Leita í fréttum mbl.is

Og þetta hjálpar okkur hvernig?

Ætli að Bretar gleymi því í bráð hvering að eftirlti með bönkum og fjárfestum hér hjá okkur var háttað? Að við skildum leyfa þeim að stofna útibú erlendis til að dæla hingað peningum einstaklinga frá Bretlandi og Hollandi, því að bankarnir fengu hvergi lán og svo hrundu þeir allir einn tveir og þrír. Og fólk væri ekki búið að fá innistæður sínar enn nema að Bretland og Holland hefðu greitt þær út eftir að við samþykktum að greiða lágmarksinnistæður. 

En svona til að byrja með hvað er Ólafur að gera í Davos? Er þetta innlegg í að eiga möguleika á að semja við Breta eða koma í veg fyrir að þeir geri eitthvað frekar í Icesave ef við töpum málinu fyrir EFTA dómsstólnum?  

Og svo eitt enn nú er eina aðkoma Ólafs að fjármálum hérlendis að skrifa undir fjárlög og gera rekstraráætlun fyrir embættið og Bessastaði. Hvað er hann að gera í Davos?


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissir þú að það var þitt elskulega ESB regluverk sem þú ert þarna að lýsa. Þetta er afleiðing fjórfrelsisins svokallaða. http://is.wikipedia.org/wiki/Fj%C3%B3rfrelsi

Þannig að ef við hefðum ekki tekið upp þessar reglur þíns heittelskaða ESB hefðum við ekki lent í þessu.

Ólafur stóð í lappirnar gagnvart erlendum fjölmiðlum og óvæginni umfjöllun, á meðan lá ríkisstjórnin í skítaholunni sinni og ekki heyrðist múkk frá þeim því þau töldu að það myndi gagnast þeim pólitískt að reyna að skrifa þennan skít á reikning sjálfstæðisflokksins. Sömuleiðis reyndi ríkisstjórnin að koma Icesave yfir á skattgreiðendur. Því gleyma íslendingar ekki.

Nú reynir ríkisstjórnin að koma okkur undir erlent yfirvald með brögðum og svikum. Ríki bjúrókrata og stimpilsleikja sem telja sig eina umkomna til að ráðstafa skattfé heilu landanna. Núverandi ríkisstjórn er ríkisstjórn haturs og sundurlyndis, skattpíninga, útblásins embættismannakerfi, eftirlits og mannfyrirlitningar. Hagsmunir íslendinga eru bara peð í þeirra pólitíska valdabrölti.

Ólafur á heiður skilið fyrir sína framgöngu og hefur staðið sig manna best.

Njáll (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:19

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er bara verið að glamra eitthvað út í loftið haldandi það að hann geti gengið í augun á Guðna Ágústssyni vini sínum og fleirum. Þetta skemmir frekar fyrir, því á þessu máli eru tvær hliðar og svona lagað þjónar engum tilgangi.

Annars er fróðlegt að skoða skrána á forseti.is og sjá hvað Ólafur er að bauka. Hann virðist alltaf vera í útlöndum og ekki er upplýst þar hvenær hann er í einkaerindum og hvenær í opinberum erindum.

Það liðu 2 mánuðir frá hamfaraveðrinu í september og þar til hann lét sjá sig fyrir norðan. Og svo heimsótti hann bara nokkra bændur og lét taka myndir af sér og Doritt og var svo rokinn suður án þess að kalla bændur allmennt saman í hverju héraði.

Það var ævarandi skömm að þessari heimsókn að mínu mati.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.1.2013 kl. 18:25

3 identicon

Sammála Njáli.

Pétur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hryðjuverkalög Gordons felldu íslensku bankana alla.  Síðar kom í ljós að a.m.k. Kaupþing banki stóð fyrir sínu og hefði ekki þurft að falla.

En Gordon sjálfur féll, heima hjá sér. þegar hann  móðgaði bresku almúga konuna eftir sjónvarpsviðtal - sem var óvart sent út lengur en hann bjóst við...

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 18:30

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hverning feldu hryðjuverkalög Gordons Browns Íslensku bankana? Voru þau ekki sett eftir að Landsbankinn rúllaði? Glitnir var líka farin. Icesave rúllaði og grunur var um að penignar væru á leið úr Kaupþing Edge til til Íslands í móðurbanka Kaupþings. Þetta var ekkert gaman mál. Og lenda á þessum lista þeirra var til skammar hjá þeim. En þetta feldi ekki bankana hjá okkur þeir voru löngu fallnir. Gordon langt frá því að vera góður ráðherra og Darling ekki betri. En þeir feldu ekk bankana okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2013 kl. 18:49

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En ég er að velta fyrir mér hvað Ólafur er að reyna að fá í gegn með þessu nú 4 árum seinna. Hvða málstað er að hann að styrkja með þessu nú? Er hann að æsa Breta í að halda Icesave áfram ef þeir vinna málið? Þ.e. fara að rukka okkur um vexti?

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2013 kl. 18:51

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kannski ekki alveg svona einfalt, en "grunur" er ekki það sama og sönnun.  Þá á ég við Kaupþing. 

En hryðjuverkalögunum var ekki aðeins skellt á einkabankana heldur Ísland allt!  Landið sjálft, þig og mig og alla hina!

Svo fer engum sögum af því að þessum hryðjuverkalögum hafi nokkurn tíma verið aflétt.  Gæti verið að forsetinn sé að vinna að því?

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 18:58

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ef ég man þetta rétt þá kom Davíð í sjónvarp á þrjðudagskvöldi sem Seðalbankastjóri í okt 2008 og sagði að við ætluðum ekki að bora skuldir óreiðurmanna. Það var svo á miðvikudagsmorgni sem að Breta settu á okkur þessi lög. Og skýrðu það að það væru einu lögin sem þeir hefðu til að stoppa millifærslur úr útibúm og dótturfélögum til Íslands.

Úr viðtali við Svavar Gestsson í mogganum 15. des 2012:

Ég lagði þennan samning fyrir ríkisstjórnina sem hélt svo áfram með málið. Veruleikinn var sá að Ísland var einangrað og ekki til peningar til að kaupa lyf eða olíu. Ísland var á hryðjuverkalista sem var svívirðilegt. Hér var allt í uppnámi. Við í samninganefndinni gerðum eins vel og hægt var miðað við aðstæður. Ísland var tekið af hryðjuverkalista og Bretar og Hollendingar samþykktu að taka eignir þrotabús Landsbankans upp í. Síðan kom Buchheit og gerði annan samning en það var augljóst að þjóðin vildi ekki semja. Hún vildi dóm. Sá dómur er á leiðinni og ég vona að hann verði góður fyrir land og þjóð.«

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2013 kl. 19:17

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Geri ráð fyrir að lögunum á okkur hafi verið aflétt þegar landið var tekið af þessum lista. Enda hafa þrotabúin starfað óáreitt skv. því sem maður best sér. Þ.e. bæði með eignir erlendis og hérlendis og greiðslur þar á milli

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2013 kl. 19:20

10 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Eins og Njáll sagði ...

Jón Á Grétarsson, 23.1.2013 kl. 19:31

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Furðulegur málflutningur að kenna regluverki ESB/EES um þetta! Bendi ykkur á að það var aðeins Landsbankinn sem var með dótturfélag í Bretlandi. EKKi t.d. Kaupþing. Og Íslenskir ráðamönnum hefði verið í lófalagið að koma Icesave út til Bretlands. Og við t.d. þurftum ekkert að borga varðandi innistæður á Kaupthing edge.  En bendi líka á að það var ekki Icesave sem setti Landsbankan á hausinn, og ekki Glitni og ekki Kaupþing. Það var að þessir bankar fengu ekki lengur lán til að endurfjármagna þau gríðarlegu lán sem þau hefðu fengið. Og af því að bankarnir hér heima hrundu þá þá var gert áhlaup á Icesave og Kaupthing Edge. Þetta koma reglum ESB ekkert við. Þetta var vegna þess að bankarnir hér fóru hamförum í að taka lán og veita lán. Um 10 þúsund milljörðum of mikið minnir mig miðað við það sem þeir réðu við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2013 kl. 19:42

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

á, nú tek ég innilega undir. Skömm Gordons og Bretlands lifir í minni kynslóð og ég mun kenna barni mínu og vonandi barnabörnum!

Takk Forseti Íslands

ps(er stuðningsmanneskja þess að klára loks samninga esb)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 19:46

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, hafi hryðjuverkalögunum verið aflétt þá er meira en tímabært að tilkynna það íslensku þjóðinni!  Með jafnstórum stöfum og þegar lögin voru sett!

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 19:59

14 identicon

Merkilegt hvernig sami vælukórinn fer af stað aftur og aftur og aftur og aftur.....í hvert sinn sem Forsetinn okkar birtist í fjölmiðlum.

Menn ætla greinilega ALDREI að jafna sig á því að það hafi misheppnast að veita ríkisábyrgð á þjófnað bjöggana í landsbankanum.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:21

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Breskur braskari Tschengis hafði 46% af öllum útlánum Kaupþings!

Þessi sami braskari slapp við rannsókn breskra lögregluyfirvalda!

Bretland er griðaland braskara enda tekið á hvítflybbabrotum með silkihönskum. Hvar skyldu íslensku bankabrasaranir helst halda sig? Þeir þrífast hvergi betur en hjá Bretum!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2013 kl. 23:47

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta var ekki hryðjuverkalög. Voru Frystingalög á eignir Landsbankans. Og í annan stað var það Landbankinn sem settur var á einhvern lista yfir fyrirbæri þar sem eignir voru frystar.

þetta var eðlilegasti hlutur í heimi.

Wikipedia segir reyndar, án þess þó að sourca fullyrðingu sína, að frystingin hafi komið of seint:

,,It was too late, however, as much of the assets had been transferred to Iceland or to off-shore accounts."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.1.2013 kl. 03:04

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar skrifaðir þú þetta inn á Wikipedia sem þú ert að vitna í?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 16:07

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Textinn var ekki svona í fyrstu. Í fyrstu eftir 2008 tók heildartexti nokkrum breytingum þar sem sagan lengdist og sona. Svo á einhverjum tímapunkti kom þessi klausa fyrir aftan sem hefur staðið í a.m.k. 1 ár.

Eg er alveg hissa á Indefens að ,,leiðrétta" þetta ekki á wiki.

Í rauninni er þetta samt líklega nokkurnvegin rétt. Óumdeilt er að íslensk stjórnvöld eða stofnanir sem þar um sýluðu, tóku mun meira inní Nýja Landsbankann en þeim bar. það er verið að borga risaupphæðir aftur til baka.

Ennfremur er ekkert langsótt að útrasarvíkingar forsetagarmsins hafi líka verið að flytja á aflandseyjar. Er ekkert erfitt að trúa þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.1.2013 kl. 18:45

22 identicon

Þú spyrð hvernig þetta hjálpi okkur!

Þetta yljar manni um hjartarætur svo um munar :-)... hressir bætir og kætir í skammdegi íslenskra stjórn- og efnahagsmálaumræðu.

Ólafur er bara tær snilld í þessu stjórmálaumhverfi sem við lifum við á Íslandi. Já, og sennilega talar hann fyrir munn flestra landsmanna. Undri það sem undra vill.

Karl Snae (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 19:50

23 identicon

Ólafur er í Davos að ræða við hærri menn en litla kalla eins og þig grunar, um stærri hluti en þú lærir um í litlu skólabókunum þínum. Menn sem líta ekki á það sem léttvægt að nýðast á vestrænni menningu með því að svíkja hana fyrir stundar "Falklands moment" og lýðskrum, með misnotkun á lögum settum til verndar henni. Að jafna hvaða fjárglæframanni sem er við Bin Laden og félaga er gróf fyrirlitning gegn vestrænni menningu og verður aldrei fyrirgefin af þeim sem hana vernda. Nú fellur litli heimurinn þinna líka, og nýr rís, og þá verður Gordon Brown gleymdur og grafinn um eilífð, nema til að hæðast við og við að honum og öðrum svikurum við mannkynið, og samverkamönnum glæpamanna gegn mannkyninu, til að minnast þess hversu stórt og ljótt var það bákn ófrelsis og kúgunnar sem við glímdum við áður en rasíski, heimóttarlegi, evró-centríski kúgunar heimurinn páfans og kóngsins var jafnaður endanlega við jörðu og Hinn Nýi Heimur reis, svo óendanlega miklu hærri og merkari en litlir Euro-kratar eins og þú gátu nokkurn tíman ímyndað sér. For if you build it - They WILL come!

Live again (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 22:28

24 identicon

Eru þá gjaldeyrishöftin á Íslandi hryðjuverkalöggjöf?

Eru gjaldeyrishöftin á Íslandi ekki réttlætt með sömu rökum og hryðjuverkalöggjöfin sem var notuð á Ísland?

Svarið fer líklega meira eftir tilfinningunni en staðreyndum.

Íslendingur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 23:01

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við gátum rétt úr kútnum fljótlega eftir staðfestingu Icesave samninganna. Traustið hefði byggst aftur. Lánshæfismatð haft þau áhrif að viðskiptakjör og þar með vextir yrðu okkur hagstæðari. Hagvöxtur og jafnvel erlend fjárfesting í landinu verið meir.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur 3ja ára töf á Icesave hafi kostað íslensku þjóðina 60-100 milljarða.

Sennilega eru 60-100 milljarðar jafnvel of varfærnisleg tala. Hagur okkar hefði verið betri ef áróður byggður á tilfinningum ekki borið umræðuna ofurliði. Þversagnir hafa verið gríðarlegar. Í byrjun okt. 2008 er frægt viðtal við Davíð Oddsson sem fullyrti að við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Nokkrum dögum fyrr hafði hann þurrausið úr sjóðum Seðlabankans í tóma hít bankanna. Óreiðumennirnir fengu meira í sinn hlut!

Þeir sem stóðu gegn þessari þróun voru fyrst og fremst áróðursmeistarar með Sigmund Davíð sem einn meginforystumann og Ólafur Ragnar.

Það voru braskaranir sem græddu mest á hruninu og Icesavetöfinni á kostnað þjóðarinnar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband