Leita í fréttum mbl.is

Ein tillaga Framsóknar er alveg skoðandi!

En það var tillaga sem Sigmundur Davíð sagði frá í ræðunni í dag:

Að það yrði skipuð nefnd um nauðsynlegan undirbúning að því að afnema verðtryggingu sem ætti að ljúka störfum fyrir árslok 2013 og þá með útfærða aðgerðaráætlun um það skildist mér frekar en frumvarp. Þá fengjum við væntanlega skýra mynd af því hvernig það yrði gert að hvað það myndi þýða fyrir okkur og samfélagið. Og eins hugmynd um 4% þak á verðtryggingu ef það er gerlegt að breyta þegar gerðum samningum. Því verðbólga er nú um 4,2% og fer lækkandi og því skptir þak kannski engu máli. 

Ég vill fá skýra mynd af þeim aðgerðum sem þarf að grípa tii.

  • Hvað þetta kostar lífeyrissjóð? 
  • Hvað þetta kostar skattgreiðendur?
  • Hvað þetta hækkar afborganir af lánum sem yrði breytt. Þ.e. skv. reiknivélum bankana er myndu mánaðargreiðslur af óverðtryggðu láni upp á 20 milljónir vera um 130 þúsund á mánuð en af verðtryggðu láni um 85 þúsund fyrstu árin eða áratugi lánstímans. En óverðtryggðu afborganir lækka svo hratt eftir það vegna þess að það er búið að borga miklu meira af láninu enda hærri greiðslur.
  • Hvernig áhrif þetta hefur á þær greiðslur sem við þurfum að greiða út úr Trygginarstofnun til eldriborgara ef þetta lendir með fullum þunga á lífeyrissjóðum og þeir þurfa að skerða greiðslurnar hjá sér sem eru í dag um 70 milljarðar en TR er að greiða um 50 milljarða til eldriborgara.
  • Og hvaða áhrif hefur þetta á banka og lánamöguleika og vilja þeirra?

En ef þetta er eins og Framsóknarmenn segja ekkert mál þá má sko skoða þetta 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hefði reiknað með að þeir Simmi hefðu verið búnir að athuga þetta eitthvað. þ.e. hvernig á að ,,afnema verðtryggingu" og myndu bevísa einhverju plani því viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband