Leita í fréttum mbl.is

Það er nú ekki eins þetta hafi ekki verið rætt

Man varla eftir ræðu eða viðtalai við Bjarna Ben og Sigmund Davíð öðruvísi en að þeir hafi minnst á þetta. Það vita allri að þeir vilja slíta þessum viðræðum.  Það hefur ekkert farið milli mála.  En það sem þeir hafa forðast að segja okkur er heildræn lausn á því hvernig:

  • náum við að lifa með krónuna sígandi niður stöðugt. Og hvernig halda þeir að farið verði að því að styrkja hana aftur? Og hvaða áhrif hefur það þá að hagnað útgerðar, ferðaiðnaðinn og hvaða greinar eiga þá að taka við? 
  • Og hvað þá með alla krónu eign erlendra aðila sem vilja koma þeim þá i burtu því þeir sjá ekki fram á hér verði skipt um gjaldmiðil á næstu áratugum og vita því ekki hvernig verður hér með gjaldeyrir til að skipta þeim út.
  • Hvað þá með verðbólguna. Það er vitað að öllum stórum framkvæmdum hér fylgir verðbólguskot. Það kom hjá okkur um það bil sem Kárahnjúkum lauk og Reyðaráli því að að þá vorum við að fást við allt það fé sem kom inn til landsins árin á undan.
  • Hvernig ætla þeir að ná hér niður vöxtum.
  • Hvernig ætla þeir að koma hér á einni krónu þ.e. ekki 3 tegundir þ.e. verðtryggð krónar, óverðtryggð króna og svo aflandskróna.
  • Ef að ekki tekst að hækka gengi krónunar til að auka kaupmátt hér í áttina að því sem nágranalöndin búa við.
  • Þó að stórframkvæmdir verði hér næstu árin þá er eðli þeirra að þeim fylgir þennsla í nokkur ár en svo búmm og allt búið. Og hvað þá. Við eigum ekki endalausa orkumöguleika til að endurtaka þetta reglulega.

Þessu og svo miklu fleira verða menn að svara. Þ.e. hvaða framtíð eru þeir að boða okkur?


mbl.is Brýnt að ræða stöðu viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Magnús Helgi í hvaða landi býrð þú eiginlega?Segðu mér eitt heldur þú að eitthvað breytist við inngöngu í ESB þar sem eingöngi viðgengst spilling er aðalmálið.Og komdu með rök fyrir því afhverju Grikkland er sennilega að hverfa úr esb eftir upptöku evru og önnur lönd eru á sömu leið td Spánn-Portugal-Ítalía er líka að komast á sama stig,Svíþjóð er enn með sinn gjaldmiðil og það gengur enn hjá þeim,Frakkar fara að komast í kröggur líka Danmörk er á sömu leið Finnar gráta það í dag að geta ekki stjórnað sínum gjaldmiðli sjálfir og eru að lenda í kröggum líka og samt heldur þú því fram að okkur sé best borgið innan ESB,í hvaða heimi lifir þú eiginlega Magnús Helgi?????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2012 kl. 02:52

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi þú dregur andann og hefur væntanlega eitthvað til að naga mesta hungrið úr þér og býrð hér á Íslandi þar sem krónan er....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.4.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband