Leita í fréttum mbl.is

Það fyrsta sem hinn ungi formaður ungra framsóknarmanna ætti að gera!

Leiðrétta þann leiða misskilning sem formaður Framsóknar og fleiri halda fram að einhver öfga umhverfisvernd sé að tefja fjárfestingu hér sbr.ruv.is

Virkjanir upp á 800 megawött undirbúnar

Unnið hefur verið að undirbúningi við Bjarnarflag. Safnmynd.

Tólf virkjanir sem nú eru í nýtingarflokki eru í undirbúningi, en mjög mislangt komnar. Sumar eru enn á undirbúningsstigi, meðan hönnun og rannsóknarboranir eru hafnar á öðrum stöðum.

Sextán virkjanakostir voru settir í nýtingarflokk í nýsamþykktri rammaáætlun. Landsvirkjun á sjö þeirra. Bjarnarflag og tvær virkjanir á Þeistareykjum eru nú í útboðshönnun og þá stendur verkhönnun yfir á þremur virkjunum í Kröflu. Vatnsaflsvirkjun í Blönduveitu er svo í umhverfismati. Þessar sjö virkjanir geta orðið allt að 450 megavött samtals.

Hjá HS Orku eru Eldvörp komin í umhverfismat, Sveifluháls á Krýsuvíkursvæðinu er á byrjunarstigi og þá er búið að veita leyfi fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar. Þessar þrjár virkjanir geta samtals framleitt allt að 220 megavött af raforku. Hinir tveir virkjanakostirnir, Stóra-Sandvík á Reykjanesi og Sveifluháls á Krýsuvíkursvæðinu eru hins vegar ekki í undirbúningi eins og er.

Þrjár virkjanir á Hengilssvæðinu eru einnig í nýtingarflokki sem eru á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Aðeins ein þeirra. Hverahlíðarvirkjun, er í undirbúningi en búið er að ljúka umhverfismati á henni. Hún á að vera allt að 90 megavött. Gráuhnúkar og Meitillinn, sem einnig eru í nýtingarflokki, eru ekki á dagskrá.

Þá er ein virkjun óupptalin, Hvalárvirkjun í Árneshreppi sem Vesturverk undirbýr, og er í skipulagsvinnu. Hún á að vera 30 megavött.
Samtals er því undirbúningur hafinn á tæplega 800 megavöttum af virkjunum sem nú eru í nýtingarflokki, en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 megavött. Undirbúningurinn er hins vegar mjög mislangt kominn og mörg ár, jafnvel áratugir, gætu liðið áður en sumar þeirra verða að veruleika - auk þess sem ekki er víst að allar virkjanirnar verði jafn stórar og stefnt er að.

 Þetta er nú í samræmi við rammaáætlun sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur reyndu að tefja.

Síðan ætti hann að spyrja þingmenn flokksins afhverju þeir berjast svona á móti nýrri stjórnarskrá þegar ferlið er nærri þvi algjörlega eins og Framsókn vildi: 

 

 

Og loks ætti hann að spyrja af hverju þingmenn flokksins sviku strax það sem landsfundur framsóknar samþykkti fyrir síðustu kosnignar að það ætti að sækja um aðild að ESB gegn ströngum skilyrðum og bera niðurstöðu þess samnings  undir þjóðaratkvæði. 

Og svo í framhaldi af því ætti hann að kynna sér og svo fyrir öðrum afhverju að fólk ætti að trúa að nokkuð sem þau segja nú komi til með að standast. Svona eins og hókus pókus lausnir formanns flokksins um að hægt sé að lækka skuldir,skatta og öll gjöld af fólki án þess að nokkuð þurfi að skera niður í staðinn. 


mbl.is Kosinn formaður ungra framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nja, ég held að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þessi spyrji spurninga.

Siggi (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband