Leita í fréttum mbl.is

Vantaði nú aðalmálið í þessa frétt hjá mbl.is

Hjörleifur sagði sig úr Vg! Ætli sé að koma í ljós að hann og Ragnar Arnalds séu að fara í samstarf við allra flokka kvikindi um að stofna einangrunarflokkinn sem fólk hefur verið að tala um?

Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og ráðherra sagði sig úr Vinstri grænum á flokksráðsfundi í kvöld og yfirgaf fundinn í kjölfarið. Hjörleifur er einn af stofnendum Vinstri grænna fyrir tæpum fjórtán árum og hann sagði í ræðu sinni að framan af hafi vegferðin gengið vel.

Gjörbreyting hafi hins vegar orðið á störfum flokksins til hins verra. Með valdboði hafi ágreiningi verið ýtt til hliðar. Ítrekað hafi verið brotið gegn yfirlýstri stefnu og kosningaloforðum. Afleiðingarnar blasi við, þingmenn hafi gengið úr flokknum eða hætt störfum. Mörg hrapaleg mistök og áverjandi ákvarðanir hafi verið teknar síðustu fjögur ár.

Stærst sé þó ákvörðunin um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Það sé göróttasti kokteill sem blandaður hafi verið um langt skeið, óverjandi, siðlaus og eitraður fyrir  flokkinn. Boðaður hægagangur í viðræðum sé augljós blekking sem henti Samfylkingunni. Hann segist því miður ekki sjá þess nein merki að Eyjólfur hressist, þver á mót sé siglt hraðbyri upp í fjöru, með sömu áhöfn við stýri, forystu sem komið hafi flokknum í þessa dapurlegu stöðu. Hann segist kveðja VG með blendnum tilfinningum. (ruv.is)

 


mbl.is Segir sig úr Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eitt sinn fyrir nokkrum áratugum síðan, sagði mér lífsreyndur maður að það væri margt gott og frambærilegt sem Hjörleifur og fleiri hefðu að segja. Svo sagði hann mér ekki meir. En ég skildi það á hvernig hann sagði þetta, að ekki væri nú allt sagt.

Ekki hugsaði ég mikið um pólitík á þessum árum, og velti þessu ekki meir fyrir mér þá. En nú rifjuðust orð þessa lífsreynda manns upp fyrir mér.

Þess vegna spyr ég mig og aðra nú að því, hvers vegna Hjörleifur Guttormsson sagði sig núna fyrst úr þessum ESB-stýrða flokki?

Það hættulegasta sem allir gera, er að trúa blindandi á flokka-klíkur, og talsmenn þeirra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2013 kl. 22:08

2 identicon

Þjóðarvilji liggur fyrir. Ekki þarf neinn nýjan flokk til að sannreyna það. Hitt er mun alvarlegra hvernig VG hefur þyngt skuldaklafa íslenskra heimila með því að hrófla í engu við svonefndri verðtryggingu (les: arðráni). Það kann ekki góðri lukku að stýra að siga rökkum á og  "hengja" svo sendiboða illra tíðinda eins og elíta VG hefur gert, að fordæmi alræmdra einræðisherra! Enda sést hvert klíkan (Skallagrímur, Katastroffa, Snati, Eggman og þeirra hyski)  stefnir!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 22:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einangrunarflokk höfum við nú þegar. Samfylkingin hefur ekki þor til að nýta það frelsi til viðskipta og samskipta sem frjálsu og fullvalda ríki býðst.

Mikið var þetta góð ræða hjá Hjörleifi.

Sannarlega er það von allra þjóðhollra Íslendinga að Hjörleifur gangi til liðs við þau öfl sem vilja endurreisn samfélagsins á eigin forsendum.

Árni Gunnarsson, 25.1.2013 kl. 23:09

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Árni Gunnarsson ég var einmitt að hugsa það sama, Magnús Helgi talar um allra flokka kvikindi og hann gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að hann sjálfur er í allra flokka kvikindi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2013 kl. 08:52

5 identicon

Ég man eftir Hjörleifi hér á árum áður. Hann var alltaf á móti öllu. Ef fólk hefði hugsað eins og hann þá værum við líklega ekki einu sinni með rafmagn. Það mátti aldrei virkja neitt, það mátti enginn erlendur aðili fjárfesta á Íslandi, það máttu engin álver eða verksmiðjur rísa á Íslandi. Við værum einangruð þjóð. Hann er á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu og álverum. Ég spyr, vill hann keyra bíl og nota bensín? Vill hann geta flogið til útlanda? Til þess þarf bensín, olíu og ál. Vill Hjörleifur geta lýst upp og kynt húsnæði sitt?

Þessi maður ásamt Ragnari Arnalds og fleirum innan VG vill fara aftur til 18. aldar. Viljum við hin það?

Margret S (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband