Leita í fréttum mbl.is

Greiningardeild Bandaríkjahers fær falleinkunn.

Þetta er nú ótrúleg frétt. Þetta bendir til þess að bandríski herinn sé ekki með öflugar greiningardeildir. Og hafi í fáfræði sinni trúað eins og Bush á mátt hernaðar og aflsmunar. En svona á ekki við þegar ráðist er inn í annað land. Þar verður að taka tillit til þess að fyrst snýst þjóðinn gegn þeim sem ráðast á hana síðan byrjar valdabaráttan milli hópa innan lands. Herinn var líka búinn að gera ráð fyrir að einhverjir Íraksir kaupsýslumenn sem höfðu búið í Bandaríkjunum um margara áratugaskeið yrðu boðnir velkomnir þangað sem nýjir leiðtogar.

Hugsa sér að þjóð sé tilbúinn að fara út í strið á svona hæpnum forsendum.

Svo reyna menn að segja að Írakar hafi það þó betra núna. En á www.visir.is kemur fram að a.m.k. 2 milljónir Íraka eru landflótta nú og Bandaríkjamenn vilja veita 7000 þeirra hæli..

Vísir, 15. feb. 2007 12:45


Vilja taka við flóttamönnum

Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Ákvörðunin er liður í aðgerðum þeirra gegn uppreisnarmönnum sem hófust fyrir alvöru í gær. Vegatálmar voru settir upp víða um höfuðborgina Bagdad og hermenn fóru hús úr húsi í leit að vopnum og sprengiefnum. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni og kvaðst Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fagna þessu útspili í morgun. Yfir tvær milljónir Íraka eru landflótta og 1,7 milljónir til viðbótar eru á vergangi í eigin landi.

Ég leyi mér að fullyrða að Írakar hafa það verr en fyrir innrásina. Líkur eru á því að öfgatrúarmenn nái þar völdum með t.d. takmörkun á réttindum kvenna sem er víst þegar byrjað.

Erlent | mbl.is | 15.2.2007 | 13:46

Innrásin í Írak byggð á tálsýnum

Hefði áætlun bandaríska hersins fyrir innrásina í Írak árið 2003 gengið eftir hefðu um 5.000 bandarískir hermenn verið eftir í Írak í desember árið 2006. Áætlunin gekk hins vegar ekki eftir og nú eru um 132.000 bandarískir hermenn í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þá gerðu yfirmenn Bandaríkjahers ráð fyrir því að eftir innrásina myndi það taka tvo til þrjá mánuði að koma á stöðugleika í landinu og að þeim loknum yrði 18 til 24 mánaða endurreisnartímabil. Þá gerðu þeir ráð fyrir að Bandaríkjaher yrði að alfarið farinn frá landinu 48 mánuðum eftir innrásina.


mbl.is Innrásin í Írak byggð á tálsýnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband