Leita í fréttum mbl.is

Svona í ljósi orða Ólafs er vert að átta sig á eftirfarandi.

Færeyjar Grænland eru jú í ríkjasambandi við Danmörk og danska krónan er jú tengd evrunni. Noregur er ekki í ESB feldi það og er líka ríkasta land í heimi og krónan stöðug þar sem þeir beita sig hörðu til að olíugróðin raski ekki efnahagslífinu. M.a. með því að halda honum algjörlega utan landsins. Sænska krónan hegðar sér að mestu eins og danskakrónan þ.e. sveiflast með Evrunni. Og allar þessar mynntir eiga það umfram okkar krónu að það löndin sem þær hafa eru mun fjölmennari en við og því sveiflur mun minni en okkar og nær eins og evran sveiflast enda skipta þau mest við ESB ríki. Mætti t.d. minna Ólaf á að Danskakrónan sem var jafngild okkar um 1930 kostar okkur myndi kosta okkur í gömlum krónum nú um 2100 gamlar krónur.
mbl.is Eðlilegt að gefa upp afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Pálsson

Bíddu við Magnús. Ertu þá að segja að hagur Dana sé orðinn 2100 sinnum betri en okkar Íslendinga síðan 1930?

Eins og ég kann Íslandssöguna þá lifðu Íslendingar við mjög kröpp kjör árið 1930 en Danir voru þá langtum betur stæðir en við.

Það er eitthvað sem gengur ekki upp við þessi rök þín.

Davíð Pálsson, 3.6.2012 kl. 23:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og allar þessar mynntir eiga það umfram okkar krónu að það löndin sem þær hafa eru mun fjölmennari en við

Rétt er að árétta að mannfjöldi á Íslandi myndi ekki aukast við upptöku evru.

því sveiflur mun minni en okkar og nær eins og evran sveiflast

Ísland sveiflast miklu meira en Evrópa, enda erum við mjög öfgakennd þjóð. Þetta endurspeglast í sveiflum á gjaldmiðlinum. Ef þú heldur að eðlislæg hegðunarmynstur fólks breytist við það eitt að skipta um lit á peningaseðlum þá eru með orsakasamhengið á hvolfi. Íslendingar eru alveg jafn öfgakenndir hvort sem er í krónum evrum pundum eða dölum.

enda skipta þau mest við ESB ríki

Það gerum við líka. Að mjög stóru leyti í Bandaríkjadölum.

Mætti t.d. minna Ólaf á að Danskakrónan sem var jafngild okkar um 1930 kostar okkur myndi kosta okkur í gömlum krónum nú um 2100 gamlar krónur. 

Og þetta er samanburðarhæft nákvæmlega hvernig? Var aldagamalt peningakerfi Danmerkur á sama stað í sinni hagsögu árið 1930 og peningakerfi Íslands sem var komið á fót löngu seinna? Vinsamlegast útskýrðu hvernig þú ert ekki að bera saman epli og appelsínur.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2012 kl. 01:56

3 identicon

Magnús.

Nú hefur þú greinilega fengið eitthvað að hugsa um.

Ef þú hefur lært það. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband