Mánudagur, 28. janúar 2013
Jæja þarf að éta þetta ofan í mig.
Ét hér með allt sem ég hef sagt um Icesave ofan í mig og viðurkenni að þessi leið sem Árni Páll markaði að taka upp markvisst samstarf við stjónarandstöðuna og Indefence um málsvörn var rétt. Og skilað okkur árangri.
Frábær niðurstaða fyrir okkur skulduga þjóðina.
Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir:
Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
Ísland hefur frá upphafi haldið til haga þeirri lagalegu óvissu sem verið hefur um hvort ríki beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda og lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum. Á því voru hins vegar ekki raunhæfir möguleikar fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að skjóta samningsbrotamáli sínu til EFTA-dómstólsins.
Með dóminum er lokið samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA í Icesave-málinu. Lagaleg niðurstaða liggur fyrir og ekki er gert ráð fyrir frekari eftirmálum vegna þess af hennar hálfu. Málið hefur verið einkar erfitt viðureignar bæði innanlands og í erlendum samskiptum og olli meðal annars miklum töfum í framvæmd efnahagsáætlunar stjórnvalda. Nú er Icesave-málið ekki lengur fyrirstaða við endurreisn íslensks efnahagslífs.
Mikilvægt er að halda því til haga að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu halda áfram óháð niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Virði eigna þrotabúsins er nú metið á 1.517 milljarða króna sem er um 200 milljörðum króna umfram forgangskröfur sem nema 1.318 milljörðum króna. Af þessum forgangskröfum eru 1.166 milljarðar vegna Icesave-innstæðureikninga en um 150 milljarðar króna vegna heildsöluinnlána m.a. frá sveitarfélögum, líknarfélögum o.fl. sem líka hafa fengið greitt. Úr búinu hafa nú þegar verið greiddir 660 milljarðar króna upp í forgangskröfurnar eða um 50% af heildarfjárhæð þeirra. Af því hafa um 585 milljarðar króna runnið til greiðslu upp í kröfur vegna innstæðna á Icesave-reikningum. Það er fjárhæð sem samsvarar röskum 90% af þeim hluta sem bresk og hollensk stjórnvöld lögðu út vegna lágmarkstryggingar.
Gert er ráð fyrir að Icesave-kröfurnar greiðist að fullu af réttum skuldara þeirra, þrotabúi Landsbankans. Setning neyðarlaganna haustið 2008 þar sem innstæðum var veittur forgangur á almennar kröfur leiðir til þessarar niðurstöðu.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Eg hef nu altaf haft ta skodun ad madur sem vidurkennir ad haf rangt fyrir ser se meiri madur en sa sem reinir ad strøgla afram,flott hja ter Magnus Tegar tad er sagt ta er got ad geta lagt lok a tetta mal,en tvi mydur ef madur tekkir politik a Islandi rett ta verdur tetta ospart notad i kosningabarattuni tvi mydur
Þorsteinn J Þorsteinsson, 28.1.2013 kl. 10:58
Þú færð prik frá mér fyrir að segja þetta :)
Mofi, 28.1.2013 kl. 10:59
Nú hlýtur Steingrímur að vera pirraður, hann fékk séns á að gera líf okkar Íslendinga ömurlegt fyrir alla í landinu eins og í ekta kommaríki með fyrsta icesave samningnum sem var algjör svaka díll... Vona bara að fólk hafi vit fyrir því hverju núverandi ríkisstjórn ætlaði að koma okkur í og hugsi út í þetta í næstu kosningum!
Vertu svo bara tilbúinn að troða ESB þvælunni ofan í þig líka ;)
Aron Gunnars (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:01
Þú færð prik fyrir það
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2013 kl. 11:06
Óska öllum hér til hamingju með niðurstöðuna, sem og Íslandi sem þjóð.
Hafði mínar efasemdir en þetta borgaði sig og eiga allir sem stóðu vaktina alla leið þúsund þakkir skildar fyrir að koma þjóðinni loks út úr þessu skammdegi sem hér hefur ríkt undanfarin fimm ár.
Tim Ward og Ólafur Ragnar eru menn dagsins ef ekki ársins, ekki nokkur spurning.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:07
Sæll Magnús Helgi; sem oftar - sem og aðrir gestir, þínir !
Þú ert maður að meiri; að viðurkenna þín stóru mistök, gagnvart þessum málum.
En; eftir stendur að : Jóhönnu Sigurðardóttur - Bjarna Benediktsson - Steingrím J. Sigfússon, og aðra áhangendur Breta og Hollendinga, ætti að gera landræka - UM ALDUR OG ÆFI, síðuhafi góður.
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:10
Það verður gaman að sjá svipinn á ríkisstjórninni í hádegisfréttum í dag. Skyldu þau skammast sín nóg til að segja af sér?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:23
Minni á að það var Árni Páll sem kallaði saman alla aðila eftir að seinni samningurinn var feldur. Hann kallaði að borðinu Indefence og aðra aðila og tóku upp víðtækt samstarf um málsvörn. Og Össur tók við málinu þegar að það fór í dómsmál. Held að allir aðilar séu sammála um að vel hafi verið haldið á málnu eftir að það var kært til EFTA dómsstólsins.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2013 kl. 11:27
Þú átt heiður skilið fyrir auðmýkt þína gagnvart þessari stórkostlegu niðurstöðu, sem er svo jákvæð fyrir Ísland.
Sem betur fer höfðu þeir sigur, sem trúðu á málstað Íslands og gerðu það svo rækilega, að stofna samtök á fyrstu stigum málsins, þegar alls ekki var ljóst hvað var raunverulega hið rétta í málinu.
Ég óska þér sem öðrum til hamingju með þessar lyktir málsins.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.1.2013 kl. 11:32
Tek undir neð Sigurði Alfreð og segi til Hamingju Íslendingar
Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 11:35
Þú skalt ekki reyna að þakka Árna Páli og Össuri þessa niðurstöðu því ef þeir hefðu einhverju ráðið hefði þetta mál ALDREI farið svona langt.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.1.2013 kl. 11:43
Það gerir nú samt stjórnarandstaðan og Indefence. Þ.e. að Árni Páll hafi tekið við málinu og gjörbyllt því. M.a. komið á þessu málflutningsteymi sem vann þetta mál sem í sátu fulltrúar allra þessara hópa. Hlustaðu á fréttir. En um leið þá voru örugglega mörg mistök gerð í uppi þessa máls.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2013 kl. 12:01
Skrif þín gera þig að meiri manni og þú átt heiður skilinn fyrir orð þín..
Jóhann Elíasson, 28.1.2013 kl. 12:37
Átt heiður skilinn Magnús, fyrir þetta. Gleðjumst öll, þetta er sigur allrar þjóðarinnar ekki bara þeirra sem héldu fram þeim málstaðnum sem var dæmdur sigurinn. Allir munu njóta góðs af þessu og þetta ætti að senda skýr skilaboð til bankabraskaranna, að þeir geti ekki treyst að skattgreiðendur þrífi upp skítinn eftir þá.
Theódór Norðkvist, 28.1.2013 kl. 13:03
Til hamingju Magnús, bæði með niðurstöðuna og auðmýktina.
Viðbrögð forsætisráðherra þíns hlýtur að sýna þér hvaða mann hún hefur að geyma. Núna má ekki leita að eða benda á sökudólga en hún hefur hins vegar verið dugleg að leita að og benda á sökudólga hrunsins. Þannig hefur hún unnið markvisst að því að kljúfa þjóðina í herðar niður. Jóhanna fór á pólitíska ruslahauga fyrir mörgum árum og nú hlýtur þú að sjá það betur.
Björn (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 13:11
Tek undir með fleirum hér Magnús, þú ert svo sannarlega maður að meiri og til hamingju við öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 14:00
Alveg sammála Björn, þessi kerling er bara algjör hálfviti!
Aron Gunnars (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 14:05
Tek undir með Ásthildi, þú ert svo sannarlega maður að meiri.
Til hamingju öll.
Guðni Karl Harðarson, 28.1.2013 kl. 14:15
Heill þér , þú ert maður að meiru, annað en forysta ríkistjórnarinnar.
Kjartan (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 14:18
Væri gaman að sjá Jóhönnu og Steingrím segja að þau höfðu rangt fyrir sér...
Mofi, 28.1.2013 kl. 14:19
Gott hjá þér Magnús!
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 14:51
Ég neyðist víst til að hringja í Steinbít og biðja hann um að splæsa í eina Diet Coke.
Jón Násker (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:40
Þú átt heiður skilið fyrir að sjá að þú hafðir ekki rétt fyrir þér í þessu IceSave ferli.
Þú hefur orðið meiri maður fyrir þennan pistil, en ef að þú hefðir ekki sagt neitt.
Til hamingju Magnús Helgi fyrir þetta.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 18:05
Ég gafst upp á því á sínum tíma að segja þér þetta. En núna er þetta klárt.
Núna þarf að koma með nýja stjórnarskrá og hætta að kjósa fjórflokkinn. Þá er Íslandi endanlega borgið.
Evrópusambandið er ónauðsynlegt ef fjórflokkurinn fer frá. Gæti hinsvegar verið ill nauðsin ef það tekst ekki.
Allir vita sem eru ekki flokksbundnir að fjórflokkarnir eru bara valdamafíur.
Már (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 19:44
Þú er drengur sannur, Magnús.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 20:49
Niðurstaðan er mikið fagnaðarefni fyrir alla íslendinga. Fólk verður nú samt aðeins að róa sig niður í árásum, og gera sér aðeins grein fyrir undir hvers konar skrúfustykki landið varð sett undir af "vinaþjóðum" og alþjóðargjaldeyrissjóðnum á ögurstundu. Getið þið sagt með vissu að önnur ríkistjórn hefði gert eitthvað öðruvísi?? Ég efast um það. Svona eftirá að hyggja fengum við bestu mögulegu lausn á málinu, samningsvilji stjórnvalda tryggði okkur áframhaldandi lánagreiðslur, á meðan forsetinn gat leyft sér það sem stjórnvöld höfðu ekki kost á, og synjað frumvarpinu. Þetta er það sem þeir kalla "having a cake and eating it too" Til hamingju!
Atli (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:47
Magnús Helgi,
Vonandi skrifar þú annan svona pistil þegar ESB verður fellt í þjóðaratkvæði? ;>)
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 17:33
Já Maggi gamli sjóari síðuskrifari,það er ansi margt sem þú mátt og átt eftir að éta ofan í þig.
Númi (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:41
sammala þer Numi
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.