Leita í fréttum mbl.is

Hvaða mann með mikla reynslu er hægt að finna sem ekki kom að bönkunum eða fjármálafyrirtækjunum

Held að þetta sé svo málum blandið þessi aðgerð núverandi stjórnar FME að það hljóti eitthvað annað að búa þarna á bakvið.

Þeir sem helst hafa kallað eftir því að Gunnar færi eru lögfræðingar og álitsgjafar tengdir þeim sem nú sæta rannsókn. Gunnar vissulega tilgreindi ekki tvö félög í eigu Landsbankans. Vissulega óheppilegt. En hann hefur á því einhverjar skýringar. En það sem ég horfi helst í að er að þetta gerðist þegar að Landsbankinn var ríkisbanki og ekki einkavæddur. Þetta var jú 2001 og Gunnar hætti þegar að Björgúlfsfeðgar keyptu 2003. Held að allir menn með reynslu í þessum málaflokki hafi annað hvort sagt eitthvað um mál sem eru óheppilegt eða ekki sagt frá einhverju sem þeir áttu að segja frá. En ef það er ekki meira þá finnst mér þetta mikil læti fyrir litlar sakir. Eins þá velti ég því fyrir mér hvort að menn verði þá ekki að ráða mann sem er ný kominn úr skóla og hafi ekkert unnið hér á landi með skóla til að hann sé gjörsamlega án einhvers sem getur orkað tvímælis. Og yrðu þá ekki allir fjármálabraskararnir ánægðir. Þá kæmi aftur hér sá tími að menn færu sínu fram og hefðu ekki áhyggjur af FME. 

Þetta kemur m.a fram í skýslunni umræddu sem uppsögnin byggist á:

Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að vandasamt kynni að verða að finna til starfans einstakling sem án athugasemda stenst skoðun af þessum toga.“ Þetta segja Ásbjörn Björnsson, löggiltur endurskoðandi, og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem unnu greinargerð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins um hæfi Gunnars Andersens forstjóra.


mbl.is Vandasamt að finna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útlendingar kunna náttúrulega ekkert til verka miðað við íslendinga í þessum bransa.

itg (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:05

2 identicon

Þetta lagast allt saman þegar að við hættum að velja pólitíska pótintáta til að gegna ábyrgðarstöðum.

axel (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:22

3 identicon

Svona m.v. það hversu mikið er grenjað yfir kostnaði FME í dag get ég ekki ímyndað mér hvernig það verður þegar það þarf að þýða hvert einasta skjal sem er borið undir nýja forstjóra ef hann er útlendingur. Tala nú ekki um tímaeyðsluþ

Jón Torfa (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband