Leita í fréttum mbl.is

Vigdís Hauksdóttir og stjórnmálaskýringar hennar.

Fyrir rælni datt ég inn á síðu Vigdísar þar sem hún birtir grein sem hún skrifaði 2011 í Moggann.

Ég hef hlegið mikið við lesturinn. Alveg ótrúlegt að þetta skuli vera Alþingismaður sem er að skrifa og veit ekkert um stjórnmál skv. þessari grein.  M.a. segir hún:

Ríkisstjórnin hefur stórskaðað íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um liðna helgi er stór sigur sjálfstæðrar þjóðar í baráttunni við „kratismann“ sem tröllríður hér öllu undir forystu Samfylkingarinnar. 

Hún veit auðsjáanlega ekkert út á hvað jafnaðarstefna gengur eða hefur haft fyrir því að lesa sér til um hvað Samfylkingin gengur út á. 

Hingað til höfum við sloppið við stéttarskipt samfélag en það er að breytast. Hægri og vinstri heyrir sögunni til en í stað skiptast stjórnmálin í krata og ekki krata. Eitt helsta einkenni Evrópusambandsins er hin kratíska hugsun – að hinn vinnandi maður borgi með sköttum sínum – neyslu og framgang embættismanna. 

Er konan ekki í lagi?  Þá hlýtur Framsókn að vera últra kratar því það er ekki nóg með að skattgreiðendur borgi embættismönnum hér heldur berst hennar flokkur fyrir að hér eru allir bændur á launum frá Ríkinu.

Og hún segir líka. 

Kratar skilja ekki sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og raunverulega framleiðslu sem skilar sér í auknum hagvexti. Kratar telja að hagvöxtur skili sér í skattpíningu vinnandi stétta til útþenslu báknsins sem þeir sjálfir einsetja sér að vinna við. Þetta er í raun stefna Samfylkingarinnar – sem fyllt hefur ráðuneytin af góðkunningjum á kostnað heilbrigðis- og skólakerfisins.
Það þarf nú einvher að benda henni á að ég held að ríkisstarfsmönnum hafi aldrei í sögunni fækkað eins og nú síðustu 4 árin.
Svo kemur þessi skýring hennar á ástæðu þess að ESB sé í aðildarviðræðum við okkur
Ríki Evrópusambandsins eru auðlindasnauð og sækja því fast að útvíkka sig til norðurs. Ísland er í raun eina tækifæri sambandsins til að lifa af.
Við erum lykill að auðlindakistu á Norðurslóð.
Er þetta boðlegt að Alþingismaður skuli bulla svona ógurlega. Auðsjáanlega að hún heldur að einu störfin og verðmæti séu að grafa eiithvað úr jörðu eða veiða fisk. Bullið alvega svakalegt. 
Það væri t.d. gott að benda henni á að við eigum engin réttindi á Norðurslóð að ráði.  Við eigum hvergi land eða langhelgi að svæðum sem ESB gæti haft áhuga á.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Finnst þér að þú vitir mikið um stjórnmál?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 14.2.2013 kl. 18:16

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála. Í hvert sinn sem þessi manneskja opnar munninn dettur mér í hug setning, sem góð kona viðhafði af öðru tilefni: "Það er sitthvað, menntun og skólaganga". Þvílíkur gapuxi sem þessi Vigdís er og með ólíkindum að framsóknarvilpan ætlar að hafa hana áfram í pólitík. Það gerir ekki flokkinn trúverðugri og eini kosturinn sem maður sér við það er, að almennir kjósendur ættu að sjá betur hverskonar fyrirbrigði sá "flokkur" er.

E (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 18:39

3 identicon

Magnús,síðuskrifari. Þú ritar að Vigdís hafi komið þér til að hlæja,vegna þessa pistils er hún ritaði.

En kæri Magnús gamli sjóari,ég hlæ alltaf er ég les fáfræðispistlana þína hér á blogginu,þeir eru allir fyndnir,já það er hollt að hlæja.

Númi (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband