers vegna er það ekki stapílt og vörur og þjónusta hækka statt og töðugt mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvers vegna eru Íslendingar svona heilaþvegnir og telja að allt sé í lagi í þessu landi? Hvaðan kemur heimskan? Er þetta meðfætt eða áunnið? Nema hvortveggja sé.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 16:12

8 identicon

V. Jóhannsson, ég veit ekki hvað þú meinar með "almenn þjónusta" en þú þarft ekki að fara lengra en inn á http://www.economist.com/node/21009954 og athuga málið til að sjá þessa einföldu staðreynd: verð á húsnæði hækkaði að meðaltali um 50% á árunum í Evrulandi á árunum 2002 til 2007. Hvernig er það ekki hækkun? En stóra málið hér er að við búum við allt of háa stýrivexti. Við getum breytt því sjálf. Við þurfum ekki að fara inn í EU til að fá lægri vexti.  Fyrirtæki á Íslandi og þarft að greiða 10-12% vexti til að

fjármagna sig versus fyrirtæki í Evrópu sem þarf að borga 2-3% vexti + oft verðtryggingu. Við það verður verðmyndun óstabíl vegna víxlverkana. Ef stýrivextir hér væru eins og í flestöllum löndum í kringum okkur þá myndi ekki einu sinni verðtryggingin skipta neinu meginmáli; ef Seðlabankinn myndi lækka vextina niður í 1% (og öll húsnæðislán lækkuð í samræmi við það niður í 1%, verðtryggt samt) myndi fjölskylda sem greiðir 100.000.- á mánuði af húsnæðisláni sínu greiða 20-30.000. Það er raunhæfara að lækka vextina en að afnema verðtrygginguna. Fyrirtæki gætu fjármagnað sig eins og gengur og gerist í Evrópu. Gallinn við lítinn gjaldmiðil er sennilega að við þurfum að búa við verðbólgu en á móti kemur að þá virkar hann sem barómeter á hvernig landinu vegnar; styrkist þegar vel gengur og veikist þegar illa gengur og leitar þannig að jafnvægi. Það sem þarf að gera er að skattlegja spekúlasjón til að koma í veg fyrir hana. Það er gert víða.

En varðandi Evruna, þá er staðreynd og viðurkennt að öll þessi lönd sem eru í standandi vandræðum núna í Evrópu eru það að stórum hluta vegna þess að evran er allt of sterk fyrir þeirra hagkerfi og menn gátu falið vandamálin lengi vel í skjóli hennar. Auðvitað sitja menn svo uppi með vandann. Írar? Píndir af seðlabanka Evrópu og EU til að greiða afar háa vexti af lánum sem einkabankar stofnuðu til.

En menn halda vísta að ráðamenn í Brussel séu miklu betri, skárri og heiðarlegri en hér heima, af hverju í ósköpunum? Hvers vegna hefur ESB ekki skilað inn árituðum ársreikningi í 13 ár? Hversu miklu líklegra er að þegnar hérna geti náð til og komið sínu á framfæri við Íslenska ráðamenn á Íslandi heldur en einhverja þingmenn í Evrópu?

Björn Þórisson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 17:06

9 identicon

Björn - Ég tek til baka með fasteignaverð, það hækkaði verulega eftir upptökuna, en í þínu koment kemur einföld lausn á efnahagsvanda Íslendinga. Af hverju er þetta ekki gert, eða búið að gera fyrir löngu síðan, til að fólk í landinu geti lifað mannsæmandi lífi? Það er eitthvað sem ekki stemmir við raunveruleikann í þessu dæmi. Kannski græðgisvæðing og sviksemi landanns og þeirra sem stýra og stjórna. Það skyldi þó aldrei vera, að þeir væru betri í Brussel, þegar upp er staðið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband