Leita í fréttum mbl.is

Nokkriri valdir kaflar úr ágætri grein fyrrverandi formanns Framsóknar.

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknar birtir flotta grein á pressan.is í dag. Þar fer hann yfir Icesave málið eins og það blasir við honum.

Hann segir m.a. 

Réttmætt að reyna að semja

Ýmislegt var ofsagt á sínum tíma, innan um eðlilegar viðvaranir, um afleiðingar þess að ekki tækjust samningar. En óþarft er að reyna nú að gera lítið úr erfiðleikum okkar 2009-2011. Hvaða íslensk ríkisstjórn sem væri hefði reynt að semja og  reynt að halda málinu áfram í viðræðuferli, - líka Sigmundur Davíð ef hann hefði verið ráðherra við þær aðstæður sem þá ríktu. En viðleitni til samnings er auðvitað ekki sama sem að samþykkja hvaða ókjör sem er. Og hvað sem þessu líður er alltaf eðlilegt að meta viðskiptalega stöðu og kostnaðarþætti þegar viðskiptalegt og fjárhagslegt mál er annars vegar og beinlínis skaðlegt og öfgakennt að tengja það við þjóðfrelsi - nema skýrar ástæður séu til slíks.

Málið hefur þegar kostað okkur háar fjárhæðir. Töf varð á samstarfi við AGS. Töf varð á aðstoð Norðurlandanna. Margs konar fyrirhöfn og kostnaður varð af fyrir opinberar stofnanir, t.d. Seðlabankann. Alls kyns tafir, misskilningur og truflanir komu upp. Mikill sérstakur kostnaður féll til í viðskiptum íslenskra fyrirtækja, greiðslukjör, vextir, tryggingar, staðgreiðsluvandi, tregða, millifærslur, gjaldeyriskostnaður o.fl.
Atvinnulíf og viðskipti eru ekki afgangsstærð heldur grundvöllur. Þetta réð afstöðu margra enda hvöttu ábyrgir aðilar á þeim vettvangi til samninga. 

Hann segir svo líka:

Mikill beinn og óbeinn
Fróðlegt væri að bera þetta saman við vexti í þeim samningum sem hafnað var. Við höfum þegar greitt mjög mikinn beinan og óbeinan kostnað af Icesave, óháð niðurstöðu dómsins, kostnað sem dreifist víða á fyrirtæki og neytendur í landinu. Málskostnaður er því þegar orðinn talsverður hvað svo sem líður dómsniðurstöðunni. Nú léttir þessu vonandi af framvegis. Einnig af þessum sökum er dómurinn mikið fagnaðarefni.

Icesave-málið var erfið milliríkjadeila með flóknum hagsmuna- og réttindaþáttum. En málið varð miklu sárara deilumál innbyrðis meðal íslensku þjóðarinnar. Og því er trúlega ekki lokið enn. En minnt skal á að yfirþjóðlegt dómsvald getur verið til þess fallið að skerða fullveldi þjóðar en frjálsir milliríkjasamningar staðfesta fullveldi.
 

 En lesið greinina í heild. Hann nefilega tekur þetta hlutlaust fyrir greinin er hér

 


mbl.is Icesave eykur vinsældir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband