Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið mun veita eftirgjöf í sjávarútvegsmálum

Skildi Mogginn eitthvað fjalla um þetta 

Frétt af www.dv.is i

Evrópusambandið mun veita eftirgjöf í sjávarútvegsmálum

Ísland mun fá sérlausnir - þó ekki kynntar fyrr en ESB sér fyrir endann á viðræðum
09:30 › 7. febrúar 2013

Birtist í DV

Samkvæmt heimildum DV ætlar Evrópusambandið sér ekki að ljúka samningum um sjávarútvegsmál fyrr en það sér fyrir endann á aðildarviðræðum við Íslendinga. Ástæðan sé meðal annars sú að ESB muni þurfa að gefa töluvert eftir í samningum um sjávarútvegsmál. Sambandið sé hins vegar ekki tilbúið að veita slíka eftirgjöf ef yfirgnæfandi líkur eru á því að aðildarsamningur verði felldur hérlendis. Með því hefði ESB veitt fordæmi sem aðrir gætu sótt í án þess að það hefði verið til nokkurs – slíku fylgdi of mikill kostnaður fyrir sambandið.

Sú útfærsla sem rætt er um er að 200 sjómílna lögsaga Íslands yrði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Yfirstjórn þess stjórnsýslusvæðis yrði áfram í höndum Íslands. Er um að ræða sérlausn en ekki undanþágu frá reglum ESB. Er það í samræmi við nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar vegna þingsályktunartillögu um aðildarumsóknina að ESB árið 2009 þar sem krafa var sett fram um að íslensk lögsaga verði skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og var fyrst sett fram árið 1994 af Jean-Luc Dehane, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Dream on.

Það segja allir fyrirmenn ESB að þessar aðildarumræður séu ekki til þess að ESB ættli sér að aðlagast Íslandi, heldur á ísland að aðlagast ESB.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband