Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til að einhver leiðrétti bullið í Heimssýn.

Heimssýn hefur heldið því fram að nær öll þjóðin vilji hætta þessum viðræðum. En úps þau byggja þetta á könnunum sem þau kaupa og nota leiðandi spurningar

Af ruv.is

Helmingur landsmanna vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram, en 38 prósent vilja að þeim verði hætt. Prófessor í félagsfræði gagnrýnir kannanir sem hingað til hafa verið gerðar um aðildarviðræðurnar.

Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim? Af þeim sem svöruðu sögðust 50 prósent vilja halda viðræðunum áfram. 37,9 prósent vildu hætta viðræðum og 12,1 prósent tók ekki afstöðu.

 

Karlar og eldra fólk frekar fylgjandi en konur og ungt fólk

Þeir sem eldri eru vilja frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karlar eru frekar fylgjandi viðræðunum en konur, og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni. Og því meiri menntun og því hærri tekjur sem svarendur höfðu, því frekar vildu þeir halda viðræðum áfram.

Þegar stuðningur við stjórnmálaflokka er skoðaður kemur mikill munur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill halda viðræðum áfram, rúm 90% kjósenda Samfylkingar, 25% Framsóknarmanna og rúmlega 55% kjósenda Vinstri grænna.

 

Gæta verður að fagmennsku

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. „Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.“

Aðspurður hvort hann telji að þessi fyrirtæki hafi ekki verið nógu fagleg svarar Rúnar: „Ég skal ekki segja en það má segja varðandi þessi mál sem við erum hér að fást við að það hafa verið ágallar á spurningum og framsetningu þeirra hjá þessum fyrirtækjum, því miður. Og það hjálpar ekki umræðunni, og markmiðið hlýtur að vera að umræðan sé málefnaleg og menn byggi á réttum upplýsingum.“

 

Niðurstöður hafa speglað afstöðu þeirra sem kaupa kannanir

„Þeir sem hafa látið gera kannanir og eru andstæðingar Evrópusambandsaðildar, þeir fá neikvæðari niðurstöður út en þeir sem láta gera þessar kannanir og eru jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild,“ segir Rúnar. Sem dæmi nefnir hann forsíðufrétt Fréttablaðsins 12. september síðastliðinn þar sem kom fram að 2/3 hluti landsmanna væri fylgjandi áframhaldandi viðræðum. Hins vegar hafi ekki verið tekið tillit til þeirra sem tóku ekki afstöðu. „Síðan kemur líka í ljós að þarna var spurningin leiðandi, ef svo má segja, því þarna er verið að spyrja um áframhaldandi aðildarviðræður en einnig um þjóðaratkvæðagreiðslur. Með því að tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við spurninguna er líklegt að þú fáir meira fylgi við aðildarviðræður heldur en ef þú sleppir því að nefna þjóðaratkvæðagreiðslur.“

 


mbl.is Helmingur vill viðræður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nokkuð ljóst að Félagsvísindastofnun telur að ófaglega hafi verið staðið að einhverjum könnunum fram að þessu...ekki kæmi mér á óvart að Heimsýn eigi þar eitthvað inni.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2012 kl. 18:43

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rúnar nefnir reyndar sérstaklega skoðanakannanir þar sem valmöguleikinn að klára ferlið hefur verið tengdur við þjóðaratkvæði og bendir á kannanir Fréttablaðsins sérstaklega í því sambandi. Hitt er svo annað mál að nýverið gerði Capacent skoðanakönnun fyrir samtökin Sterkara Ísland þar sem valmöguleikinn að halda ferlinu áfram var einmitt tengdur þjóðaratkvæði. Með þessu segir Rúnar að spurningin sé leiðandi og gefi ekki rétta niðurstöðu. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að samtökin Heimssýn hafi spurt slíkra spurninga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.1.2012 kl. 19:14

3 identicon

Ég ætla ekki að draga í efa þessa könnun félagsvísindastofnunnar Háskólans. Rúnar Vilhjálmsson prófessor er heiðarlegur maður. En hann gagnrýnir skoðanakannanir Fréttablaðsins og samtökin Sterkara Ísland hafa látið gera en þar hefur verið spurt leiðandi spurninga.

En þó svo að hér komi í ljós að helmingur þjóðarinnar vilji halda þessum ESB viðræðum áfram, þá þýðir það ekki að helmingur fólks eða meirihluti þjóðarinnar vilji að þjóðin gerist aðili að ESB.

Þvert á móti þá hafa allar skoðanakannanir samfleytt undanfarin 3 ár sýnt að mikill og vaxandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur ESB aðild. Svo mun verða áfram.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enn eitt bullið i andsinnum jarðað.

Fátt sem stendur orðið eftir af eilífu gaspri andsinna. það er alveg sama hvað þeir láta útúr sér þessir menn, að það annaðhvort þvættingur eða lygi. Með ólíkindum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2012 kl. 19:43

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi könnun mælir bara viðhorf þeirra sem vilja svara.  þess vegna eru mikil skekkjumörk í henni drengir. Ég hefði kosið að um hreint tilviljunarkennt úrtak hefði verið að ræða en ekki fyrirframvalið úrtak. Háskólinn þarf að fara að setja sér ný viðmið varðandi hlutleysi og fagmennsku. Þessir hagfræði og félagsfræði prófessorar eru flestir bullandi vanhæfir vegna pólitískra skoðana

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2012 kl. 19:45

6 identicon

ÁRÓÐURSMÁLASKRIFSTOFA EVRÓPUSAMBANDSINS Í SUÐURGÖTU TÍU FARINN AÐ VIRKA.

Númi (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 21:01

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hjörtur J. Guðmundsson. Ef það er marmiðið að vita hversu margir vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram óháð því hvort niðurstaðan verður borinn undir þjóðina eða ekki þá er það ekki fagmannlegt að tengja spurninguna við það. Ef það er hins vegar það sem stendur til að gera þerar samningurinn liggur fyrir að bera það undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er ekkert að því að tengja spurninguna þannig saman. Þetta fer einfaldlega allt eftir því hvað þú villt skoða hvernig spurt er.

Jóhannes Laxdal. Allar skoðanakannanir ná aðeins til þeirra sem vilja svara. Líka þær skoðanakannanir sem felast í kosningunum sjálfum því þeir sem ekki mæta á kjörstað taka þá ekki þátt. Þetta getur vissulega valdið skekkju en til þess að svo sé þarf staðan að vera sú að skoðanir þeirra sem ekki vilja svara séu að einhverju leyti öðruvísi en skoðanir þeirra sem vilja svara. Það er ekkert sem bendir til þess í þessu tilfelli þó vissuleg sé ekki hægt að útiloka það. Hins verar er munurinn það mikill í þessari skoðanakönnun að það breytir varla niðurstjöðunni.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2012 kl. 21:13

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er öðru fremur staðfesting á því að íslenska þjóðin hefur ekkert lært af reynslu sögunnar frá seinni hluta millistríðsáranna.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2012 kl. 22:20

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Guðmundur. Þetta er staðfesting á því að stór hluti þjóðarinnar sér í gegnum þær mýtur og innistæðulausa hræðsluáróður sem ESB andstæðingar hafa verið að ausa yfir þjóðina í mörg seinustu ár. Það sést líka á því að þeim mun meiri menntun sem mann hafa þeim mun líklegri eru þeir til að styðja áframhaldandi aðidlarviðræður við ESB. Það stafar af því að í skóla er mönnum kennd gagnrýnin hugsun og gagnrýnið mat á upplýsingum. Þess vegna eru meiri líkur á að menn sjái í gegnum bullið hjá ESB andstæðingum ef menn hafa góða menntun.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2012 kl. 22:48

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

og þessi könnun spyr bara hvort fólk vilji halda viðræðunum áfram eður ei, hún er ekki um það hvort fólkið vilji í ESB og þar er stóri munurinn á...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2012 kl. 00:15

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ánægjuleg niðurstaða. Ísland er greinilega skynsöm þjóð.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 01:51

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afskaplega vitibornir,munurinn er að flestir hlusta Ruv.þar sem rödd okkar nær ekki til. EN,spurning Runars ar orðuð viltu osfrv. aðildarviðræður, eiga að vera aðlögunarviðræður.Eg er það mikið a ferðinni að kynna þessi mal,að eg veit vel að folk veit ekkert,þvi a Ruv, rikir þöggun. Afsakaðu Magnus,tölvan neitar mer um breiðan serhljoða.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2012 kl. 02:07

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður M. Grétarsson, Þetta úrtak sem Félagsvísindastofnun notast við er ómarktækt af tveim ástæðum:

  1. Í fyrsta lagi hafa þeir samband við fólk eftir slembiúrtak og spyrja hvort menn vilji taka þátt í netkönnunum. Þarna kemur strax fyrsta sían því þeir sem ekki nota tölvur og net eru sjálfkrafa úr leik.  Rannsóknir sína að þetta er helst eldra fólkið sem er líka sá hópur sem helst er á móti aðildarviðræðunum.
  2. Í öðru lagi þá verða menn að vera virkir í svörum eða þáttöku því annars detta menn af listanum hjá þeim.  Þetta er sá hópur sem er óákveðinn eða vill ekki svara í símakönnunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2012 kl. 06:22

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhannes. 

 Það kom skýrt fram í fréttinni að yngra fólkið er frekar á móti esb.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 09:57

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sem er merkilegt. Og reyndar í takt við mínar rannsóknir. þa er alveg órúlegt að ungt fólk í dag á þessu vesaligs skeri hérna skuli vera svona forpokað og miklir reddnekkar. Áhyggjuefni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2012 kl. 15:30

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heimssýn er fljót að segja auðtrúa krökkunum frá tröllasögum ESB.

Heimssýn veit alveg hvað þeir eru að gera.

ESB herinn og svo framvegis.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband