Leita í fréttum mbl.is

Svona virkar krónan KAFLI 3 Svona skrifar Bubbi Morthens

Framtíð fyrir börnin okkar

Krónan veikist og heimili landsins veikjast. Börnin mín líða fyrir þetta, þjóðin líður fyrir þetta.  Skuldir mínar og þínar hækka. Gjaldeyrishöftin áttu að vera í 10 mánuði, já 10 fokking mánuði. Fólk verður að skilja að krónan er versti óvinur alþýðumanna hér á landi. Krónan veikist þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Þetta þýðir að að þeir sem eiga að stjórna því að hlutirnir gangi rétt fyrir sig, hafa misst tökin. Erlendir vogunarsjóðir voma yfir landinu líkt og soltnir hrafnar sem mæta á blóðvöllinn og ráðamenn láta sem lítið sé að.
 
Það er kominn tími á að losna við krónuna! Hvað er óeðlilegt við það að vilja hafa gjaldmiðil sem er í lagi? Ekki í plati. Krónan er fyrir örfá fyrirtæki sem græða á hroðanum. Það eru kosningar í nánd. Viltu bjarta framtíð fyrir börnin þín?

Viltu eiga möguleika að lifa mannsæmandi lífi líkt og fólk í nágrannalöndum okkar? Ef svo er kjóstu þá fólk sem vill breytingu. Fólk sem þorir að vaka og horfa á sólina rísa en ekki fólk sem vill lifa í myrkri liðins tíma. Fólk sem trúir því að það sé hægt að vinna í þágu fólksins  og er tilbúið að gera það en ekki leggja hvert annað í einelti á Alþingi þar sem lausnir snúast um að halda öllu í svarta myrkri.

Ef hér væri annar gjaldmiðill væri lífið annað á heimilum manna. Þá væru menn, konur og börn að ganga annan veg en þann sem nú er í boði.

Láttu ekki spunameistara og úrtölufólk draga úr þér kjarkinn. Það er vel hægt að fá nýjan gjaldmiðil. Þú átt rétt á að lifa lífinu frjáls en ekki í hlekkjum gjaldmiðils sem er ónýtur. Þú átt rétt til að lifa og njóta en ekki lifa til þess að hnjóta um platgjaldmiðil sem bregður fyrir þér fætinum í hvert sinn sem þú stendur upp. Sjá hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband