Leita í fréttum mbl.is

Svo mælir Jón Steinsson dósent við Columbia háskólan i New York um leið Framsóknar

Framsóknarmenn vilja afnema verðtryggingu neytendalána. En á sama tíma vilja þeir halda í krónuna. Þeir vilja leiðrétta stökkbreytt lán. En á sama tíma vilja þeir lækka skuldir ríkisins.

Það sem kemur mér helst á óvart er að þeir hafi ekki hreinlega ályktað að þeir vilji eiga kökuna og borða hana líka.

Í Argentínu lofaði Cristina Fernandez, forseti og frambjóðandi Peronista, kjósendum að allir fengju flatskjá ef hún næði kjöri. Það virtist ganga vel í kjósendur þar. Kannski er það næsti leikur hjá framsóknarmönnum.

Það er orðinn fastur liður fyrir Alþingiskosningar að Framsóknarflokkurinn tefli fram kosningaloforðum sem eru „too good to be true.“ Þ.e., hljóma of vel til þess að þau séu í raun skynsamleg þegar allar afleiðingar þeirra eru teknar með í reikninginn.

 

Í kosningunum árið 2003 bjargaði Framsóknarflokkurinn sér fyrir horn með því að lofa 90% húsnæðislánum og hækkun hámarkslána hjá Íbúðalánasjóði. Þetta gerði hann þrátt fyrir að húsnæðisverð væri þá hærra en það hafði verið árum saman. Hann stóð síðan við þetta kosningaloforð þegar húsnæðisverð var orðið ískyggilega hátt í sögulegu samhengi.

Með þessu ýtti hann beinlínis undir það að fólk færi sér að voða í fjármálum með því að taka stór lán án þess að eiga mikið eigið fé til þess að kaupa hús sem voru allt of hátt verðsett. Afleiðingarnar þekkjum við allt of vel. Og nú vill Framsókn skera niður þessi lán og þannig velta kostnaðinum af þessu öllu yfir á hina sem fóru varlegar í fjármálum.

Verðtryggingin er blóraböggull. Hún er skilgetið afkvæmdi krónunnar og þess að á Íslandi er enginn pólitískur stuðningur fyrir því að reka sterkan gjaldmiðil. Framsóknarmenn tala um að bæta umgjörð krónunnar. En ég hef aldrei heyrt þá verja Seðlabankann þegar hann hækkar vexti til þess að halda aftur af verðfalli krónunnar.

Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Sá vandi verður ekki leystur með því að banna verðtryggð lán. Það mun bara gera illt verra með því að koma í veg fyrir að fólk geti dreift háum vaxtagreiðslum þegar verðbólga er há yfir líftíma láns síns.

Hugsum þessa hugsun til enda. Segjum sem svo að verðtryggð lán verði bönnuð og fimm árum seinna komi síðan gott íslenskt „verðbólguskot“ upp á 16%. Bankarnir munu þá hækka nafnvexti húsnæðislána sem nemur verðbólguskotinu. Þeir sem skulda húsnæðislán munu þá þurfa að greiða um 20% af höfuðstól lánsins í vexti á því ári. Þá er ég hræddur um að margir lendi í verulegum vandræðum og vilji eiga kost á því að dreifa þessum háu vaxtagreiðslum yfir það sem eftir lifir lánstímans. En það er einmitt það sem verðtrygging gerir og hún verður þá bönnuð.

En framsóknarmenn tala eins og afnám verðtryggingar muni á einhvern undraverðan hátt lækka vexti á Íslandi. Ekki láta glepjast aftur.

Tekð héðan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband