Leita í fréttum mbl.is

Það er engin leið að hætta!

Hef legið undir feldi síðan á föstudagskvöld. Og nú er ég ákveðinn í að ég mun blogga aftur á moggablogginu. Fyrir það fyrsta hefur heimilisfang vinnunar minnar verið tekið út, auk þess sem ég er að vega og meta hvort að ég fer með þá færslu sem var að angra mig fyrir dómstóla. Því þar er atvinnurógur og lygar sem viðkomandi maður setur fram um mig. Þetta verður skoðað næstu vikur hvort ég læt slag standa.

Ég þoli alveg gagnrýni en þegar verið er ljúga upp á mig sökum sem eiga ekki við rök að styðjast þá og hóta að bera þær áfram þá fer ég í baklás.

En eftir að hafa rætt þetta mál við fólk þá ætla ég ekki að láta þá stoppa mig í að segja mína skoðun. En sem sagt fólk má búast hér aftur fyrr en varir. Það verður að berjast fyrir málstaðnum. Ef ekki núna þá hvenær?

Kópavogi 17. apríl kl. 17:24


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég hef oft lesið bloggið þitt. Hef bæði tekið eftir því að þú ert þónokkuð vel að þér og oftar en ekki þá er ég sammála Þér. Einmitt út af þeirri ástæðu hvet ég þig til þess að blogga áfram:

Brynjar Jóhannsson, 17.4.2012 kl. 17:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað er í gangi,maður berst fyrir málsstaðnum,en það getur oft fokið í mann,þá reynir virkilega á.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2012 kl. 17:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona til að fyrirbyggja misskilning,ég hef ekki litið inn til þín lengi,en veit þú ert góður starfsmaður,alla vega þegar ég vann á stofnuninni. Þótt ég sé forvitin,er ég ekkert að huga að þessu meir,að sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2012 kl. 17:55

4 identicon

Flott hjá þér. Lætur ekki smámennin stoppa þig. Er nú ekki alltaf sammála þér, en árásin á þig var í alla staði mjög lúaleg. Og verður þeim til ævarandi skammar.

Hörður (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 20:08

5 identicon

Sæll Magnús Helgi; sem og aðrir gestir, þínir !

Þrátt fyrir; harðúðuga og hugmyndafræðilega andstöðu mína, við þínum skoðunum - yfirleitt; alls ekki alltaf, Magnús minn, fagna ég endurkomu þinni, í hvívetna.

Þú varst jú; ásamt stórvini okkar, Guðmundi Jónasi Kristjánssyni, meðal þeirra allra fyrstu, sem ég tók að lesa greinaskrifin eftir, hér á vettvangi, Veturinn 2006 - 2007, og minnist margra góða stunda, frá þeim tíma, okkar í millum.

Það eru jú; allt of margir, góðra skrifara, horfnir á braut, hér af Mbl. vefnum, eins og þú veist Magnús Helgi, gengnir til annarrs Heims, eða hafa hætt, af öðrum ástæðum, ýmsum - og fremur hefði orðið tómlegra hér um grundir, án þín, svo ég segi hlutina hreint út, frá mínum sjónar hóli.

Velkominn á ný; Kópavogsbúi góður /

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 20:28

6 identicon

Haltu áfram. Kv. Baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 20:46

7 identicon

Haltu endilega áfram að blogga. Baráttukveðja....

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 23:05

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Thumbs up...

hilmar jónsson, 18.4.2012 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband