Leita í fréttum mbl.is

Fyrir þá sem vilja einkavæða orkumarkaðinn. Það gefst ekki vel í Evrópu

Var að lesa eftirfarandi á www.ruv.is

Frjáls markaður hækkar raforkuverð

Samkeppnin hefur leitt til
samþjöppunar og hærra verðs
Tveir danskir prófessorar telja að mistekist hafi að koma á samkeppni á raforkumarkaði í Evrópu. Verð á rafmagni til Dana hafi hækkað um hátt í þriðjung. Samkeppnisstjóri Evrópusambandsins telur að verð hafi almennt hækkað og samþjöppun aukist.

Raforkulögin sem hér tóku gildi árið 2003 og kveða á um samkeppni á raforkumarkaði byggjast meðal annars á tilskipun Evrópusambandsins frá 1996. Reynsla almennings og margra fyrirtækja af þeirri löggjöf hefur eftir því sem fram hefur komið í fréttum einkum verið að greiða hærra verð fyrir rafmagn en áður, þótt dæmi séu um hið gagnstæða.

Evrópusambandið ákvað með tilskipuninni að efla samkeppni á raforkumarkaði. Hugmyndin var meðal annars að raforkufyrirtækin gætu selt orkuna yfir landamæri og raforkukaupendur högnuðust á samkeppninni.

Þetta hlýtur að verkja fólk til umhugsunar. Hér höfum við einkavætt bankana og ekki fengið betri kjör fyrir vikið.

Við högum einkavætt Símann og ekki lækka gjöld þar.

Ég held að Ísland sé of lítið og eignatengsl og mikil til að samkeppni blómstri hér að nokkru ráði. Því er ég á móti því að orkumarkaðurinn sé einkavæddur. Það má hugsa sér að einkaaðilar geti bæst við markaðinn en Landsvirkjun Orkuveitunna og Landsnet eiga þeir ekki að fá.

Síðar í sömu frétt stendur:

Niels I Meyer, prófessor emeritus við danska tækniháskólann, og Frede Hvelplund, prófessor við háskólann í Álaborg, birtu skýrslu um sama efni í síðasta mánuði. Þeir segja í danska blaðinu Information að samkeppni á raforkumarkaði hafi algjörlega misheppnast. Fyrirtækjum á markaði hafi fækkað frá 1996 þegar tilskipunin gekk í gildi. Stór fyrirtæki hafi gleypt hin smærri og fimm stærstu raforkufyrirtækin í sambandinu ráði 60% markaðarins.

Maeyr og Hvelplund segja að frá árinu 2000 hafi raforkuferð stöðugt farið hækkandi; fram til 2005 hafi orkuverð til iðnfyrirtækja hækkað um 25% og til almennra raforkunotenda um næstum 33% á föstu verðlagi. Kennisetningar um ávinning af frjálsum markaði í þessum efnum standist einfaldlega ekki. Mayer og Hvelplund leggja til að Danir beiti sér fyrir því innan sambandsins að ESB semji ný raforkulög frá grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ekki eru dæmin frá Bandaríkjunum betri.   Minni á að Geir H. Haarde hefur lýst því yfir að einkavæða eigi raforkuna í landinu....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.2.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband