Leita í fréttum mbl.is

Ég kaus Árna Pál sem næsta formann Samfylkingar

Ástæður þess eru nokkrar. Fyrir það fyrsta fannst mér hann sem ráðherra standa sig vel. Jú ég segi standa sig vel. Veit vel að fólk deilir á hann fyrir „ÁrnaPáls“ lögin sem sett voru en ég biði ekki í þá stöðu hjá mörgum ef að þau hefðu ekki verið sett. Og þó að síðar hefði verið dæmt að vaxtaútreikningur sem þar var sagt fyrir um væri ólöglegur var það ekki Árna Páli að kenna heldur var sá kafli byggður á fyrri dómi hæstarétta og skilningi manna á honum.  Og ég spyr: Hvað voru aðrir að gera í málefnum skuldara á þessum tíma raunverulega? Árni var þarna á erfiðum tímum að ná samkomulagi milli mjög ólíkra aðila, með ólíka hagmuni til að ná fram einhverjum úrræðum fyrir skuldug heimili. Aðrir stjórnmálaflokkar og einstaklingar stóðu jú á tunnu og hrópuðu en voru svo ekki tilbúnir að vinna að neinum lausnum heldur fóru hver í sitt horn og gagnrýndu Árna Pál.

 

Ég er hrifinn af því að Árni hefur undirbúið framboð sitt mjög vel. Hann fór um allt land ræddi við fólk í flokknum og bar undir það sínar hugmyndir og hlustðai á hugmyndir annarra.  Hann hefur mótað sér framtíðarsýn fyrir Samfylkinguna og í raun breytt vinnubrögð í stjórnmálum. Svo er það náttúrulega flokksmanna að bera þá sýn saman við sína og sá hvort að þær fara ekki saman.

Árni Páll er duglegur að vera í sambandi við fólkið í flokknum t.d. þekki til þess hér í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi. Þar sem hann hefur mætt reglulega og stutt flokkinn vel í t.d. bæjarstjórnarmálum. Hann er virkur á allann hátt. Hans frjálslynda jafnaðarstefna er stefna sem allir hugsandi menn sjá að stefna fyrir Ísland. Þ.e. velferð byggð á öflugu atvinnulífi.

 

Hann fylgist vel með og t.d. einhvern tíma þegar ég var að gera athugsemdir á netinu fyrir nokkrum misserum vissi ég ekki fyrr en að ég hafði fengið vinabeiðni frá Árna á Facebook þar sem hann vildi benda mér á  eitthvað varðndi  það sem ég hafði rætt

 

Þetta er svona helstu áherslur þess að ég kaus Árna Pál

 

 

Og það eru fleiri sem kjósa Árna og hafa ýmsar ástæður til þess:

 

 72883 319985458103399 105727347 n

270830 319580171477261 315082033 n208242 320055824763029 284054482 n 317084 320132838088661 1714114636 n545240 319335784835033 1503658422 n484849 319214031513875 1798114679 n424123 319627998139145 1700560514 n398100 319749188127026 1762813960 n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband