Leita í fréttum mbl.is

Stefna Sjálfstæðisflokks fær á kjaftinn. Haraldur ætti að berjast fyrir breytri stefnu.

Af ruv.is

Árstekjur 100 ríkustu manna heims eru fjórfalt hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma fátækt í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam.

Ríkasta eitt prósent jarðarbúa er með 60% hærri tekjur í dag en fyrir 20 árum. Ójöfnuður hefur því aukist mikið. Jeremy Hobbs, framkvæmdastjóri Oxfam í Bretlandi, segir að það sé löngu orðið ljóst að þessi auðsöfnun sé ekki til góðs fyrir heiminn.

Gagnstætt því sem haldið hafi verið fram sé ekkert sem bendi til þess að þeir fátæku njóti góðs af velgengni hinna ríku, þvert á móti dragi slík auðsöfnun úr hagvexti og skaði allt samfélagið til lengri tíma litið. Það sé kerfisbundin mismunun sem hafi gert þeim ríkustu kleift að margfalda auðæfi sín og sleppa við að greiða skatta.

Skýrslan verður rædd á Alþjóðlega efnahagsþinginu, World Economic Forum, sem hefst í Davos í Sviss í næstu viku. Þar verður meðal annars rætt um aðgerðir til að berjast gegn skattsvikum og loka svokölluðum skattaparadísum.

 Brauðmola hagfræði Hannesar Hólmsteins og fleiri gekk og gengur út á að ef að við lækkum skatta og leyfum óheft frelsi manna í frjáfestingum þá verði þeir svo ríkir að aðrir lifi góðu lífi af brauðmolum sem falla af þeirra borði.  Þetta er að sýna síg að sé bull. Eykur bara misskiptingu og fátækari verða fátækari því að þessir ríku eyða gríðalegum kröftum í að borga ekki neitt til samfélagsins og til að aðstoða þá sem verst standa. 

 


mbl.is Hættir sem formaður Bændasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta skiptir nú reyndar engu Magnús.Þótt þú eyðir fátæktinni í heiminum þá er ekki nægur matur fyrir alla.En ekki taka þetta þannig að ég sé einhver Sjálfstæðismaður.Mér finnst öll þessi flokkapólitík algjört rugl og tek ekki þátt í slíku.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2013 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband