Leita í fréttum mbl.is

Það er sjálfstæðisflokkurinn sem ekki vill setja í stjórnarskrá að auðlindir séu sameign þjóðarinnar

Það var náttúrulega við því að búast að Sjálfstæðisflokkurinn stæði á móti þessu. Þeir vilja náttúrulega færa vinum sínum þetta að gjöf

Af www.morgunhaninn.is

Illugi á móti auðlindaákvæði í stjórnarskrá

19.febrúar 2007 - kl. 10:51
Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lýsti því yfir við Morgunhanann í morgun, að hann væri andvígur því að setja ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins um sameign á náttúruauðlindum landsins. Hann kvaðst einnig hafa verið andvígur slíku þegar sett var ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála um sameign á auðlindunum í stjórnarskrá. Í stjórnarsáttmálanum stendur orðrétt: "Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd hafa í störfum nefndarinnar sett fyrirvara við slíkt ákvæði. Þá færðist Einar K. Guðfinnsson, sjávatútvegsráðherra, færst undan því í þættinum Krossgötum á Rás 1 á laugardag að svara því beint hvort hann væri hlynntur því að ákvæði um sameign á auðlindum yrði sett í stjórnarskrá lýðveldisins. - Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, sagði í grein í Wall Street Journal í ársbyrjun 2004, að menn, sem stæðu nálægt Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, teldu mikilvægast að styrkja séreignarréttinn, bæði að því er varðar fjármagn og náttúruauðlindir landsins

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála Illuga þarna. Hvernig getur þjóð átt eitthvað?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja ekki er ég sammála þér í þessu. Hvernig má það vera að menn sem slysuðust til að að vera veiða árinn 1983 og 4 fengu allan fiskinn í sjónum gefnins. Og síðan gefin ótökmörkuð heimild til að braska með þetta síðan.  Ég bendi á það að með svona eignarupptöku og braski gæti farið svo að kannski 10 aðilar ættu allar auðlindir okkar. Og við sem áttum þetta þyrftum að búa við það að þeir skömmtuðu aðgang að þeim eða okruðu á afurðunum til okkar.

Ég get ekki séð að það mæli neitt á móti því að þjóð eigi auðlindir. Alveg eins og hlutafélög geta átt fyrirtæki þó þar séu kannski tugir eða hundruð þúsunda hluthafa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.2.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband