Leita í fréttum mbl.is

Væri þá ekki ráð að þessir andstæðingar ESB gæfu okkur einhverja framtíðarsýn

Nú er ljóst að ef við berum okkur saman við nágranalöndin er alveg ljóst:

  • Engin þjóð í nágreni okkar þarf að vera með 2 gjaldmiðla og í raun þrjá eins og við höfum
    • Vertryggð króna
    • Óverðtryggði króna
    • Aflandskróna
  • Engin þjóð í nágreni við okkur þarf að vera með svo háa stýrivexti ens og við. Því að tiltölulega lítil upphæð sem hér fer í fjárfestingu eða einkaneyslu setur þrýsting á krónuna og markaðin sem  veldur verðbóglu.
  • Engin þjóð í kring um okkur hefur um svo marga áratugi verið með svo gríðalega verðbólgu sem við .
  • Engin þjóið í kringum okkur er með gjaldmiðil sem engin utan Íslands vill eiga.
  • Engin þjóð í kring um okkur er með nær algjört bann við innflutningi á kjöti og þesskonar neysluvörum sem veldur því að hér er einokun á þeim markaði og okkur gefast engir möguleika á að hér verði samkeppni á matvælamarkaði.
  • Engin þjóð í kringum okkur er með gjaldmiðil í höftum sem veldur því að erlend fyrirtæki vilja helst ekki koma hingað þar sem bæði að gengi krónunar er viðkvæmt og því gætu fjárfestingar þeirra rýrnað um kannski helming við næsta hrun krónunar.
  • Engn þjóð í kringum okkur er með jafn fáránlegt kerfi varðandi styrki til landbúnaðar eins og við höfum.
  • Engin þjóð í kring um okkur hefur afhent auðlindir eins og fiskin til útvaldra og lætur svo hagsmunasamtök þeirra ljúga okkur full.

Mér sýnist ljóst að inngang í ESB verður ekki að veruleika. En þá krefst ég þess að þeir sem vinna gegn því sýni okkur fram á hvernig að við náum hér kaupmætti sambærilegum við Svíþjóð að ég tali ekki um Noreg.

Að þeir sýni okkur hvernig hér verði komið á stöðugleika gjaldmiðils sem aldrei í sögunni hefur verið stöðugur nema þegar gengi hans er haldið uppi með fölsku gengi. Að fólk hér geti gert áætlanir sem standast.

Ég krefst þess að þetta fólk sýni fram á raunhæfar áætlanir um hvernig að gjaldeyrishöft verið afnumin og losað um öll þessi jöklabréf og hvað þetta heitir.

Ég krefst þess að þeir skýri hvernig í ósköpunum fyrirtæki erlend fáist hingað til lands til að framkvæma hér ef að þau vita ekkert um hvað gengi krónunar á eftir að verða næstu árin.

Ég krefst þess að geta verslað hér erlendar vörur eins og aðrir á EES svæðinu.

Og ef að menn vilja hætta viðræðum við ESB vegna ICESAVE þá krefst ég þess að menn rökstyðji það almennilega t.d. af hverju við eigum að hætta að tala við ESB en vera áfram í EFTA þar sem að ESA er jú stofnun undir EFTA. Og af hverju við eigum þá að vera í EES því að það er jú hluta aðilda að ESB.

Og ég krefst þess að menn sýni fram á hvernig við bregðumst við ef við verðum dæmd fyrir að hafa brotið EES samninginn. Og sérstaklega ef að við verðum síðan rekin úr EES.

Og ég krefst þess að menn skýri hvernig okkar staða verður varin í framtíðar deilum landsins við aðra þegar nú við stöndum ein ólíkt í gamladaga þegar USA studdi okkur.


mbl.is Tómas Ingi: Krónan og kaupmátturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband