Leita í fréttum mbl.is

Orðsending til bæjarfulltrúa í Kópavogi frá útsvarsgreiðanda!

Ég undirritaður hef nú um skeið fylgst með bæjarstjórnarfundum í Kópavog. Svoan til að koma í veg fyrir meinlegar athugasemdir um að ég sé nú bara að draga taum Samfylkingarinnar, þá er rétt að ég viðurkenni að það er rétt að ég kýs Samfylkinguna en það kemur þessu máli bara ekkert við því þessu er beint til fulltrúa hennar í bæjarstjórn líka.

En sem sagt ég hef nú fylgst með þessum bæjarstjórnarfundum nú um nokkuð skeið bæði í útvarpi og á netinu. Og þvílík upplifun. 

  • Til að byrja með er útsending á netinu með miklu suði. Þannig að stundum heyrist varla í fólki
  • Hljóðnemar eru lágt stilltir þannig að það heyrist varla í sumum ræðumönnum
  • Fundarstjórar/forsetar bæjarstjórnar eru óöruggir og halda mjög illa utan um störf fundarins
  • Ræðumenn eru illa undirbúnir og muna ekki númer mála sem þeir eru að ræða um og fer mikill tími í að tilgreina og leita að þeim.
  • Fundir taka iðulega upp undir 8 tíma, þó að maður sem hlustar telji að þeim mætti ljúka á mun skemmri tíma miðað við málin sem talað er um.
  • Nú í dag eru auðveldlega hægt að senda þessa fundi út með mynd. Þannig eru t.d. fundir hjá stéttarfélögum sendir út með þannig útbúnaði sem er stjórnað með einni fjarstýringu.  Og þetta væri sérstaklega til bóta þar sem oft á tíðum er verið að fjalla á fundinum eitthvað sem skýrt er á glærum.  Þarna væri hægt að t.d. fá fyrirtæki eða bara starfsmann bæjarins til að læra á svona græjur og senda út á netinu án mikils kostnaðar en til mikils hagræðis fyrir okkur bæjarbúa.
  • Fundarstjórn þarf að batna mikið. Það þarf að finna að því strax við fólk þegar það fer út fyrir efnið sér í lagi þegar verið er að ræða fundargerðir nefnda og ráða.
  • Væri sniðugt að hafa fyrsta hálftíma í frjálsar umræður.
  • En fáir bæjarbúar nenna að fylgjast með svona fundum í 8 tíma.
  • Væri kannski vit í að fjölga fundum og hafa þá styttri.
  • Stytta kannski ræðutíma nema við sérstakar aðstæður.
  • Fækka þessum fundarhléum fyrir bóknair og leyfa þeim bara að koma seinna væri gott

Eins finnst mér fuðurlegt að nær öll umræða í bæjastjórn fer í að ræða útþennslu Kópavogs, húsbyggingar og skipulag. Af hverju er ekki megin áhersla á innrastarf bæjarins, þjónusta við okkur sem búum í Kópavogi ekki þá sem gætu flutt ef að lóðum fjölgar.  T.d. stefnur og hugmyndafræði. Er það ekki það sem bæjarstjórn á að gera. Þ.e. móta stefnu og setja ramma og það eru starfsmenn sem skipuleggja hvernig það er gert?

En að ef að þið bæjarfulltrúar í Kópavogi viljið að við bæjarbúar fylgjumst með því sem þið eruð að gera þá verði þið virkilega að taka ykkur tak og breyta þessu bæjarstjórnarfundum. Gera þá markvissari, skemmtilegri að fylgjast með. Og það fljótlega endar eru menn og konur að eyða á þessum fundum orku í hluti sem fáir nema innvígðir flokksmenn frétta af.  Og fullt af klst sem væri betur varið í annað fara til spillis. 

  •  P.s.og almennilegar fundargerðir og aðgengi að þeim takk fyrir. Þessi stykkorðastíll segir fólki sem ekki þekkir til nákvæmlega ekkert.
  • Hafnafjörður er komin með fundi á netið myndrænt sbr http://www.hafnarfjordur.is/vefveitan/

mbl.is Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á hvaða bylgjulengd er hægt að hlusta,ég veit heldur ekki hvort þeir eru ákveðna daga.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2012 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband