Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Kostnaður á Íslenska ríkið?
Nú svona í ljósi þess að Gamli Landsbankinn hefur nú þegar greitt inn á Icesave kröfunar töluvert sem og að eignasafn hans er talið vera töluvert hærra en Icesave skuldin samtals. Er ekki ljóst að vaxtagreiðslur vegna Icesave hefðu að lokum fengist til baka úr eignum Gamala Landsbankans. Á eftir að sjá þessa útreikinga. En alvega makalaust að þeir skuli liggja núna fyrir daginn sem tilkynnt er að ESB ætli að eiga aðild að málinu ásamt ESA.
Og svona rétt að benda fólki á að ESA er eftirlitsstofnun EFTA. Þ.e. hún stofnun sem við, Norðmenn og Lichenstein rekum Þetta er ekki stofnun á vegum ESB. ESA hóf rannsókn á Icesave án þess að málið væri kært til þeirra. Þó að við þ.e. Ísland berum fyrir okkur að innistæðutrygginartilskipunin hafi ekki verið bortin sem og jafnræðisregla gangvart innistæðu eigendum, þá er engin önnur þjóð í EFTA eða ESB sem hefur tekið undir það. Að minnsta kosti ekki opinberlega.
Því er nokkuð ljóst að töpum við málinu þá eiga Bretar og Hollendingar mikla möguleika á að ná í þessa vexti og jafnvel meira í gegnum dómsstóla hér.
Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Því miður vinurinn. Bretar og Hollendingar eiga enga möguleika til að ná vöxtum, eða öðrum kröfum í gegn.
Í fyrsta lagi, þá dæma íslenskir dómstólar eftir íslenskum lögum, og íslenskri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er ákaflega skýr með það, að ekki má gangast í ábyrgðir fyrir skuldir eingaaðila, nema með samþykki Alþingis.
Það samþykki liggur ekki fyrir.
Í öðru lagi, þá dæma íslenskir dómstólar eftir gjaldþrotalögum, og eftir atvikum öðrum lögum sem við eiga. Í þessu tilviki, neyðarlögunum. Hæstiréttur hefur nú þegar staðfest lögmæti neyðarlaganna. Og neyðarlögin taka til greiðslna úr þrotabúum bankanna.
Í þriðja lagi, þá eru yfirgnæfandi líkur á að þrotabú LÍ standi undir Icesave innistæðum. Og þar sem innistæður verða greiddar í topp, þá er ekkert mál að höfða. Enda geta Bretar og Hollendingar ekki sýnt fram á, að íslenska ríkið hafi ábyrgst eitt eða neitt, eða sé yfirleitt aðili að þessu þrotamáli.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 07:46
Magnús leggðu þig!
Sigurður Haraldsson, 12.4.2012 kl. 09:09
Ef samningurinn hefði verið samþykktur hefðum við þurft að greiða þessa 80 milljarða. En við hefðum haldið þeim 400 milljörðum sem þrotabúið er búið að greiða. Framhaldið er á sama veg, það sem þrotabúið þarf nú að greiða, en hefði annars gengið til okkar, er um þrisvar sinnum hærra en samningsupphæðin. Samningurinn veitti okkur ríflegan afslátt af heildarskuldinni.
Jafnræðisreglan gangvart innistæðueigendum er í Íslenskum lögum og því er erfitt að víkja sér undan henni. Íslenska ríkið ábyrgðist innistæður Íslendinga í Íslenskum bönkum. Spurningin er einfaldlega hvort neyðarlög geti heimilað óbætta eignasviptingu og mismunun á grundvelli þjóðernis. Það er nokkuð sem venjuleg Íslensk lög, stjórnarskrá og samningar banna.
sigkja (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:51
Magnús, þú hefur nú ekki kynnt þér málið að neinu leiti.
Á hverju byggðir þú þína afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni?
Icesave samningurinn innihélt meðal annars vexti og alls kyns kostnað af allri Icesave upphæðinni þar til hún yrði greidd. Enn er hún ekki að fullu greidd, bara búið að greiða inná hana.
Þrotabúið á að öllum líkindum fyrir höfuðsól kröfunnar en þrotbú greiða aldrei vexti eða afleiddan kostnað. Eina ástæða þess að þrotabúið á fyrir höfuðstól Icesave kröfunnar er að neyðarlögin íslensku gerðu þá kröfu að forgangskröfu. Þess vegna er hún greidd á undan öllum öðrum almennum kröfum sem öruggt er að lítið sem ekkert til uppí.
Vextirnir og kostnaðurinn sem ríkið átti að borga samkvæmt samningnum hefðu aldrei fengist endurgreiddir.
Ekki veit ég hvar þessi sigkja hefur haldið sig undanfarin ár en ég hef nú aldrei séð eins mikla steypu um þetta mál eins og hér að ofan. Ef viðkomandi heldur að samningurinn hafi gengið út á að við borguðum vexti af kröfunni en ekki höfuðstólinn þá þarf sá hinn sami að lesa sér aðeins betur til.
Landfari, 12.4.2012 kl. 10:56
Ok. Svo verður áhugavert að sjá hvað við greiðum nú þegar ICESAVE samningunum var hafnað.
Eigum við að giska á tífalda þessa upphæð?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 11:33
Samningurinn gekk út á að við fengjum lánaðan í nokkur ár og borguðum vexti af umsömdum höfuðstól og þann umsamda höfuðstól. Eignir bankans væru okkar hver sem útkoman úr því væri. Sá umsamdi höfuðstóll er aðeins um þriðjungur af því sem krafan á eignasafnið er, þar er enginn afsláttur eins og samningurinn gaf og allt gjaldfallið. Og eignasafnið mikið verðmætara en reiknað var með í upphafi. Slitastjórn eignasafnsins kemur til með að borga vel yfir 1000 milljörðum meira en ef við hefðum samið. Þrotabúið svokallaða er reyndar einskonar eignarhaldsfélag í eigu ríkisins þar sem yfirtekni bankinn hefur ekki verið úrskurðaður gjaldþrota.
sigkja (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 11:34
Menn þurfa að átta sig á því að þegar icesave var hafnað þá er það ekki ríkið (við) sem þurfum að borga og því enginn kostnaður fallinn á ríkið (okkur). Það eru einkabankar sem féllu ekki ríkisbankar, það þíðir á einfalldri og góðri íslensku að þrotabúið á að standa skil ekki ríkið.
Innstæðutryggingasjóður er heldur ekki á ábyrgð ríkisins, hann er á ábyrgð bankanna svo við eigum engu að tapa sjálf.
Svo er það stðreynd að ef samningurinn hefði verið samþykktur þá hefði ríkisstjórnin og Alþingi verið að brjóta lög og það ekki fáar greinar.
Annað hefur komið nánar fram hjá öðrum nei-sinnum hér í athugasemdakerfinu hjá þér.
Magnús og aðrir já-sinnar þurfa að kynna sér málin betur og kanski að læra allmennilega íslensku svo þeir skilji móðurmálið...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 12.4.2012 kl. 13:35
Utanríkisráðherra okkar og forsætisráðherra af mjög djúpri og alvarlegri þrælslund. Um þau verður sagt það sem Mussolini sagði um almenning, eða "smámenni" í hans augum; "Hann er eins og hóra, sem leggst undir þann sterkasta". Það á ekki við um íslenskan almenning, sem betur fer, því við erum upplýst þjóð með betri siðferðiskennd en ráðamenn okkar og sjálfskipuð elíta samanlagt. Hver sem vill færa sönnur á greindarvísitölu utanríkisráðherra vors horfi á viðtalið við hann á Al Jezeera, þar sem hann, eftir að hafa fyrst farið með svo stórmennskubrjálæða ræðu um Ísland sem eins konar Messías og bjargvald Palestínu, þannig að allir viðstaddir roðnuðu og skömmuðust sín fyrir að hafa fengið hann í þáttinn, segir samt hátt og snjallt; "We agree with him too!" þegar hann hlustar á ofurzionista lýsa því yfir Palestína sé einfaldlega ekki til, afþví manngreyið skilur einfaldlega ekki ensku. Önnur sönnun á heimsku þessa ráðherra, sem líklega á heimsmet meðal ráðherra í heimsku, fæst með að lesa meðmælabréf það sem hann sendi Sameinuðu Þjóðunum til að mæla með einum helsta hrunvaldi Íslands í starf meðal þeirra, á svo hrapalegri ensku, fullri af hugtökum beinþýddur úr íslensku, að maðurinn hefði næstfum fallið á samræmdu prófunum með svona hrafli, en í áliti hjá mönnum sem búast við lágmarksdómgreind og skynsemi hjá fólki, fellur hann öllum með slíkri golfrönsku, og því miður þjóðin með honum, því hinn stærri heimur ályktar að dómgreindarbrestir hans endurspegli dómgreindarbrest okkar. Þetta fólk er lífshættulegt þjóðinni og gæti orðið endalok hennar ef við losum okkur ekki við það hið snarasta.
Í sannleika sagt (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 21:10
@sigkja: Þú veist greinilega ekkert um hvað málið snýst. Já snérist um það að Íslenska ríkið myndi með skatttekjum sínum greiða vexti og jafnvel hluta höfuðstóls af skuldinni. Slíkt hefði gagnvart þrotabúinu þýtt e.t.v. að þrotabúið hefði mögulega átt fjármuni til að greiða öðrum en Icesave. Hins vegar hefðu allar greiðslur frá ríkinu vegna samningsins verið eingöngu útgreiðslu en þeir fjármunir aldrei fengist til baka. Semsagt ríkissjóður (þ.e. við skattgreiðendur) hefði þarna mögulega sparað þrotbúinu fjármuni, auk þess að greiða vexti til ríkissjóða Bretlands og Hollands, en slíkt mun þrotabúið ekki gera frekar en önnur þrotabú gera við uppgjör.
Nei kom í veg fyrri að ríkið þyrfti strax á árinu 2011 að greiða vexti sem samtals til dagsins í dag væru rúmir 51,4 milljarðar. Þeir peningar voru og eru ekki til í ríkissjóði. Ég spurði marga hvar þeir ætluðu að ná í fjármuni til að greiða þetta og enginn gat svarað því. Síðar á árinu 2011 viðurkenndi Steingrímur Joð að þessir fjármunir hafi ekki verið til. Ég benti reyndar á leið til að fjármagna þetta, en það var að fella niður allar vaxtabætur, barnabætur, sérstaka vaxtaniðurgreiðslur, greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og mögulega fleira, en samanlagaðar fjárhæðir þessara bóta og endurgreiðslna er nokkurn vegin árleg vaxtabyrði skv. samningnum sem felldur var fyrir réttu ári.
Hvaða 400 milljarða þú ætlaðir að halda eftir hef ég ekki hugmynd um ? Allavega verður þú að gera skýran greinarmun á þrotbúinu sem slitastjórn heldur utan um og ríkissjóði. Þetta eru 2 aðskildir og óskyldir aðilar. Ég og þú greiðum ekki með okkar skattpeningum það sem fæst upp í kröfur á þrotabú gamla Landsbankans. Mér þykir það í meira lagi undarleg hugsun sem oft kemur fram að menn hafi áhyggjur af stöðu þrotabúsins og getu þess til að greiða öðrum en vegna Icesave, heldur en af ríkissjóði sem skiptir okkur alla landsmenn máli.
Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 00:24
Er ekki ljóst að vaxtagreiðslur vegna Icesave hefðu að lokum fengist til baka úr eignum Gamala Landsbankans.
Nei, samningurinn sem þú vildir ólmur samþykkja í fyrra hljóðaði einmitt upp á hið gagnstæða. Lastu hann ekki örugglega áður en þú kaust um hann?
Á eftir að sjá þessa útreikinga.
Þeir lágu fyrir í fyrra, áður en þú fékkst að greiða atkvæði með samningnum, eins og þú ólmur vildir. Skoðaðirðu þá ekki eftir að hafa lesið samninginn?
En alvega makalaust að þeir skuli liggja núna fyrir daginn sem tilkynnt er að ESB ætli að eiga aðild að málinu ásamt ESA.
Öhhh... er einhver heima? Um hvað kaustu eiginlega í fyrra?
Og svona rétt að benda fólki á að ESA er eftirlitsstofnun EFTA. Þ.e. hún stofnun sem við, Norðmenn og Lichenstein rekum Þetta er ekki stofnun á vegum ESB.
Ekki að það séu neinar fréttir fyrir sæmilega upplýstu fólki enda hefur það verið svo frá því að EES samningurinn var gerður. En hvaða máli skiptir það nú þegar framkvæmdstjórn ESB hefur opinberlega gerst aðili að málinu? Síðast þegar ég vissi er framkvæmdastjórnin einmitt ein af stofnunum ESB.
Er það bara ég eða eru sumir farnir að grípa hálmstrá?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 05:12
sigkja, það er engu líkara en þú haldir að einu skuldir þrotabús gamla Landsbankans sé þessi Icesave skuld. Svo ertu líka að rugla saman Þrotabúi gamla Landsbnkans sem er í eigu kröfuhafa en ekki ríkisins og Landsbankanum nýja sem er að mestu í eigu ríkisins.
Anars er mjög tyrfið að lesa þennan texta þinn og erfitt að skilja hann.
Jón Óskar. Ef samningurinn hefði verið samþykktur hefðum við fengið höfuðstól kröfunnar endurgreiddan, sennilga að fullu en ekki krónu upp í vexti eða annan kostnað. Við hefðum eignast kröfuna, sem vegna neyðarlaga er forgangskrafa, og hún hefði verið greidd með öðrum forgangskröfum á undan almennum kröfum.
Landfari, 14.4.2012 kl. 12:50
Landfari, ég verð að leiðrétta eitt: Endurkrafa ríkisins vegna vaxta af Icesave samningum hefði ekki orðið forgangskrafa heldur almenn krafa og þess vegna myndi aldrei endurheimtast nema í mesta lagi brot af henni.
Það er ástæða þess að núvirtur hagnaður af NEI-inu er 80 milljarðar.
Ef málið tapast fyrir EFTA dómstólnum myndi hagnaðurinn af NEI-inu svo hækka upp í 650 milljarða eða meira. Við gætum haft skattlaust ár!
Þessu gerðu JÁ-ararnir nefninlega aldrei ráð fyrir: að við myndum beinlínis hagnast á dómstólaleiðinni, og jafnvel meira af því að "tapa" fyrir dómi.
Svona er nú tilveran stundum furðuleg.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2012 kl. 16:59
Guðmundur, hvern ert þú að leiðrétta um hvað?
Ég var að bnda Jóni Óskari á að við fengjum að öllum líkinum höfuðstólinn endurgreiddann ef við hefðum samþykkt Icesave en ekki krónu upp í vexti eða annan kostnað. Krafan hefði að öllum líkindum fengist greid upp í topp ef svo fer sem horfir en þrotabú greiða aldrei vexti af kröfum eða kostnað við gerð þeirra. Það hefur aldrei gerst enda væri þá viðkomandi svo langt frá því að hafa farið á hausinn ef til væru peningar í slíkt.
Hvað last þú út úr mínum skrifum sem þú þarft að leiðrétta?
Landfari, 16.4.2012 kl. 13:25
@Landfari: Hvaða "við" hefðum fengið höfuðstólinn endurgreiddan ? Gaman væri að fá þína útskýringu á því.
Og hefur þú reiknað hvað ríkissjóður Íslands hefði þurft að greiða í vexti. Fram að 1. apríl s.l. er sú fjárhæð komin í rúman 51,4 milljarða og þá peninga á ríkissjóður ekki til.
Rétt hjá þér er að þrotabú greiða ekki vexti. Þar með hefði hver króna sem ríkissjóður hefði greitt í vexti verið "glatað fé". Enda eins og Guðmundur bendir á hér að framan hefði sú krafa ekki orðið forgangskrafa.
Ef ég og þú greiðum einhverjar kröfur fyrir þrotabú okkur tengd eða ótengd, þá erum við bara að gera þrotabúinu greiða sem og kröfuhöfum, en við eigum enga heimtingu á því að fá krónu af því til baka. Sama lögmál gildir í þessu Icesave máli, þó svo að um örlítið flóknara flækjustig sé að ræða.
Jón Óskarsson, 17.4.2012 kl. 21:28
"Við" erum náttuúrulega íslenska þjóðin sem hefði, ef Icesave hefði verið samþykktur, greitt Icesave reikninginn.
Ef við hefðum gert það hefðum við eignast forgangskröfu í þrotabúið sem nemur höfuðstól kröfunnar og að öllum líkindum fengið hann endurgreiddann.
En við hefðum setið uppi með allan annan kostnað eins og ég benti á í færslu #4 hér að ofan sem þú virðist ekki hafa lesið.
Það er ekki rétt hjá þér að þú sért bara að gera þrotabúi greiða með því að greiða einhverja kröfu á það. Þú ert fyrst og fremst að gera eiganda kröfunnar, þeim sem fær greiðsluna frá þér, greiða. Krafan sem slík stendur áfram á þrotabúið, bara með nýjum eiganda nema náttúrulega að þessi nýji eigandi falli frá kröfunni. Þá ertu eingöngu að gera öðrum kröfuhöfum greiða, því þeir fá meira greitt, en ekki þrotabúinu sem slíku því þar situr enginn peningur eftir þegar það hefur verið gert upp. Þetta gildir auðvitað bara ef þrotbúið viðurkennir kröfuna.
Ef þrotabúið viðurkennir ekki kröfuna (sem er ekkert óalgengt) þá greiðir þrotabúið ekki kröfuna sama hvort hún hefur verið seld eða ekki. Í því tilfelli ertu eingöngu að gera þeim sem á kröfuna greiða sem skiptir þrotabúið engu máli.
Það er kanski rétt að taka fram líka vegna þekkingar þinnar á þessum málum að kröfum í þrotabú er oft skipt upp í þrjá hópa, forgangskröfur, almennar krörur og svo eftir atvikum veðkröfur sem ekki eru til umræðu hér.
Áður en byrjað er að greiða eitthvað uppí almennar kröfur eru forgangskröfur greiddar upp í topp. En ekki vextir af þeim eða kostnaður viðkomandi við að lýsa kröfunni. En ef engar eignir eru í þrotabúinu er náttúrulega ekkert greitt.
Innleggin á Icesave reikingana eru forgangskrafa samkvæmt neyðarlögunum, oft kallaður höfuðstóll. Þau hætta ekkert að vera forgangskröfur hvort heldur eigandurnir eru þeir sem lögðu inn upphaflega eins og var í byrjun eða breska og hollenska ríkið eins og er nú. Hefðu líka verið forgangskröfur ef íslenska ríkið hefði eignast þær með því að greiða Icesave kröfuna.
Landfari, 18.4.2012 kl. 09:19
@Landfari: Ertu með öðrum orðum að segja að í venjulegu þrotabúi þar sem t.d. launaþegar eiga forgangskröfu og eigandinn myndi greiða persónulega launakröfurnar að hann væri þar með orðinn nýr eigandi að forgangskröfunni í þrotabúið ?
Jón Óskarsson, 24.4.2012 kl. 09:49
Já hann verður það ef hann hefur greitt þær af sínum persónulega reikningi.
Hafa ber í huga að launakröfur eiganda og æðstu sjórnenda eru ekki endilega forgangskröfur. Hafi eigandi hinsvegar greitt laun almennra launþega af prersónulegum reikningi eignast hann kröfuna á þrotabúið.
Launakröfur eru hinsvegar öðruvísi en aðrar forgangskröfur því til er eitthvað sem ég held að heiti Ábyrgðarsjóður launa eða eitthvað álíka. Hann greiðir allar almennar launakröfur sama hvort þrotabúið á fyrir þeim eða ekki. Þessi sjóður eignast við það kröfu á þrotabúið sem er forgangskrafa.
Ég geri ráð fyrir að hver sá sem greiðir laun almennra starfsmanna eftir að fyrirtækið er farið í þrotameðferð eignist við það kröfu á þennan ábyrgðasjóð en það þarf ekki að vera svo. Ég hreinlega veit það ekki. En hann eignast kröfu í þrotabúið, það er nokkuð ljóst.
Landfari, 24.4.2012 kl. 12:00
@Landfari: Ég sé það að þú veist greinilega afskaplega lítið um þetta og ert ekki með staðreyndir, lög og annað á hreinu um þessi mál.
Gaman væri að sjá þær lagagreinar sem leyfa það að verslað sé með samþykktar forgangskröfur í þrotabú. Ég þekki mörg dæmi þar sem menn gætu vel hugsað sér það. En engin dæmi þess að slíkt hafi verið gert.
Jón Óskarsson, 24.4.2012 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.