Leita í fréttum mbl.is

Finnst nú nauðsynlegt að Þingmenn séu heiðarlegir

Þegar að Guðrfíður tjáir sig með þessu hætti:

Að sögn Guðfríðar Lilju eru pólitísk skilaboð Evrópusambandsins skýr. „Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir sér með nákvæmlega þessum hætti og í mínum huga eru hin pólitísku skilaboð kýrskýr – það er einfaldlega sparkað í okkur og það á sama tíma og við erum í aðildarferli að þessu sama sambandi,“ segir Guðfríður Lilja en hún segist líta á þetta sem enn eitt tilefnið til þess að endurskoða aðildarferlið.

„Hvorki þing né þjóð geta látið eins og ekkert sé,“ segir Guðfríður Lilja og bætir við: „Það er fullt tilefni til að bæði þingið endurskoði afstöðu sína og að þjóðin fái að skera úr um það hið allra fyrsta hvort henni yfirhöfuð geðjast að því að vera á leið inn í Evrópusambandið á þeim forsendum sem þegar blasa við.“

Er alveg nauðsynlegt að hún hefur verið harður andstæðingur ESB. Og ég get ekki skilið hvernig að hún og fleiri geta sagt að ESB sé að sparka í okkur. Hvað á fólk við.  ESB er að gera ráðstafanir til að vera virkur þátttakandi í dómsmáli sem ESA sem er ekki tengt ESB heldur er það stofnun innan EFTA sem við erum í  er að höfða mál fyrir EFTA dómstólnum. ESB er jú ábyrgðaraðili fyrir tilskipun um innistæðutrygginar og þær gilda um alla Evrópu. Svo mér finnst þetta alveg makalaus málflutningur og aðeins til þess fallinn að telja þjóðinni trú um að ESB sé eitthvað annað en það er í þeim tilgangi sem hún og fleiri hafa stefnt að hætt verið við umsókn um inngöngu.

 


mbl.is Segir skilaboð ESB vera kýrskýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Skilaboð Evrópusambandsins eru pólítísk og það skilja flestir afar vel og við því hinu sama þarf að bregðast á sama vettvangi, þótt enginn hafi gert það nema forseti lýðveldisins sem nú situr á þeim tíma þegar Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2012 kl. 01:40

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ekkert annað í stöðunni að gera Magnús Helgi en að draga þessa ESB umsókn tafarlaust til baka...

Hún fór inn á lygum það er umsóknin segi ég vegna þess að Íslendingum var ekki sagt satt og rétt frá hvað var í raun og veru í gangi í upphafi þegar verið var að samþykkja aðildarviðræður en ekki aðild eins og reyndist og þegar þannig er að málum staðið ganga málin aldrei upp á endanum því miður Magnús Helgi fyrir þig og ESB sinna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 01:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

MagnUs!  Ertu með íslenzkan ríkisborgararétt? Hverrar þjóðar ert þú?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2012 kl. 01:45

4 identicon

Skilaboð Evrópusambandsins eru pólítísk; Við verjum okkar fólk.

Höfum við eitthvað að gera inn í þannig samtök?

sigkja (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 02:03

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Skondin fyrirsögn hjá Magnúsi Helga. "Finnst nauðsinlegt að þingmenn séu heiðarlegir." Þar sem hann kvartar ekkert yfir þó ráðherrar ljúi sitt á hvað eftir hentugleikum í þessu máli og mörgum öðrum, en það er sjálfsagt helv.íhaldinu að kenna.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2012 kl. 05:56

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er alveg rétt hjá þér Magnús, það er bráð nauðsynlegt að þingmenn séu heiðarlegir.  Þegar við segjum það skulum við minnast þess að ráðherrarnir eru líka þingmenn, en þar hefur skort verulega á heiðarleika, sannleika og sanngirni. 

Ráðherrar hafa talað út og suður og ekki hvað síst í Icesave-málinu eða ESB, en alvarlegur skortur á heiðarleika hefur verið í herbúðum Samfylkingarráðherra.  Þjóðinni er ekki sagður sannleikurinn, ráðherrar pukrast með málin þrátt fyrir loforð um gagnsæi og að hafa allt uppi á borðum. 

Óheiðarlegustu þingmenn á Alþingi eru þingmann Samfylkingarinnar, sem veigra sér ekki við að fela sannleikann og viðhalda blekkingum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.4.2012 kl. 09:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Tómas og ykkur hinum sem sjáið hlutina í réttu ljósi en ekki með gleraugum Samfylkingarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 11:00

8 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Við skulum athuga eitt gott fólk - mitt mat er að þarna hafi ESB rækilega skotið sig í fótinn, með því á ég að fari svo að ríkisábyrgð verði á einkaskuldum, þurfa aðildarlönd þessa "klúbbs" að standa að baki sinna banka og margir þeirra eru á leið í þrot........

og þar með liðast þessi "klúbbur" í sundur, fyrir utan það að með þessari aðgerð er ESB að þjappa íslensku þjóðinni saman gegn aðildarferlinu........

Eyþór Örn Óskarsson, 13.4.2012 kl. 11:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Eyþór vel mælt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 11:22

10 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

"Finnst nú nauðsynlegt að Þingmenn séu heiðarlegir" Þá ættir þú að ræða aðeins við Össur flokksbróðir þinn og athuga hvort hann fæst til þess að vera heiðarlegur. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/13/radherra_helt_malinu_leyndu/

Hreinn Sigurðsson, 13.4.2012 kl. 11:38

11 Smámynd: Jón Óskarsson

@Magnús:   Ég er sammála fyrirsögninni þinni.  "Punktur"

Þingmenn hafa nú ekki almennt séð verið að sýna það í verki að þeir séu mjög heiðarlegir.   Allra síst þeir sem jafnframt hafa gengt ráðherraembættum.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 12:28

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Grenj, háskæl og væl. Huhuhuhuh.

það er það eina sem þessi manneskja getur boðið uppá.

Alltaf á svipinn eins og einhver sé nýlega búinn að taka frá henni þríhjólið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2012 kl. 13:03

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Are you talking to me?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband