Leita í fréttum mbl.is

Æ greyin mín hættið þessu bulli. Hverskonar Heimssýn hefur þetta fólk.

Ef að samningar takast við ESB þá eru ýmis atrið sem þarf að breyta hér. Þetta hefur alltaf verið vitað. Það eru jú ýmsar reglur sem við þá göngumst undir. M.a. varðandi ábyrgan rekstur ríkisins. Og þá þarf að breyta ýmsum kerfum strax. Og hvernig halda þessar mannvitsbrekkur að það verði gert strax ef ekki er búið að undirbúa það. Og hvað er það sem þetta blessaða fólk nær ekki. Þetta er ekki aðlögun. Þetta er að undirbúa aðlögun sbr.

„„...þetta snýst um að aðlaga tölvukerfi skattyfirvalda ef til aðildar kemur“

Vilja menn frekar að hér verði allt óundirbúið og gert með hraði og því örugglega allskonar mistökum sem kosta okkur peninga og óþægindi. Nei takk ég vill að hér séu til áætlanir um allt sem þarf að breyta og hvernig það verður gert rétt. Sem og að menn skildu nú t.d. átta sig á að hér er margt að sem mundi lagast eins og samskipti við Bændasamtökin sem eru nærri því svona sjálftökulið á launum hjá þjóðinni við að áætla, halda utan um og greiða út styrkjum til bænda. Sem og að hafa eftirlit með því. Óháð inngöngu í ESB þarf að breyta því strax.

Hvort sem fólk vill gang í ESB eða ekki þá er ljóst að ef við gerum það ekki í þessari lotu eru líkur á að við förum þangað skríðandi eftir nokkur ár þegar að gjaldeyrishöftin fara að bíta enn frekar. Svona eins og upp úr 1960 þegar fólk þurfti að sækja um heimild til að kaupa bíl eða stærri hluti að utan því að gjaldeyrir var naumt skammtaður. Og eins þegar fólk kemur til með að þurfa að fá sérstaka heimild til að fara erlendis því að gjaldeyrisvarasjóður okkar kemur til með að hríðlækka vegna afborgana af lánum. 


mbl.is Mótmæla aðlögun að ESB fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Þú ert nú svo mikil mannvitsbrekka nafni og ættir að gera þér grein fyrir því að þetta eru ekki samningar viðræður þetta eru aðlögunaviðræður og það er allur munurinn á þessu tvennu

einnig þær breytingar sem þinn guð vill gera á stjórnarskránni (jÓHERFA) er að afsala Íslendingum sjálfstæði 

Magnús Ágústsson, 14.3.2012 kl. 14:42

2 identicon

Góð mótrök Magnús, þarna jarðaðir þú hann heldur betur!

Það hefur aldrei hvarflað að þessu liði í "Þröngsýn" að hvort sem að við ákveðum að ganga inn eður ei er það hið besta mál að tekið sé til í stjórnsýslunni og aðeins nútímavætt, eða á íslenskur almúgi það alls ekki skilið, má bara éta sitt iðnaðarsalt þegandi og hljóðalaust?

Viðar (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 14:58

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef ég sem húseigandi mundi ákveða það að byggja við húsið mitt þá gæti ég tekið rök Magnúsar og sent inn umsókn um viðbyggingu og hafið strax framkvæmdir við viðbygginguna svo að ekki verið allt  óundirbúið og allt gert með hraði þegar leyfið kemur. Það þarf ansi mikla rörasýn til að geta yfir höfuð hugsað svona. 

HaturJÁ-mannsins gagnvart íslenskum bændum fer ekki á milli mála og sér hann riddarann á hvíta hestinum í ESB og mun þessi riddari, að hans mati, ganga milli bols og höfuðs á vondu köllunum og því sé réttlætanlegt að ganga gegn vilja alþingis. Það sem JÁ-maðurinn gerir sér ekki grein fyrir er að stæsti málaflokkur og útgöld ESB eru einmitt til bænda í formi peningagreiðslna en það sem vekur athygli er að engin endurskoðandi í heiminum er tilbúin að skrifa upp á þessar niðurgreiðslur vegna fjármálaóreiðu sambandsins og svo hefur verið frá upphafi núverandi ESB. 

JÁ-maðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að 2/3 hluti þjóðarinnar er ekki á leið í þetta samband og fer þeim bara fjölgandi. Að ganga gegn vilja alþingis og þjóðar mun einn daginn hafa afleiðingar fyrir þetta rörahugsandi fólk. 

Eggert Sigurbergsson, 14.3.2012 kl. 15:22

4 identicon

Meira endremis bullið í þér Magnús Helgi.

ESB Guðinn þinn sem öllu á að redda og öllu að bjarga.

Þú segir að aðlaga þurfi ýmsar reglur hér til þess að gera rekstur Ríkisins ábyrgan.

Hvernig var þá með rekstur ESB og EVRU ríkisins hinns gjaldþrota Grikklands sem talin er hafa verið tómt sukk, svínarí og spilling í áraraðir. Einnig er skattakerfið þar talið handónýtt og hriplekt og með því óskilvirkasta í heimi. Var þetta allt svona vel aðlagað að regluverki ESB og EVRULANDS - Það er ekki annað hægt en að hlægja að þér og bullinu þínu.

Hvað með skattakerfið í ESB og EVRU landinu Ítalíu sem nú stefnir hraðbyri í þrot. Afhverju eru hin aðlöguðu skattayfirvöld þar ekki fyrir löngu búinn að taka á svartamarkaðs starfssemi Ítölsku Mafíunnar sem nú er talið reka stærstu, öflugustu og arðbærustu atvinnustarfssemi Ítalíu bæði löglega og ólöglega. Allt meira og minna undir borðum og án skattgreiðslana. Var Mafíustarfsemin kannski aðlöguð að Ítalska skattkerfinu undir handleiðslu skriffinnanna frá Brussel og tilskipunum þeirra í þessum 100.000 blaðsíðum þeirra.

Hvað með banka og fjármálaeftirlit ESB sem við tókum hér upp illu heilli og átti stærstan þátt í því að þenja hér út bankakerfið sem endaði með ósköpum. Sama handónýta regluverk kom bönkum Írlands einnig í þrot og hefur líka komið nánast öllu bankakerfi innan ESB á hliðina og þá hrópar Elítan í Brussel að almenningur verði að taka á sig byrðarnar. Þvílíkir hypppókratar þetta ESB skrifræðispakk !

Svo gefur þú skít í íslensku Bændasamtökin og segir að innleiða þurfi sérstakt ESB skatta eftirlit til eftirlits með þeim. Veit ekki betur en að reikningar Bændasamtakanna hafi verið endurskoðaðir af löggilltum endurskoðendum árlega og einnig Ríkisreikngar. Ekkert hefur þar komið fram um spillingu eða óráðsíju á skttpeningum almennings. Allt samkvæmt settum lögum og reglum.

Hinns vegar hafa ársreikningar ESB Guðsins þíns ekki fengist undirritaðir af löggilltum endurskoðendum í heil 16 ár samfleytt. Vegna þess að endurskoðendurnir segja að tugir milljarða EVRA virðast hafa horfið í meðförum ESB elítunnar. Þetta á ekki hvað síst við um flóknar og ógegnsæjar reglur og gerspillt landbúnaðar styrkjakerfi Sambandsins. Þar sem bændurog forrríkir greifar og landeigendur misnota gloppur í styrkjakefi Sambandsins með ýmsum hætti eins og marg hefur verið sýnt fram á.

Svo tek ég undir með Eggerti það mætti spara alla þessa fyrirhöfn og alla þessa fjármuni við þetta ESB aðlögunar ferli með því einfaldlega að hætta því, vegna þess að þjóðin mun segja þvert NEI við ESB aðild með yfirgnæfandi meirihluta strax og hún fær tækifæri til þess.

Svo varðandi þessar hrakspár þínar um gjaldeyrishöftin, er tóm óskhyggja þin vegna krónu- og þjóðhaturs þíns. ÍSlenskur almenningur finnur lítið sem ekkert fyrir þessum tímabundnu gjaldeyrishöftum. Íslendingar eru aftur farnir að ferðast eins og þeir gerðu fyrir Hrunið og enginn þjóð ekki einu sinni hinir ríku Norðmenn ferðast meira til útlanda en einmitt Íslendingar.

Erlend fjárfesting á Íslandi er nú að aukast, meðan erlendir fjárfestar flýja stóran hluta EVRU svæðisins og hagvöxtur EVRU svæðisins er í mínus enda er EVRU svæðið aumasta og lélegasta hagvaxtarsvæði heims samkvæmt skýrslum OECD.

Þú og ESB trúboðið þitt eruð brjóstumkennanlegur og hlægilegur sértrúarsöfnuður !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband