Leita í fréttum mbl.is

Hvað er eiginlega að gerast? Er fólk að missa vitið?

Var að lesa þetta á www.visir.is

Vísir, 14. feb. 2007 12:03

Gríðarlegar skemmdir á bílum í Hafnarfirði

Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á tugum og jafnvel hundruðum bíla í Hafnarfirði í nótt og enn streymna tilkynningar til lögreglu um ný og ný tilvik. Nú þegar er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna.

Tilkynningum tók að rigna inn til lögreglu strax í birtingu. Fyrst úr hesthúsasvæðinu í Almannadal. Þar hafði verið ráðsit á marga bíla frá verktökum sem eru að reysa þar hesthús, rúður brotnar í bílunum og í hesthúsum, sme búið var að glerja. síðan fóru að berast fréttir úr Hellulhverfinu, sem er iðanðarhverfi austan við Álverið í Straumsvík. Þar höfðu skemmdarvargar gengið berserksgang og ekki aðeins brotið rúður í bílum og dældað þá, heldur höfðu þeir rekið járnteina í gegnum hurðir og vélarhlífar alveg inn í bílana. Þar er mikið af stórum vörubílum, steypubílum og ýmsum vinnuvélum, sem líka urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgunum.

Enn eru að berast tilkynningar um skemmdarverk og tjón og er fjöldi lögreglumanna að rannsaka vettvang. Ljóst þykri að tjónið hlaupi nú þegar á mörgum milljónum, ef ekki tugumilljóna og hefur engin verið handtekinn, enn sem komið er, og ekki liggur fyrir hvort skemmdarvargarnir hafa einhvernsstaðar náðst á eftirlitsmyndavélar.

Frétt af mbl.is

  Skemmdarverk unnin í skjóli nætur í Hafnarfirði
Innlent | mbl.is | 14.2.2007 | 12:47
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi tilkynninga um skemmdarverk sem hafa verið unnin í Hafnarfirði í nótt. Að sögn lögreglu hafa skemmdarverk verið unnin á húsum og bílum vítt og breitt um bæjarfélagið. Ljóst er að öflug áhöld hafa verið notuð við spellvirkin miðað við skemmdirnar, en áhöld hafa m.a. verið rekin í gegnum bifreiðar svo nefnd séu dæmi.


mbl.is Skemmdarverk unnin í skjóli nætur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Mikið hrikalega er þetta sjúkt. Maður getur með engu mótið skilið hvað hvetur nokkurn mann út í svona athafnir.

Ingvar Þór Jóhannesson, 14.2.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

já, þetta er rosalegt! ég fékk örlítið sjokk þegar ég las þetta í morgun, þar sem ég bý hérna í Hafnarfirði  

Ég tek undir með Kela, hvað næst?

Björn Benedikt Guðnason, 14.2.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjössi ert þú búinn að kíkja á bílinn þinn? Hann hefur kannski sloppið?

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband