Leita í fréttum mbl.is

Ef að fólk nennir ekki að kjósa þá á það ekki að kvarta!

Ef að fólk nennir ekki að mæta á kjörstað og segja álit sitt þá bið það fólk bara að hætta að kvarta:

  • Ef ekki verður góðu þátttaka í þessu er fólk ánægt með stöðuna eins og hún er í dag og var í hruninu.
  • Ef að fólk tekur ekki þátt getur það ekki heimtað að vera spurð um mál í framtíðinni.
  • Ef fólk mætir ekki á kjörstað og kýs þá er þetta eins og venjulega. Fólk er óánægt með störf verkalýðsfélaga en nennir ekki sjálft að beita sér. Fólk er óánægt með störf stjórnmálaflokka en nennir ekki að mæta á fundi og beita sér.
  • Fólk er óánægt með þá stjórnmálamenn sem við höfum en nennir ekki að taka sjálft þátt í að velja þá t.d. með því að vinna fyrir þá sem þeim lýst best á. 
  • Fólk sem er óánægt með kvótakerfið og kýs ekki er bara ömurlegt.
  • Það þýðir ekki að orga heima hjá sér eftir því að hafa meiri áhrif en nenna ekki að leggja neitt á sig.
  • Fólk sem ekki kýs nún er að eftirláta mér og fleirum atkvæði sitt og leyfir okkur að ráða.

Fólk sem kýs ekki í dag eru bara bölvaðir aumingjar og þeirra rödd er best geymd þar sem engin heyrir til þeirra. 


mbl.is Kjörsókn í SV-kjördæmi 19,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Finnst þér þú hafa efni á að kalla fólk aumingja?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.10.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meira ruglið alltaf í þér Magnús.  Fólk nennir alveg að kjósa ef það er eitthvað til að kjósa um.  Flestir eru búnir að átta sig á því að þessar "kosningar" eru bara BULL.  Heilög Jóhann sagði það í þinginu í gær að það væri alveg sama hvernig þær færu STJÓRNARSKRÁNNI VERÐUR BREYTTSvo hefur ENGINN komið með haldbær rök fyrir því að sú stjórnarskrá sem er í gildi sé kolómöguleg.

Jóhann Elíasson, 20.10.2012 kl. 17:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað hefur stjórnarskráin með hrunið að gera Magnús?  Er það ekki vegna þess að þessi sirkús er hannaður til að greiða götuna inn í ESB, að þú ert skúffaður?

Það hlýtur annars að vera hrikalegt fyrir þig að búa í landi þar sem 70% íbúa eru aumingjar að þínu mati. Er það nokkuð annað eftir en að skella sér á varanlega bjórhátíð í bæjaralandi? Ekki fengi ég saknaðarsting.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband