Föstudagur, 18. janúar 2013
Sjálfstæðisflokkur! Hvers vegna ætlar fólk að kjósa hann?
Nú er von að maður velti fyrir sér hvað sérstaklega veldur því að um 40% sé tilbúið að kjósa Sjálfstæðisflokk!
- Er það Bjarni Ben? Nú var hann þingmaður Sjálfstæðisflokks í hruninu sagði margt þá sem hann hefur dregið allt til baka.
- Er það kannski af því að hann stóð sig svo vel sem stjórnarformaður BNI eða hvað það hét sem keypti N1 og skuldsettu til andskotans. Keyptu og keyptu öll hjólbarðaverkstæði, varahlutaverslanir og fóru svo kyrfilega á hausinn. Halda menn að það sé besta leiðin fyrir Ísland í dag?
- Er það Einar Guðfinns. Stóð hann sig svo vel sem ráðherra?
- Er það styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór?
- Er það Birgir Ármannsson?
- Er það af því að fólki líkar svo vel við hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkur hefur gagnvart útgerðinni og fiskveiðilögum?
- Er það vegna þess að þeir hafa boðað að þeir ætli að afnema auðlegðarskattinn? Og hver á þá að borga hann í staðinn?
- Er það af því að þeir vilja virkja þó það sé engin kaupandi að orkunni í augnablikinu og því líkur á því að orkan verði nærri gefin?
- Er það kannski Árni Johnssen sem vekur áhuga fólks?
- Er það kannski Jón Gunnarsson? Hefur fólk heyrt hann flytja ræðu án þess að virkjun komi fyrir í henni?
- Er það kannski möguleikinn á að þeir selji Landsvirkjun sem vekur fólki löngun til að kjósa flokkinn?
- Er það kannski allar lausnirnar sem þeir eru með varðandi krónuna, vertryggingu, gjaldeyrishöft og svo framvegis? Nei úps þeir eru ekki með neinar!
- Er það kannski fyrri árangur Sjálfstæðismanna varðandi einkavinavæðingu banka?
- Er það kannski vegna þess hvernig þeir hafa valið embættismenn og dómara?
Hvað skildi það vera sem fær fólk til að gefa Sjálfstæðisflokkinn upp flokkinn sinn í kosningum.
P.s.smá viðbót. Síðunni barst bréf. Þar var viðkomandi búin að bera saman kannanir Fréttablaðsins frá því í des 2011. Og þá má sjá að fylgi Sjálfstæðismanna er nú ekki að aukast skv. þeim.
Kannanir þessar eru gerðar þannig að hringt er þangað til 800 svör hafa fengist.
Fréttablaðið og Stöð2 hafa tekið fram við allar þessar kannar að vegna þessa lága svarhlutfalls eigi að taka niðurstöðum um fylgi flokkanna með fyrirvara.
Minni á að það sem Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði sagði um könnunina 10. des 2011 í Fréttablaðinu má heimfæra upp á allar þessar kannanir: Líklegt er að þeir sem hafi kosið stjórnarflokkana, Samfylkinguna og Vinstri græna, í síðustu kosningum séu síður tilbúnir að taka afstöðu til flokka en þeir sem styðji Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokk. Því megi búast við því að stjórnarflokkarnir eigi eitthvert fylgi inni þegar komi að kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Einfaldlega vegna þess að þeir sem eru núna eru svo mikið verri að öllu leiti.
Hvað í ósköpunum ætlar þú að kjósa?
Teitur Haraldsson, 18.1.2013 kl. 19:09
Á fólk að kjósa Árna Pál,Guðbjart,Ólínu,Katrínu,Möller,Össur,Skúla,og hvað það nú heitir allt þetta samfylkingarpakk?Ég held bara ekki.Af hverju ætti að kjósa þessa hrunverja?Það er alveg sama hvað þið samfósar farið í mikla afneitun ÞIÐ VORUÐ Í HRUNSTJÓRNINNI.Og eftir að þið fóuð í stjórn með vg hélt hrunið áfram.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 18.1.2013 kl. 19:09
Jú, stefnuskráin virðist falla launafólki í geð, þ.e. að selja Landsvirkjun og viðhalda verðtryggingu.
Almenningur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 19:19
Varðandi flokk sem er nr 2 og flokk nr 3 í þessari könnun verður að segjast að margt er líkt með kúk og skít.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 18.1.2013 kl. 19:30
Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekki fullkominn. Það er enginn stjórnmálaflokkur. Yfirleitt þegar kjósendur ákveða hvað þeir ætla að kjósa, gera þeir yfirleitt málamiðlanir. Þeir kjósa þann sem þeir telja næst því að gera það sem þeir telja rétt.
En kjósendur hegna líka þeim sem ganga á bak orða sinna og stefna í tóma vitleysu.
Þess vegna er Sjálfstæðisflokkuinn í stórsókn og ríkisstjónarflokkarnir að hrynja í fylgi.
Vegna þess að kjósendur hafa áttað á að ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu án innnistæðu og að eftir allt saman þá sé Sjálfstæðisflokkurinn betri kostur.
Án þess að hann sé fullkominn, langt í frá, en sá kostur er ekki finnanlegur fyrrir stærstan hluta kjósenda.
G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2013 kl. 19:42
Liggur það ekki ljóst fyrir Magnús Helgi að við eigum allavega alls ekki og aldrei nokkurn tíma að kjósa yfir okkur önnur eins ömurlegheit og við höfum nú.?
Aðalbjörn Þór Kjartansson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 19:44
Ummm... Hvað eru 41% af 60% þeirra sem tóku afstöðu, þrátt fyrir hefðbundnar og þrálátar spurningar Fbl og S2 um hvort það gæti hugsað sér að kjósa D?
Svarið er: um 25%.
Sef rólegur í kvöld.
Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 20:03
Þeir eru skárri en núverandi stjórnvöld. Það er líklegasta skýringin á þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2013 kl. 20:06
Fólk á þá allvega möguleika á að eiga í sig og á, annað en með þetta krabbamein sem nú er við völd
Wilfred (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 20:19
Af því að fólk hefur komist að því fullkeyptu hvað vinstri stjórn þýðir.
Soffía (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 20:50
Algengasta ástæða þess að hinn venjulegi almenni borgari kjósi Sjálfstæðisflokkinn, en ekki þessi minnihluti meðal kjósenda hans sem eru eiginlegir Sjálfstæðismenn, er einfaldlega óbeit á Samfylkingunni, sem knýr þetta fólk, meirihluta kjósenda flokksins, til að kjósa þann flokk sem líklegastur er til að knekkja á honum. Eins algeng og Sjálfstæðisflokks-óbeit er, er Samfylkingar-óbeit, að vilja fella Samfylkinguna hvað sem er, nefnilega mun algengari, og hinn þögli meirihluti Íslendinga á sameiginlega þessa Samfylkingaróbeit, og tjáir með mismunandi móti, sumir þessu. Einunigs örlítið brot kjósenda xD kýs flokkinn til að tjá neitt annað en óbeit á því sem þeir álíta ennþá verri kostinn. Þetta er dagssatt.
Venjulegur Íslendingur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 21:05
Sjálfur þekki ég persónulega hundruðir slíkra Íslendinga, sem kjósa xD, þó þeim verði flökurt við verknaðinn, og gera þetta ítrekað, BARA af Samfylkingaróbeit. Sumir þessara Íslendinga eru vinstrisinnaðri en nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur. Afarfáir þeirra myndu teljast hægrisinnar, flestir eru einhvers staðar á miðjunni. Þjóðerinssinnaðir eru þeir almennt ekki.
Venjulegur Íslendingur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 21:08
Þetta hlýtur að vera einhver aumkunarverðasta athugasemd / færsla sem ég hef nokkur tíma lesið. Greyið þú Magnús að fólk ætlar að mögulega kjósa eitthvað annað Baron Von Brussel hefur skipað þér að kjósa. Þú átt mína vorkunn, þú þarft á henni að halda.
Guðmundur Björn, 18.1.2013 kl. 22:10
Afþví það vill annað hrun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2013 kl. 22:27
þeir sem vilja lægri skatta og meiri efnahagslegt frelsi kjósa sjálfstæðisflokkinn.
Þeir sem trúa því að einstakloingarnir sjálfir eyða betur sínum eigin peningum heldur en stjórnmálamenn skjósa XD
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2013 kl. 23:53
það jákvæða við þetta er algjört hrun VG.
ég vona að þeir fá minna en 5% og þurkast út
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2013 kl. 23:54
það skýrir ekki svo mikið fylgi Sjalla að þeir vilji lækka skatta á elítuna. Elítan er bara 3-4% þjóðarinnar.
Sagan sínir og það er vel staðfest talnalega, að Sjallar almennt hækka skatta á allan almenning ef þeir komast að kjötkötlunum.
http://blogg.smugan.is/bvg/2013/01/19/loford-og-veruleiki/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 14:28
ómar
í valdatíð XD var flöt skattprósenta þ.e allir borga sama hlutfall. Þannig að tekjuháir borguðu meiri en tekjulágir í krónum talið.
Svo var persónuafslátturinn valdandi þess að þegar allt var tekið saman þá borguðu tekjulágir lægri vaxtaprósentu... XD verðtryggði persónuafsláttinn rétt fyrir hrun...
það fyrsta sem vinstristjórnin gerði var að afnema þessa verðtryggingu.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 21:11
Vegna þess Maggi litli.
Kostirnir fyrir venjulegt launafólk eins og mig eru þessir.
1. Kjósa tæra vinstri stjórn áfram sem svíkur meirhluta kosningaloforða sinna og láta skatta sig og hagkerfið til Helv.
2. Kjósa spiltan stjórnmálaflokk sem kemur hlutum og hagkerfinu af stað og vill lækka skatta.
Ég veit ekki með þig en fyrir mér er valið freka einfallt.
Bing Bong (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 15:56
Sennilega vegna þess að 40% íslendinga eru fávitar.
Þorvaldur Guðmundsson, 20.1.2013 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.