Leita í fréttum mbl.is

Er nú búin að lesa ræðu Jóhönnu og finn ekki ástæðu þess að Sjálfstæðismenn og framsókn fari á hjörunum.

Í ræðunni sagði Jóhanna:

"Okkar harðasta glíma verður hinsvegar að ná tökum á gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Til
skamms tíma þurfum við að tryggja stöðugleika krónunnar samhliða afléttingu
gjaldeyrishafta, enda mun áframhaldandi veiking krónunnar fara beint út í verðlagið og
draga úr kaupmætti almennings."

Og svo 

"Það sem helst ógnar hér stöðugleika og hagfeldri þróun efnahagsmála um þessar mundir er íslenska krónan og sú erfiða staða sem hún og efnahagsstjórn áranna fyrir hrun hefur komið okkur í.
Með gjaldeyrishöftunum hefur okkur til skammst tíma tekist að bregðast við og koma í veg fyrir að vel á annað þúsund milljarðar í króunueignum erlendra aðlia yfirgefi landið, en fyrr eða síðar mun stór hluti þessa fjármagns leita úr landi ef eigendur þess sjá ekki fram á nauðsynlegt öryggi gjaldmiðilsins og trygga ávöxtun hér á landi.
Afleiðingar þessa eru meðal annars veiking króunnar og hækkandi verðlag. Allt hefur þetta því bein áhrfi á kjör almennings, hvort sem litið er til kaupmáttar launa, vaxta af lánum eða fjölda atvinnutækifæra.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er framtíðarskipan gjaldmiðlamála Íslands risavaxinn þáttur í þessari mynd.
Ekki síður skiptir þetta máli fyrir þau stórfyrirtæki sem standa í alþjóðlegum rekstri og hafa kosið að hafa höfuðstöðvar sínar á Íslandi.
Skýr stefnumótun varðandi framtíðarskipan í gjaldmiðilsmálum landins er því eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna á næstu misserum.
Enn sem komið er er Samfylkingin eini flokkurinn sem hefur talað skýrt í þessum efnum og hvatt til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru, en fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öðrum flokkum stíga nú fram og viðurkenna í raun mikilvægi þess að tekin verði upp ný mynt á Íslandi í stað krónunnar.
Jafnvel þannig að fullveldi íslands í peningamálum"

Það er ekkert í þessu sam þarf að koma fólki á óvar og ekkert sem hægt sé að segja að hún sé að tala krónuna neitt niður.


mbl.is Segir ráðamenn tala krónu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband