Leita í fréttum mbl.is

Óttalega er þetta ómerkilegur málfluttningur.

Veit ekki til þess að Sigmundur Davíð hafi samið við nokkurt fjármálafyrirtæki i gegnum tíðina fyrir ríkið eða aðrar. Og Sigmundur hefur aldrei talað um hvernig að ríkið á að ráða við að keyra niður lán t.d. hjá Íbúðalánssjóð og lífeyrissjóðum án þess að þurfa að hækka skatta til að mæta því. Sigmundur hefur aldei sennilega aldrei þurft að takasta á við verðtryggð lán sjálfur þar sem að bæði hann og kona hans eru komin af mjög fjársterkum heimilum.  Og hefur því ekki munað um að staðgreiða sínu hús. Sigmundur hefur því ekki reglulega lent í því t.d. á 10 ára fresti svona c.a. að hér ríkur verðbólga upp t.d. í kjölfar stórframkvæmda. Eða að krónan snarfellur með verðbólgu í kjölfarið. Sigmundur virðist líta á stjórn landsins eins og tölvuleik þar sem að allt í lagi er að leggja allt undir með mikilli áhættu fyrir þjóðina til lengdar. 

Sigmundur Davíð er mjög ábyrgðarlaus og talar eins að hann viti allt betur en aðrir. En raunin er að þarna fer reynslulaus maður um flesta hluti. Hann og hópurinn í kring um hann eru svona menn sem fá hugmyndi blása hana út en gleyma því að oftar en ekki standast þær ekki skoðun. 

Það er t.d. makalaust að land þar sem hagvöxtur er með því mesta í heiminum er hann með allt á hornum sér og tala það niður. Þetta er þó helmingi meira en í öðrum löndum í kring um okkur. Og af hverju er hagvöxtur ekki meiri þar. Eru allir jafn vitlausir og ríkisstjórnin hér að hans mati?

Kópavogi 28. apríl 2012


mbl.is Íslendingum allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigmundur er betur að sér og gáfaðri en nokkur í þessari aumu ríkisstjórn. Þess vegna veit hann betur en hún.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2012 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband